Fótbolti

Fanta­skapur varð til þess að leikur Andra í Hollandi var flautaður af

Aron Guðmundsson skrifar
Andri Fannar Baldursson í baráttunni með NEC Nijmegen 
Andri Fannar Baldursson í baráttunni með NEC Nijmegen  Vísir/Getty

Leikur Groningen og NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld var flautaður af eftir að flösku var kastað í aðstoðardómara leiksins. 

Ís­lenski knatt­spyrnu­maðurinn Andri Fannar Baldurs­son er leik­maður NEC Nij­megen og var hann einn af vara­mönnum liðsins í leik kvöldsins sem var flautaður af eftir rúm­lega 20 mínútna leik.

Á­stæðan fyrir því var sú að einn á­horf­andinn á leik­vangi Gronin­gen tók sig til og kastaði flösku í að­stoðar­dómara leiksins. Flaskan, sem inni­hélt vökva, hafnaði í baki að­stoðar­dómarans.

Á þessari stundu er ekki vitað hve­nær leikurinn mun fara fram en ljóst er að hann mun ekki vera kláraður í kvöld.

Mynd­band af at­vikinu má sjá hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×