Rúrik nældi sér í suðræna Sóleyju Íris Hauksdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa 21. apríl 2023 11:13 Rúrik og Sóley eru einstaklega glæsilegt par. Vísir/Baldur Hrafnkell/Instagram Fyrirsætan og knattspyrnukappinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og Sóley Birna Horcajada Guðmundsdóttir eru nýtt par. Þetta hefur Vísir eftir heimildum sínum. Sést hefur til þeirra á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þau létu vel að hvort öðru. Fegurðardísin Sóley er 25 ára og á bæði ættir að rekja til Íslands og sömuleiðis til Spánar eins og sjá má á eftirnafni hennar. Sóley með húfu frá merkinu Bökk, en merkið er í eigu Rúriks.Visir/Instagram Segja má að frægð Rúriks hafi vaxið í veldisvexti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi árið 2018. Eftir leik Íslands við Argentínu fór fylgjendafjöldi Rúriks á Instagram vaxandi úr þúsund yfir í rúma milljón. Langflestir fylgjendur voru konur í Suður-Ameríku. Rúrik greindi frá því í viðtali við Brennsluna að erfitt væri að finna sér kærustu. Um ákveðið lúxusvandamál væri að ræða. Hann væri að drukkna í skilaboðum og fylgjendum fjölgaði stöðugt. Rúrik var á þeim tíma eftirsóttur piparsveinn og hafa ástarmál hans verið áhugaefni fjölmargra undanfarin ár. Fljótlega eftir heimsmeistaramótið kynntist hann Nathaliu Soliani, brasilískri fyrirsætu, og voru þau par um tíma. Kom hún meðal annars í heimsókn til Íslands þar sem Rúrik sýndi henni það sem landið hafði upp á að bjóða. Upp úr sambandi þeirra Nathaliu slitnaði. Í janúar í fyrra sást svo til Rúriks og þýsku leikkonunnar Valentinu Pahde á ferðalagi um Ísland. Þau kynnstu við tökur á þýska sjónvarpsþættinum Let's dance. Stórstjarna sem getur allt Rúrik hefur gert garðinn frægan, allt frá löngum og farsælum fótboltaferli til frægðarinnar í Þýskalandi fyrir óaðfinnanlega danstakta sem skiluðu sigri í sjónvarpsþættinum fyrrnefnda, Let‘s dance, árið 2021. Auk þess söng hann í þættinum The Masked Singer. Árið 2021 gaf Rúrik út lagið Older sem unnið var í samvinnu við tónlistarmanninn og lækninn, Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. Stórstjarnan virðist geta allt en hann hefur einnig verið að gera frábæra hluti sem fyrirsæta. Glæsilegt hárið kemur vafalítið að góðum notum í þeim bransa. Ástin og lífið Tengdar fréttir Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. 2. desember 2022 14:34 Segir Rúrik hafa haldið framhjá sér Fyrirsætan Nathalia Soliani hefur sakað Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmann í knattspyrnu, um að hafa haldið fram hjá sér. Hún er nú hætt að fylgja honum á samfélagsmiðlinum Instagram. 9. júní 2021 21:11 Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Sést hefur til þeirra á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þau létu vel að hvort öðru. Fegurðardísin Sóley er 25 ára og á bæði ættir að rekja til Íslands og sömuleiðis til Spánar eins og sjá má á eftirnafni hennar. Sóley með húfu frá merkinu Bökk, en merkið er í eigu Rúriks.Visir/Instagram Segja má að frægð Rúriks hafi vaxið í veldisvexti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi árið 2018. Eftir leik Íslands við Argentínu fór fylgjendafjöldi Rúriks á Instagram vaxandi úr þúsund yfir í rúma milljón. Langflestir fylgjendur voru konur í Suður-Ameríku. Rúrik greindi frá því í viðtali við Brennsluna að erfitt væri að finna sér kærustu. Um ákveðið lúxusvandamál væri að ræða. Hann væri að drukkna í skilaboðum og fylgjendum fjölgaði stöðugt. Rúrik var á þeim tíma eftirsóttur piparsveinn og hafa ástarmál hans verið áhugaefni fjölmargra undanfarin ár. Fljótlega eftir heimsmeistaramótið kynntist hann Nathaliu Soliani, brasilískri fyrirsætu, og voru þau par um tíma. Kom hún meðal annars í heimsókn til Íslands þar sem Rúrik sýndi henni það sem landið hafði upp á að bjóða. Upp úr sambandi þeirra Nathaliu slitnaði. Í janúar í fyrra sást svo til Rúriks og þýsku leikkonunnar Valentinu Pahde á ferðalagi um Ísland. Þau kynnstu við tökur á þýska sjónvarpsþættinum Let's dance. Stórstjarna sem getur allt Rúrik hefur gert garðinn frægan, allt frá löngum og farsælum fótboltaferli til frægðarinnar í Þýskalandi fyrir óaðfinnanlega danstakta sem skiluðu sigri í sjónvarpsþættinum fyrrnefnda, Let‘s dance, árið 2021. Auk þess söng hann í þættinum The Masked Singer. Árið 2021 gaf Rúrik út lagið Older sem unnið var í samvinnu við tónlistarmanninn og lækninn, Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. Stórstjarnan virðist geta allt en hann hefur einnig verið að gera frábæra hluti sem fyrirsæta. Glæsilegt hárið kemur vafalítið að góðum notum í þeim bransa.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. 2. desember 2022 14:34 Segir Rúrik hafa haldið framhjá sér Fyrirsætan Nathalia Soliani hefur sakað Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmann í knattspyrnu, um að hafa haldið fram hjá sér. Hún er nú hætt að fylgja honum á samfélagsmiðlinum Instagram. 9. júní 2021 21:11 Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. 2. desember 2022 14:34
Segir Rúrik hafa haldið framhjá sér Fyrirsætan Nathalia Soliani hefur sakað Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmann í knattspyrnu, um að hafa haldið fram hjá sér. Hún er nú hætt að fylgja honum á samfélagsmiðlinum Instagram. 9. júní 2021 21:11