Viðskipti innlent

Telur sér­fróðan með­dómanda van­hæfan

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Félögin telja Björgólf hafa haldið upplýsingum frá hluthöfum í Landsbankanum.
Félögin telja Björgólf hafa haldið upplýsingum frá hluthöfum í Landsbankanum. BTB

Reimar Pétursson, verjandi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram kröfu um meint vanhæfi sérhæfs meðdómanda í málsókn þriggja málsóknarfélaga hluthafa Landsbankans. Krafan snýst um vanhæfi Jóns Arnars Baldurs, endurskoðanda og sérfræðings í reikningsskilum.

Morgunblaðið greindi fyrst frá. Félögin eru Fiskveiðahlutafélagið Venus hf, Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands og Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands II. Telja forsvarsmenn félaganna að Björgólfur hafi haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans og að hann hafi brotið yfirtökureglur.

Málareksturinn hófst árið 2015 en upprunalegu kærunni var vísað frá árið 2016. Í haust var ákveðið að aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur hæfist í dag en það tefst vegna vanhæfiskröfunnar sem verður tekin fyrir á miðvikudag.

Búist er við því að aðalmeðferðin standi yfir í þrjár vikur með hléum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×