Eftir að hafa lent í 5. sæti á síðustu leiktíð, og leiktíðina þar á undan, þá dreymir Selfyssinga um að taka skref fram á við. Þolinmæði er hins vegar dyggð og það þurfa Sunnlendingar að muna gangi spá Vísis eftir. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 25. apríl með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Selfoss lendi í 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og falli niður um eitt sæti milli ára. Eftir að hafa lent í 5. sæti bæði sumarið 2022 og 2021 spáir Vísir því að liðið taki í raun eitt skref aftur á bak í sumar til að taka tvö skref áfram þegar fram líða stundir. Björn Sigurbjörnsson er á sínu öðru ári með liðið og hann virðist hafa sterkar skoðanir á hvernig hann vill að lið sitt spili. Með réttum leikmönnum getur það gefið vel í aðra hönd en það tekur tíma að púsla saman liði sem á að berjast við stærstu félög landsins. Selfyssingar stefna á að fagna sem oftast í sumar.Vísir/Hulda Margrét Árangur liðsins í Lengjubikarnum var ekkert til að hrópa húrra yfir en liðið lak alltof mörgum mörkum miðað við hversu vel mannað það er í öftustu línu. Alls fékk Selfoss á sig 20 mörk í aðeins 5 leikjum. Tapaði liðið meðal annars 7-1 fyrir Íslands- og bikarmeisturum Vals og 7-2 fyrir Þór/KA. Ár í deildinni: 6. tímabil Besti árangur: 3. sæti (2019) Best í bikar: Bikarmeistari (2019) Sæti í fyrra: 5. sæti Þjálfari: Björn Sigurbjörnsson (2. tímabil) Markahæst í fyrra: Brenna Lovera, 8 mörk Liðið og lykilmenn Miðað við hversu vel mannað liðið er í öftustu línu þá er í raun ótrúlegt hversu mörg mörk liðið fékk á sig í Lengjubikarnum. Það skal þó passa sig að falla ekki í þá gryfju að yfirfæra það sem gerist í Lengjubikarnum yfir á það sem gæti gerst í sumar. grafík/bjarki Selfoss liðið er vel mannað á mörgum stöðum og ætti að geta spilað góðan varnarleik, sé sá gállinn á þeim. Liðið hefur sótt erlendan markvörð eins og nær flest lið deildarinnar. Þá er reynsluboltinn og naglinn Sif Atladóttir í hjarta varnarinnar en það er nær öruggt að Selfyssingar muni stilla upp með þrjá miðverði í sumar. Sif Atladóttir er að fara inn í sitt annað tímabil með liðinu.Vísir/Hulda Margrét Stærsta spurningin er hins vegar hver á að að skora mörkin en Brenna Lovera, helsti markaskorari liðsins undanfarin misseri er flutt af landi brott. Hin efnilega Emelía Óskarsdóttir er gengin í raðir félagsins á láni en það vekur hins vegar athygli að hún hefur ekki enn fengið félagaskipti ef marka má vef KSÍ. Þá gaf Björn út að félagið væri við það að semja við erlendan framherja. Einnig vakti athygli nýverið að Selfoss sendi tvo erlenda leikmenn heim rétt eftir að þeir höfðu samið við félagið. Það útskýrir því af hverju liðið er ekki enn búið að taka á sig fulla mynd þó stutt sé í mót. Komnar Emelía Óskarsdóttir frá Svíþjóð [á láni] Grace Sklopan frá Bandaríkjunum Idun-Kristine Jörgensen frá Noregi Jimena López frá Bandaríkjunum [á láni] Lilja Björk Unnarsdóttir frá Álftanesi Selma Friðriksdóttir frá Hamri SigríðurTheódóra Guðmundsdóttir frá Val [á láni] Farnar Brenna Lovera til Bandaríkjanna Ásamt Sif má reikna með að Barbára Sól Gísladóttir verði í stóru hlutverki líkt og svo oft áður. Hún verður titluð sem vængbakvörður í leikkerfi Selfyssinga en ekki láta ykkur bregða ef hún verður meira á vallarhelmingi andstæðinganna heldur en sínum eigin. Unnur Dóra Bergsdóttir er svo fyrirliði liðsins og límið á miðjunni. Er einn af þessum leikmönnum sem fer ekki mikið fyrir en það getur blekkt. Er gríðarlega mikilvæg sínu liði og óhemju reynslumikil þrátt fyrir ungan aldur. Sif Atladóttir, 37 ára varnarmaður Barbára Sól Gísladóttir, 22 ára vængbakvörður Unnur Dóra Bergsdóttir, 22 ára miðjumaður Fylgist með Loksins, loksins fáum við að sjá Emelíu Óskarsdóttir í efstu deild hér á landi. Eftir að spila með Gróttu í Lengjudeildinni flutti hún til Danmerkur þar sem hún vakti mikla athygli. Þaðan fór hún til Kristianstad í Svíþjóð en er nú komin í Bestu deildina til að láta ljós sitt skína. View this post on Instagram A post shared by Selfoss Fo tbolti (@selfossfotbolti) Í besta/versta falli Það virðist sem deildin verði mun jafnari en oft áður. Það sem var tveggja hesta hlaup á toppi deildarinnar virðist ætla að vera þriggja hesta hlaup. Það eru svo óhemju mörg lið sem eru að berjast um 4. sætið þannig að það gæti þurft lítið til að lið falli um nokkur sæti milli umferða. Selfoss gæti í besta falli ögrað liðunum á toppnum og barist um bronsið. Ef liðið lekur mörkum jafn harkalega og það gerði í Lengjubikarnum gæti það lent í verulegu basli og dregist niður neðri helming deildarinnar. UMF Selfoss Besta deild kvenna Tengdar fréttir Besta spáin 2023: Miklar breytingar í Keflavík Keflavík hefur endað í 8.sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og verið fjórum stigum frá falli en vill eflaust ná betri árangri í ár. Til þess þurfa nýjir leikmenn að standa sig frábærlega. 20. apríl 2023 12:07 Besta spáin 2023: Nýir leikmenn þurfa að falla eins og flís við rass Eins og svo oft áður er erfitt að lesa í lið ÍBV áður en flautað er til leiks á Íslandsmótinu. Erlendir leikmenn koma seint til móts við liðið og þá er erfitt að átta sig á hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið. 20. apríl 2023 10:01 Besta spáin 2023: Skagfirsk sveifla upp og niður Tindastólskonur sáu til þess í fyrra að fyrsta tímabil liðsins í efstu deild, sumarið 2021, yrði ekki eitthvað einstakt tilvik. Þær eru mættar aftur í deild þeirra bestu en líkt og síðast má búast við þungum róðri í Skagafirði við að halda liðinu uppi. 19. apríl 2023 11:01 Besta spáin 2023: Stutt stopp hjá FH FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa. 19. apríl 2023 10:01 Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 25. apríl með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Selfoss lendi í 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og falli niður um eitt sæti milli ára. Eftir að hafa lent í 5. sæti bæði sumarið 2022 og 2021 spáir Vísir því að liðið taki í raun eitt skref aftur á bak í sumar til að taka tvö skref áfram þegar fram líða stundir. Björn Sigurbjörnsson er á sínu öðru ári með liðið og hann virðist hafa sterkar skoðanir á hvernig hann vill að lið sitt spili. Með réttum leikmönnum getur það gefið vel í aðra hönd en það tekur tíma að púsla saman liði sem á að berjast við stærstu félög landsins. Selfyssingar stefna á að fagna sem oftast í sumar.Vísir/Hulda Margrét Árangur liðsins í Lengjubikarnum var ekkert til að hrópa húrra yfir en liðið lak alltof mörgum mörkum miðað við hversu vel mannað það er í öftustu línu. Alls fékk Selfoss á sig 20 mörk í aðeins 5 leikjum. Tapaði liðið meðal annars 7-1 fyrir Íslands- og bikarmeisturum Vals og 7-2 fyrir Þór/KA. Ár í deildinni: 6. tímabil Besti árangur: 3. sæti (2019) Best í bikar: Bikarmeistari (2019) Sæti í fyrra: 5. sæti Þjálfari: Björn Sigurbjörnsson (2. tímabil) Markahæst í fyrra: Brenna Lovera, 8 mörk Liðið og lykilmenn Miðað við hversu vel mannað liðið er í öftustu línu þá er í raun ótrúlegt hversu mörg mörk liðið fékk á sig í Lengjubikarnum. Það skal þó passa sig að falla ekki í þá gryfju að yfirfæra það sem gerist í Lengjubikarnum yfir á það sem gæti gerst í sumar. grafík/bjarki Selfoss liðið er vel mannað á mörgum stöðum og ætti að geta spilað góðan varnarleik, sé sá gállinn á þeim. Liðið hefur sótt erlendan markvörð eins og nær flest lið deildarinnar. Þá er reynsluboltinn og naglinn Sif Atladóttir í hjarta varnarinnar en það er nær öruggt að Selfyssingar muni stilla upp með þrjá miðverði í sumar. Sif Atladóttir er að fara inn í sitt annað tímabil með liðinu.Vísir/Hulda Margrét Stærsta spurningin er hins vegar hver á að að skora mörkin en Brenna Lovera, helsti markaskorari liðsins undanfarin misseri er flutt af landi brott. Hin efnilega Emelía Óskarsdóttir er gengin í raðir félagsins á láni en það vekur hins vegar athygli að hún hefur ekki enn fengið félagaskipti ef marka má vef KSÍ. Þá gaf Björn út að félagið væri við það að semja við erlendan framherja. Einnig vakti athygli nýverið að Selfoss sendi tvo erlenda leikmenn heim rétt eftir að þeir höfðu samið við félagið. Það útskýrir því af hverju liðið er ekki enn búið að taka á sig fulla mynd þó stutt sé í mót. Komnar Emelía Óskarsdóttir frá Svíþjóð [á láni] Grace Sklopan frá Bandaríkjunum Idun-Kristine Jörgensen frá Noregi Jimena López frá Bandaríkjunum [á láni] Lilja Björk Unnarsdóttir frá Álftanesi Selma Friðriksdóttir frá Hamri SigríðurTheódóra Guðmundsdóttir frá Val [á láni] Farnar Brenna Lovera til Bandaríkjanna Ásamt Sif má reikna með að Barbára Sól Gísladóttir verði í stóru hlutverki líkt og svo oft áður. Hún verður titluð sem vængbakvörður í leikkerfi Selfyssinga en ekki láta ykkur bregða ef hún verður meira á vallarhelmingi andstæðinganna heldur en sínum eigin. Unnur Dóra Bergsdóttir er svo fyrirliði liðsins og límið á miðjunni. Er einn af þessum leikmönnum sem fer ekki mikið fyrir en það getur blekkt. Er gríðarlega mikilvæg sínu liði og óhemju reynslumikil þrátt fyrir ungan aldur. Sif Atladóttir, 37 ára varnarmaður Barbára Sól Gísladóttir, 22 ára vængbakvörður Unnur Dóra Bergsdóttir, 22 ára miðjumaður Fylgist með Loksins, loksins fáum við að sjá Emelíu Óskarsdóttir í efstu deild hér á landi. Eftir að spila með Gróttu í Lengjudeildinni flutti hún til Danmerkur þar sem hún vakti mikla athygli. Þaðan fór hún til Kristianstad í Svíþjóð en er nú komin í Bestu deildina til að láta ljós sitt skína. View this post on Instagram A post shared by Selfoss Fo tbolti (@selfossfotbolti) Í besta/versta falli Það virðist sem deildin verði mun jafnari en oft áður. Það sem var tveggja hesta hlaup á toppi deildarinnar virðist ætla að vera þriggja hesta hlaup. Það eru svo óhemju mörg lið sem eru að berjast um 4. sætið þannig að það gæti þurft lítið til að lið falli um nokkur sæti milli umferða. Selfoss gæti í besta falli ögrað liðunum á toppnum og barist um bronsið. Ef liðið lekur mörkum jafn harkalega og það gerði í Lengjubikarnum gæti það lent í verulegu basli og dregist niður neðri helming deildarinnar.
Ár í deildinni: 6. tímabil Besti árangur: 3. sæti (2019) Best í bikar: Bikarmeistari (2019) Sæti í fyrra: 5. sæti Þjálfari: Björn Sigurbjörnsson (2. tímabil) Markahæst í fyrra: Brenna Lovera, 8 mörk
Komnar Emelía Óskarsdóttir frá Svíþjóð [á láni] Grace Sklopan frá Bandaríkjunum Idun-Kristine Jörgensen frá Noregi Jimena López frá Bandaríkjunum [á láni] Lilja Björk Unnarsdóttir frá Álftanesi Selma Friðriksdóttir frá Hamri SigríðurTheódóra Guðmundsdóttir frá Val [á láni] Farnar Brenna Lovera til Bandaríkjanna
Sif Atladóttir, 37 ára varnarmaður Barbára Sól Gísladóttir, 22 ára vængbakvörður Unnur Dóra Bergsdóttir, 22 ára miðjumaður
Besta spáin 2023: Miklar breytingar í Keflavík Keflavík hefur endað í 8.sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og verið fjórum stigum frá falli en vill eflaust ná betri árangri í ár. Til þess þurfa nýjir leikmenn að standa sig frábærlega. 20. apríl 2023 12:07
Besta spáin 2023: Nýir leikmenn þurfa að falla eins og flís við rass Eins og svo oft áður er erfitt að lesa í lið ÍBV áður en flautað er til leiks á Íslandsmótinu. Erlendir leikmenn koma seint til móts við liðið og þá er erfitt að átta sig á hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið. 20. apríl 2023 10:01
Besta spáin 2023: Skagfirsk sveifla upp og niður Tindastólskonur sáu til þess í fyrra að fyrsta tímabil liðsins í efstu deild, sumarið 2021, yrði ekki eitthvað einstakt tilvik. Þær eru mættar aftur í deild þeirra bestu en líkt og síðast má búast við þungum róðri í Skagafirði við að halda liðinu uppi. 19. apríl 2023 11:01
Besta spáin 2023: Stutt stopp hjá FH FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa. 19. apríl 2023 10:01