Lífið

Stjörnu­lífið: Árs­há­tíð RÚV, frum­sýningar og tíma­mót

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Stjörnulífið er fastur liður á Vísi þar sem farið er yfir það helsta frá liðinni viku.
Stjörnulífið er fastur liður á Vísi þar sem farið er yfir það helsta frá liðinni viku. instagram

Sumarið gekk loksins formlega í garð í síðustu viku og af samfélagsmiðlum að dæma tóku landsmenn því fagnandi. Mikið var um veisluhöld um helgina en fyrirtæki á borð við RÚV og Bestseller héldu stórar árshátíðir.

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air sem nú rekur ferðaþjónustu í Hvammsvík, naut lífsins á Ítalíu með Grímu Björg Thorarensen. Skúli birti mynd af parinu með Orra Haukssyni, forstjóra Símans, og Selmu Ágústsdóttur, eiginkonu hans. Myndin er á bát fyrir framan Grand Hotel Tremezzo við Como-vatn. Um er að ræða frægt fimm stjörnu hótel þar sem Ben Affleck og Jennifer Lopez dvöldu í brúðkaupsferð sinni, þeirri síðari, í fyrra. Skúli skrifar „White Lotus“ við myndina og vísar til samnefndra sjónvarpsþátta um ofurríkt og frekt fólk sem dvelur á lúxushótelum. Ljóst er að Skúli er að slá á létta strengi og líklegt að Íslendingarnir hafi dvalið á íburðarminna hóteli á svæðinu en nýtt tækifærið til myndatöku í siglingu.

Árshátíð RÚV var haldin í Hörpu á laugardagskvöldið og var öllu tjaldað til. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir sem RÚV-arar birtu á samfélagsmiðlum.

Sýningin Til hamingju með að vera mannleg var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu.

Eurovision stjarnan Diljá kom fram á Eurovision viðburði í London.

Tónlistarmaðurinn Aron Can veitti fylgjendum sínum innsýn inn í fæðingarorlofið en hann eignaðist nýverið sitt fyrsta barn ásamt kærustu sinni Ernu Maríu Björnsdóttur.

Söngkonan Salka Sól hélt upp á 35 ára afmæli sitt í góðra kvenna hópi.

Þjálfarinn Sandra Björg Helgadóttir nýtur lífsins í Los Angeles ásamt systur sinni Arnfríði Helgadóttur.

Páll Óskar kom fram á 60 ára afmælistónleikum Jóns Ólafssonar í Eldborg í Hörpu á laugardaginn. Valdimar, KK, Magga Stína, Hildur Vala, Daníel Ágúst og Björn Jörundur komu einnig fram á tónleikunum.

Leikkonurnar Íris Tanja og María Thelma eru sumarlegar og sætar.

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason kom fram í Vikunni með Gísla Marteini og flutti lagið vinsæla Pretty Boi Choco.

Jazz-drottningin Laufey Lín fagnaði 24 ára afmæli sínu í London.

Áslaug Arna nýtur sín vel í frænkuhlutverkinu.

Leikkonan María Birta fagnaði afmæli eiginmanns síns Ella Egilssonar í Las Vegas.

Um helgina fór fram 179. sýning af söngleiknum Níu Líf. Að því tilefni skellti Bubbi Morthens í 179. speglamyndina.

Söngkonan Gugusar spókaði sig á Ítalíu.

Tískumógúllinn og kírópraktorinn Gummi Kíró setti Instagram á hliðina með þessari nærfatamynd.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Idol stjörnunni Sögu Matthildi.

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar tók á móti sumrinu á Akureyri.

Samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut greindi frá því að hún og kærasti hennar Valgeir Gunnlaugsson hygðust flytja inn saman. Þau standa nú í framkvæmdum á framtíðarheimilinu.

Athafnakonan Gerður Arinbjarnardóttir er að eigin sögn ekki hinn hefðbundni framkvæmdarstjóri.

Raunveruleikastjarnan Birgitta Líf naut lífsins í London.

Fjölmiðlakonan og sprelligosinn Eva Ruza tók viðtal við AJ McLean úr Backstreet Boys, hvorki meira né minna. Strákabandið er væntanlegt hingað til lands á næstu dögum en þeir verða með tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni á föstudaginn.

Áhrifavaldurinn Katrín Edda sýndi hve magnað fyrirbæri kvenlíkaminn er.

Tónlistarkonan Svala Björgvins er komin í sumarskap.

Lögfræðineminn og samfélagsmiðlastjarnan Helga Margrét skellti sér á árshátíð Bestseller.

Ofurskvísan Sunneva Einars skellti sér í verslunarleiðangur en hún verslar mikið notuð föt.

Valgerður Anna Einarsdóttir þakkaði fyrir viðtökur á sýningunni House of Van Helzing sem lauk nú um helgina. Sýningin var haldin til heiðurs systur hennar, hönnuðinum og listakonunni Tótu Van Helzing, sem lést í lok árs 2021 eftir erfiða baráttu við krabbamein.

Sjá: Heldur minningu systur sinnar lifandi með einstakri sýningu

Tískubloggarinn Pattra er að vinna að spennandi sjónvarpsverkefni.

Rapparinn Daniil gaf út lag og hélt útgáfutónleika.

Tónlistarkonan Nanna Bryndís nýtur lífsins í Zermatt í Sviss ásamt hljómsveit sinni Of Monsters and Men.

„Nýtt hár sama röddin,“ skrifar fjölmiðlakonan Berglind Festival við þessa glæsilegu mynd.

Sumarið byrjar vel hjá ofurskvísunum Elísabetu Gunnars og Andreu Magnúsdóttur.

Bakarinn Elenora Rós lét drauminn rætast og flutti til London þar sem hún hefur verið ráðinn bakari í sínu uppáhalds bakaríi.

Rapparinn Birgir Hákon er í góðu yfirlæti í sólinni.

Margar af ofurskvísum landsins voru samankomnar í gæsun þjálfarans Karítasar Maríu Lárusdóttur um helgina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×