Erlent

Sakaður um að hafa skotið sex ára stúlku út af körfu­bolta

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Robert Louis Singletary, karlmaðurinn sem grunaður er um ódæðið, hefur ekki fundist.
Robert Louis Singletary, karlmaðurinn sem grunaður er um ódæðið, hefur ekki fundist. Lögreglan/Gaston

Lögreglan í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum leitar nú að manni sem grunaður er um að hafa skotið sex ára stúlku eftir að körfubolti hennar rúllaði yfir í garð hans. Hann er sagður hafa farið inn í hús sitt, sótt byssu og skotið stúlkuna og föður hennar. Nágranni segir málið skelfilegt.

Stúlkan var að spila körfubolta með föður sínum þegar körfubolti hennar rúllaði yfir í garð karlmannsins, sem heitir Robert Louis Singletary. Hann hefur áður sætt rannsókn vegna gruns um að hafa ráðist að fyrrverandi kærustu með sleggju.

„Þau voru bara í körfubolta eins og gengur og gerist þegar boltinn rúllaði yfir, og þau ætluðu að sækja hann. Við gátum ekki einu sinni látið okkur detta þetta til hugar; að einhver myndi munda byssu innan um öll þessi börn,“ segir vitni, nágranni, við Breska ríkisútvarpið.

Stúlkan slasaðist ekki alvarlega, kúlan er talin hafa farið í kinnina á henni. Pabbi hennar slasaðist hins vegar meira og liggur enn á sjúkrahúsi. Lögreglustjóri segir umfangsmikla leit yfirstandandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×