Fótbolti

Mörk Meistara­deildarinnar: Håland nálgast fimm­tíu og marka­súpa á San Siro

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það voru sex mörk skoruð í leik Inter og Benfica.
Það voru sex mörk skoruð í leik Inter og Benfica. Chris Ricco/Getty Images

Alls voru átta mörk skoruð í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær, miðvikudag. Bayern München og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli á meðean Inter og Benfica gerðu 3-3 jafntefli.

Manchester City komst yfir á Allianz-vellinum þökk sé hverjum öðrum en Erling Braut Håland. Joshua Kimmich jafnaði metin fyrir heimamenn úr vítaspyrnu. Man City vann einvígið 4-1 og mætir Real Madríd í undanúrslitum.

Klippa: Meistaradeildarmörkin: Bayern München 1-1 Manchester City

Inter vann fyrri leikinn gegn Benfica í Portúgal 2-0 og komst 3-1 yfir í gærkvöld áður en gestirnir jöfnuðu metin. Inter vann einvígið 5-3 og mætir erkifjendum sínum og nágrönnum í AC Milan í undanúrslitum.

Klippa: Meistaradeildarmörkin: Inter 3-3 Benfica

Tengdar fréttir

Manchester City í undan­úr­slit Meistara­deildar Evrópu

Bayern München þurfti kraftaverk til að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það gekk ekki eftir en leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×