Gamla góða Liverpool valtaði yfir Leeds Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 21:05 Liverpool skoraði sex. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu i kvöld. Liverpool heimsótti Leeds United á Elland Road og vann afar sannfærandi 6-1 sigur. Liverpool hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og er nokkuð frá Meistaradeildarsæti þegar lokasprettur ensku deildarinnar er við það að fara af stað. Það má þó segja að frammistaða Liverpool í kvöld hafi minnt á liðið sem barðist á toppi deildarinnar fyrir ekki svo löngu síðan. Cody Gakpo kom gestunum frá Bítlaborginni yfir eftir sendingu Trent Alexander-Arnold á 35. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar hafði Mohamed Salah tvöfaldað forystuna eftir stoðsendingu Diogo Jota. HALF-TIME Leeds 0-2 LiverpoolLiverpool lead at the break at Elland Road courtesy of Cody Gakpo and Mohamed Salah's strikes#LEELIV pic.twitter.com/GEnMI8MqAF— Premier League (@premierleague) April 17, 2023 Luis Sinisterra minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en eftir það var leikurinn eign Liverpool. Jota skoraði eftir sendingu Curtis Jones á 52. mínútu og Salah skoraði stuttu síðar en það mark dæmt af. Markið sem Salah skoraði eftir það stóð hins vegar og þá bætti Jota við öðru marki sínu á 74. mínútu. Staðan orðin 1-5 en það átti eitt mark eftir að bætast við. Það skoraði Darwin Núñez eftir sendingu frá Trent í blálokin. Var þetta 50. stoðsending Trent í ensku úrvalsdeildinni. Congratulations, Trent Alexander-Arnold! @LFC | @TrentAA pic.twitter.com/XEGZZxh2DW— Premier League (@premierleague) April 17, 2023 Lokatölur 1-6 á Elland Road í kvöld. Eftir sigurinn er Liverpool með 47 stig í 8. sæti, níu stigum á eftir Newcastle United í 4. sætinu. Leeds United er í 16. sæti með 29 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Enski boltinn
Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu i kvöld. Liverpool heimsótti Leeds United á Elland Road og vann afar sannfærandi 6-1 sigur. Liverpool hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og er nokkuð frá Meistaradeildarsæti þegar lokasprettur ensku deildarinnar er við það að fara af stað. Það má þó segja að frammistaða Liverpool í kvöld hafi minnt á liðið sem barðist á toppi deildarinnar fyrir ekki svo löngu síðan. Cody Gakpo kom gestunum frá Bítlaborginni yfir eftir sendingu Trent Alexander-Arnold á 35. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar hafði Mohamed Salah tvöfaldað forystuna eftir stoðsendingu Diogo Jota. HALF-TIME Leeds 0-2 LiverpoolLiverpool lead at the break at Elland Road courtesy of Cody Gakpo and Mohamed Salah's strikes#LEELIV pic.twitter.com/GEnMI8MqAF— Premier League (@premierleague) April 17, 2023 Luis Sinisterra minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en eftir það var leikurinn eign Liverpool. Jota skoraði eftir sendingu Curtis Jones á 52. mínútu og Salah skoraði stuttu síðar en það mark dæmt af. Markið sem Salah skoraði eftir það stóð hins vegar og þá bætti Jota við öðru marki sínu á 74. mínútu. Staðan orðin 1-5 en það átti eitt mark eftir að bætast við. Það skoraði Darwin Núñez eftir sendingu frá Trent í blálokin. Var þetta 50. stoðsending Trent í ensku úrvalsdeildinni. Congratulations, Trent Alexander-Arnold! @LFC | @TrentAA pic.twitter.com/XEGZZxh2DW— Premier League (@premierleague) April 17, 2023 Lokatölur 1-6 á Elland Road í kvöld. Eftir sigurinn er Liverpool með 47 stig í 8. sæti, níu stigum á eftir Newcastle United í 4. sætinu. Leeds United er í 16. sæti með 29 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti