Fjölsmiðja ungs fólks skorin niður og mötuneyti sameinuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 16:59 Vinnuskóli Árborgar verður minnkaður en félagsmiðstöðvar opnar lengur á móti. Vinnuskóli Árborgar Auðlindin, virkni- og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg verður lögð niður í þeim niðurskurði sem tilkynntur var í dag. Sveitarfélagið sagði 57 manns upp störfum. Ellefu skjólstæðingar njóta í dag góðs af starfi Auðlindarinnar, sem er nýlegt tilraunaverkefni sem kostar um 75 milljónir króna á ári. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr stjórnsýslu Árborgar verður Auðlindin lögð niður. Markmið verkefnisins er að efla einstaklinga frá aldrinum sextán ára til náms og starfa. Eru þetta einstaklingar sem annað hvort heyra undir barnavernd eða eru á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. „Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningarsamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitarfélaginu,“ segir í lýsingu Auðlindarinnar hjá Árborg. Vinnuskólinn minnkaður Þá stendur til að sameina mötuneyti sveitarfélagsins. Í dag eru hver skóli og hver stofnun með sitt eigið mötuneyti. Starfsfólki mötuneyta verður fækkað og komið á fót þremur stórum eldhúsum til að sinna skólum og stofnunum. Einnig verða gerðar breytingar á frístundaheimilunum. Það er að forstöðumönnum frístundaheimila, sem staðsettir eru í mismunandi þéttbýlisstöðum Árborgar, verður fækkað. Opnunartími sundlauganna verður breytt.Árborg Þá stendur til að minnka Vinnuskóla Árborgar og fækka verkstjórum. Stefnt verður á að hafa félagsmiðstöðvarnar opnar lengur til þess að mæta skerðingunni fyrir nemendur. Einnig verður skorið niður í sundlaugum sveitarfélagsins og breytingar gerðar á opnunartímanum. Samkvæmt heimildum Vísis munu 17 af þeim 57 sem sagt var upp í dag fá tilboð um annað mjög sambærilegt starf eða starf með skertu starfshlutfalli. Erfið staða Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg. Samkvæmt tilkynningu frá sveitarstjórn Árborgar síðdegis í dag munu aðgerðirnar sem gripið er til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á 100 starfsmenn. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir. „Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur sveitarfélagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu. Árborg Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ellefu skjólstæðingar njóta í dag góðs af starfi Auðlindarinnar, sem er nýlegt tilraunaverkefni sem kostar um 75 milljónir króna á ári. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr stjórnsýslu Árborgar verður Auðlindin lögð niður. Markmið verkefnisins er að efla einstaklinga frá aldrinum sextán ára til náms og starfa. Eru þetta einstaklingar sem annað hvort heyra undir barnavernd eða eru á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. „Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningarsamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitarfélaginu,“ segir í lýsingu Auðlindarinnar hjá Árborg. Vinnuskólinn minnkaður Þá stendur til að sameina mötuneyti sveitarfélagsins. Í dag eru hver skóli og hver stofnun með sitt eigið mötuneyti. Starfsfólki mötuneyta verður fækkað og komið á fót þremur stórum eldhúsum til að sinna skólum og stofnunum. Einnig verða gerðar breytingar á frístundaheimilunum. Það er að forstöðumönnum frístundaheimila, sem staðsettir eru í mismunandi þéttbýlisstöðum Árborgar, verður fækkað. Opnunartími sundlauganna verður breytt.Árborg Þá stendur til að minnka Vinnuskóla Árborgar og fækka verkstjórum. Stefnt verður á að hafa félagsmiðstöðvarnar opnar lengur til þess að mæta skerðingunni fyrir nemendur. Einnig verður skorið niður í sundlaugum sveitarfélagsins og breytingar gerðar á opnunartímanum. Samkvæmt heimildum Vísis munu 17 af þeim 57 sem sagt var upp í dag fá tilboð um annað mjög sambærilegt starf eða starf með skertu starfshlutfalli. Erfið staða Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg. Samkvæmt tilkynningu frá sveitarstjórn Árborgar síðdegis í dag munu aðgerðirnar sem gripið er til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á 100 starfsmenn. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir. „Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur sveitarfélagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu.
Árborg Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44