Biden sagður munu tilkynna um framboð sitt á þriðjudag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2023 07:16 Biden er sagður munu tilkynna á þriðjudag að hann sækist eftir endurkjöri. AP/Patrick Semansky Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður stefna á að tilkynna það á þriðjudag að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fjögur ár verða þá liðinn frá því að hann tilkynnti um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2020. New York Times segir Biden munu dvelja í Camp David um helgina, með nánustu fjölskyldu og ráðgjöfum. Unnið er að áætlunum um framboðstilkynninguna en forsetinn ku ekki enn hafa lagt blessun sína yfir fyrirætlanirnar. Fjölmiðlafulltrúi forsetans, Karine Jean-Pierre, neitaði að tjá sig í samskiptum við New York Times í gær en hafði fyrr um daginn látið þau orð falla á blaðamannafundi að tilkynningin myndi ekki koma frá fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins. Biden er 80 ára gamall og nú þegar elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þá verður hann 86 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Aldur Biden hefur valdið efasemdum um skynsemi þess að forsetinn sækist eftir endurkjöri en auknar líkur á því að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikanaflokksins eru sagðar hafa fylkt ólíkum hópum innan Demókrataflokksins á bak við forsetann. Ef Biden fer fram þykir nokkuð öruggt að hann sigri forval flokksins örugglega. Fjárframlög til Trump hafa stóraukist eftir að ákæra var gefin út á hendur honum í New York í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels og Biden er nú sagður hafa stefnt mögulegum fjárhagslegum stuðningsmönnum sínum til Washington í næstu viku. Talið er að kostnaður við kosningabaráttuna muni nema yfir milljarði Bandaríkjadala. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
New York Times segir Biden munu dvelja í Camp David um helgina, með nánustu fjölskyldu og ráðgjöfum. Unnið er að áætlunum um framboðstilkynninguna en forsetinn ku ekki enn hafa lagt blessun sína yfir fyrirætlanirnar. Fjölmiðlafulltrúi forsetans, Karine Jean-Pierre, neitaði að tjá sig í samskiptum við New York Times í gær en hafði fyrr um daginn látið þau orð falla á blaðamannafundi að tilkynningin myndi ekki koma frá fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins. Biden er 80 ára gamall og nú þegar elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þá verður hann 86 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Aldur Biden hefur valdið efasemdum um skynsemi þess að forsetinn sækist eftir endurkjöri en auknar líkur á því að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikanaflokksins eru sagðar hafa fylkt ólíkum hópum innan Demókrataflokksins á bak við forsetann. Ef Biden fer fram þykir nokkuð öruggt að hann sigri forval flokksins örugglega. Fjárframlög til Trump hafa stóraukist eftir að ákæra var gefin út á hendur honum í New York í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels og Biden er nú sagður hafa stefnt mögulegum fjárhagslegum stuðningsmönnum sínum til Washington í næstu viku. Talið er að kostnaður við kosningabaráttuna muni nema yfir milljarði Bandaríkjadala. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira