Lífið

Dragstjarnan „Dame Edna“ látin

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dame Edna er ein þekktasta dragstjarna heims.
Dame Edna er ein þekktasta dragstjarna heims. James D. Morgan/Getty

Ástralski leikarinn Barry Humphries sem frægastur er sem dragstjarnan „Dame Edna Everage,“ sem hann lék í áratugi í sjónvarpi er látinn, 89 ára að aldri.

Leikferill Barry spannar sjö áratugi og kom hann fram í leikhúsi, sjónvarpi, í bókaflokkum og í kvikmyndum. Hann er þekktur fyrir að hafa gert óspart grín að ástralskri menningu og þá sérstaklega í hlutverki sínu sem Dame Edna.

Kom hann fram í fjölda sjónvarpsþátta í hlutverki persónunnar, meðal annars Saturday Night Live og þá kom hann endurtekið fram sem persónan í sjónvarpsþáttunum um bandaríska lögfræðinginn Ally McBeal sem sýndir voru í sjónvarpi á tíunda áratugnum.

Humphries fæddist í Melbourne árið 1934 og elskaði strax í barnæsku að klæða sig upp og að leika, að því er fram kemur á vef Guardian. Hann kvæntist fjórum sinnum og eignaðist fjögur börn. 

„Ég komst að því að það að skemmta fólki gaf mér frábæra útrás,“ sagði leikarinn eitt sinn um feril sinn.

„Að láta fólk hlæja var frábær leið til þess að öðlast vináttu þess. Fólk gat ekki lamið þig ef þau voru að hlæja.“

Ástralski miðillinn The Sydney Morning Herald and the Age hefur tekið saman nokkur af bestu augnablikum leikarans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×