„Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2023 14:30 Andrea Jóns, Páll Óskar og Vera Illuga eru meðal þeirra sem fordæma boðskap Samtakanna 22. Ásta Kristjáns/Vilhelm Tæplega þrjú hundruð samkynheigðir Íslendingar fordæma að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Samtökin séu hvorki talsmaður hópsins né tali í þeirra nafni. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem ber titilinn „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ sem birtist á Vísi í dag. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Andrea Jónsdóttir útvarpskona, Andrean Sigurgeirsson dansari, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Ómar söngvari, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður, Kristín Eysteinsdóttir rektor og Vera Illugadóttir útvarpskona svo einhverjir séu nefndir. „Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. Við fordæmum að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra, hvorki þau né talsmaður þeirra tala í okkar nafni,“ segir í greininni. „Að eigin sögn eru Samtökin 22 „hagsmunasamtök samkynhneigðra“ og hefur stofnandi/talsmaður félagsins að undanförnu ritað greinar og til hans verið vísað í fjölmiðlum. Til þessa hafa hin nýju „hagsmunasamtök“ fátt annað á afrekaskrá sinni en fordómafulla umsögn um frumvarp til lögbanns á bælingarmeðferðum og formlega kvörtun til forsætisnefndar Alþingis undan samkynhneigðum varaþingmanni.“ Umræddur stofnandi heitir Eldur Deville. Óhætt er að segja að mest áhersla í orðræðu hans hafi verið hvað við kemur trans fólki. Eldur hefur endurtekið hafnað því að hafa uppi fordóma gegn trans fólki. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að Samtökin 22 séu einu hagsmunasamtökin á Íslandi sem vinna í þágu samkynhneigðra. Fullyrðing sem flestir þjóðþekktir samkynhneigðir Íslendingar taka ekki undir. Þá hafa Samtökin 22 gagnrýnt að Samtökin 78 fari í grunnskólana til að fræða börnin um kynsegin mál. „Við þurfum ekki í skólana. Kennarar eru fullfærir að miðla því til barna að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Samtökin 22 hafa talað gegn starfsemi hinna raunverulegu hagsmunasamtaka hinsegin fólks, Samtakanna '78 og aðildarfélögum þeirra, ýtt undir kynjatvíhyggju og virðast í raun fyrst og fremst stefna að upplausn hinsegin samfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Okkur þykir því ljóst að starf Samtakanna 22 snúist ekki um réttindabaráttu eða hagsmunagæslu samkynhneigðra heldur baráttu gegn réttindum og hagsmunum annarra hópa,“ segir í aðsendu greininni á Vísi í dag. Hinsegin Félagasamtök Tengdar fréttir Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein sem ber titilinn „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ sem birtist á Vísi í dag. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Andrea Jónsdóttir útvarpskona, Andrean Sigurgeirsson dansari, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Ómar söngvari, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður, Kristín Eysteinsdóttir rektor og Vera Illugadóttir útvarpskona svo einhverjir séu nefndir. „Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. Við fordæmum að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra, hvorki þau né talsmaður þeirra tala í okkar nafni,“ segir í greininni. „Að eigin sögn eru Samtökin 22 „hagsmunasamtök samkynhneigðra“ og hefur stofnandi/talsmaður félagsins að undanförnu ritað greinar og til hans verið vísað í fjölmiðlum. Til þessa hafa hin nýju „hagsmunasamtök“ fátt annað á afrekaskrá sinni en fordómafulla umsögn um frumvarp til lögbanns á bælingarmeðferðum og formlega kvörtun til forsætisnefndar Alþingis undan samkynhneigðum varaþingmanni.“ Umræddur stofnandi heitir Eldur Deville. Óhætt er að segja að mest áhersla í orðræðu hans hafi verið hvað við kemur trans fólki. Eldur hefur endurtekið hafnað því að hafa uppi fordóma gegn trans fólki. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að Samtökin 22 séu einu hagsmunasamtökin á Íslandi sem vinna í þágu samkynhneigðra. Fullyrðing sem flestir þjóðþekktir samkynhneigðir Íslendingar taka ekki undir. Þá hafa Samtökin 22 gagnrýnt að Samtökin 78 fari í grunnskólana til að fræða börnin um kynsegin mál. „Við þurfum ekki í skólana. Kennarar eru fullfærir að miðla því til barna að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Samtökin 22 hafa talað gegn starfsemi hinna raunverulegu hagsmunasamtaka hinsegin fólks, Samtakanna '78 og aðildarfélögum þeirra, ýtt undir kynjatvíhyggju og virðast í raun fyrst og fremst stefna að upplausn hinsegin samfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Okkur þykir því ljóst að starf Samtakanna 22 snúist ekki um réttindabaráttu eða hagsmunagæslu samkynhneigðra heldur baráttu gegn réttindum og hagsmunum annarra hópa,“ segir í aðsendu greininni á Vísi í dag.
Hinsegin Félagasamtök Tengdar fréttir Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00