Líklegt að við sjáum nýja ríkisstjórnarflokka á næsta kjörtímabili Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2023 23:02 Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir líklegt að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Skoðanakannanir sýni hins vegar breytt landslag. Stöð 2 Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð ljóst að breytingar verði á ríkisstjórnarflokkum eftir næstu alþingiskosningar miðað við nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Hún telur þó að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Samfylkingin mælist nú með 25,7 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins aukist um tæp sextán prósentustig frá alþingiskosningunum í september 2021. Fylgið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2010. Í könnun Maskínu hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna á kjörtímabilinu og nemur nú 37 prósentum. Stærstur ríkisstjórnarflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn, með 18,7 prósenta fylgi, þar á eftir Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósenta fylgi og Vinstri græn með 8,2 prósent. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vendingarnar segi landsmönnum einkum tvennt. Annars vegar að hrun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið en allir meirihlutaflokkar hafa tapað fylgi síðan í síðustu kosningum. Og hins vegar að aukið fylgi Samfylkingarinnar megi líklega rekja til nýrra áherslubreytinga innan flokksins. „Það sem er óvanalegt er að [Samfylkingin] er að mælast stigvaxandi í könnunum, þetta er ekki bara eitthvað svona skot upp og niður eins og kemur stundum. Samfylkingin breytti um forystu og breytti líka um málefnaáherslur á sama tíma. Eins og þau sögðu sjálf, þau fóru aftur í kjarnann á jafnaðarmennskunni. Og það virðist hafa, alla vega enn sem komið er, gert Samfylkinguna að svona leiðtogaflokki - eða alla vega stærsta flokki í stjórnarandstöðunni.“ Eva Heiða telur að gott gengi flokksins í skoðanakönnunum megi einnig rekja til persónufylgis Kristrúnar Frostadóttur formanns en telur að áherslubreytingar og ný forysta hljóti að verka saman. Hún segir lágt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki endilega „sögulega lágt,“ enda algengt að fylgi ríkisstjórna dali þegar líða taki á kjörtímabilið. En er ríkisstjórnin búin að vera? „Það er mjög líklegt að hún haldi út kjörtímabilið en á maður ekki að segja bara að ef það yrði kosið núna þá myndi hún ekki halda þessum velli samkvæmt þessum könnum. Og það er kannski ýmislegt sem lítur út fyrir að við munum fá nýja ríkisstjórnarflokka eftir næstu kosningar. En auðvitað á maður aldrei að spá,“ segir Eva Heiða að lokum. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 25,7 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins aukist um tæp sextán prósentustig frá alþingiskosningunum í september 2021. Fylgið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2010. Í könnun Maskínu hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna á kjörtímabilinu og nemur nú 37 prósentum. Stærstur ríkisstjórnarflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn, með 18,7 prósenta fylgi, þar á eftir Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósenta fylgi og Vinstri græn með 8,2 prósent. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vendingarnar segi landsmönnum einkum tvennt. Annars vegar að hrun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið en allir meirihlutaflokkar hafa tapað fylgi síðan í síðustu kosningum. Og hins vegar að aukið fylgi Samfylkingarinnar megi líklega rekja til nýrra áherslubreytinga innan flokksins. „Það sem er óvanalegt er að [Samfylkingin] er að mælast stigvaxandi í könnunum, þetta er ekki bara eitthvað svona skot upp og niður eins og kemur stundum. Samfylkingin breytti um forystu og breytti líka um málefnaáherslur á sama tíma. Eins og þau sögðu sjálf, þau fóru aftur í kjarnann á jafnaðarmennskunni. Og það virðist hafa, alla vega enn sem komið er, gert Samfylkinguna að svona leiðtogaflokki - eða alla vega stærsta flokki í stjórnarandstöðunni.“ Eva Heiða telur að gott gengi flokksins í skoðanakönnunum megi einnig rekja til persónufylgis Kristrúnar Frostadóttur formanns en telur að áherslubreytingar og ný forysta hljóti að verka saman. Hún segir lágt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki endilega „sögulega lágt,“ enda algengt að fylgi ríkisstjórna dali þegar líða taki á kjörtímabilið. En er ríkisstjórnin búin að vera? „Það er mjög líklegt að hún haldi út kjörtímabilið en á maður ekki að segja bara að ef það yrði kosið núna þá myndi hún ekki halda þessum velli samkvæmt þessum könnum. Og það er kannski ýmislegt sem lítur út fyrir að við munum fá nýja ríkisstjórnarflokka eftir næstu kosningar. En auðvitað á maður aldrei að spá,“ segir Eva Heiða að lokum.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira