Umfjöllun og viðtöl: Fram – Haukar 20-26 | Óvæntur stórsigur gestanna Hinrik Wöhler skrifar 17. apríl 2023 22:15 Elín Klara Þorkelsdóttir var ótrúleg í kvöld. Vísir/Vilhelm Haukar sigruðu Fram, 26-20, í fyrsta leik liðanna í 6-liða úrslitum Olís deildar kvenna í Úlfarsárdal í kvöld. Haukakonur leiða nú einvígið eftir sannfærandi sigur og eru einu skrefi nær undanúrslitum. Sigurinn var aldrei í hættu en Haukakonur komu einbeittar til leiks og greinilega staðráðnar að klára þetta einvígi í tveimur leikjum. Það voru ekki margir sem bjuggust við öruggum sigri Hauka í kvöld en Framkonur höfðu unnið allar þrjár viðureignir liðanna á tímabilinu. Það var lítið um mörk til að byrja með í leiknum, bæði lið gerðu sig sek um misheppnaðar sendingar og sóknarbrot. Skotnýtingin var ekki upp á marga fiska en staðan var 4-3 fyrir Hauka um miðbik fyrri hálfleiks. Mikið jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik eða allt að 23. mínútu þegar staðan var 7-7. Þá kom stórbrotinn kafli hjá Haukum þar sem þær skoruðu sjö mörk í röð og voru hálfleikstölur í Úlfarsárdal 14-7, Haukakonum í vil. Framkonur áttu í erfiðleikum með að stöðva Elínu Klöru Þorkelsdóttur, miðjumann Hauka, en hún skoraði átta mörk í fyrri hálfleik. Framkonur héldu áfram að fara illa með færin og fundu engar glufur á sterkri vörn Hauka. Heimakonur reyndu allt sem þær gátu til að stöðva þennan kafla hjá gestunum, spiluðu sjö á sex, en ekkert gekk upp. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var líklegast manna fegnastur að heyra hálfleiksflautið. Sami tónn var í byrjun seinni hálfleiks. Framkonur fundu engar glufur í vörn Hauka og einu mörk þeirra voru úr vítaköstum. Haukakonur voru komnar með tíu marka forystu eftir 38. mínútna leik, ótrúlegur munur á liðunum. Það lifnaði aðeins yfir Framkonum eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og Hafdís Renötudóttir, markvörður Fram, byrjaði að verja ásamt því að varnarmenn Fram mættu Haukakonum framar og náðu að stöðva sóknir þeirra. Framkonur náðu jafnt og þétt að minnka muninn en munurinn var of mikill og var sex marka sigur staðreynd hjá Hafnfirðingum í Úlfarsárdal í kvöld. Af hverju unnu Haukar? Frá fyrstu mínútu var varnarleikur Haukakvenna til fyrirmyndar. Fram fengu lítið af opnum færum og þurftu oft að taka erfið skotfæri fyrir utan sem enduðu í varnarvegg Hauka eða hjá Margréti í markinu. Haukakonur héldu þessari baráttu út leikinn og áttu frábæran sjö marka kafla undir lok fyrri hálfleiks sem gott sem gekk frá Framkonum. Hverjar voru bestar? Elin Klara Þorkelsdóttir hjá Haukum var langbesti maður vallarins í dag, hún skoraði tólf mörk úr þrettán skotum. Hún var sífellt ógnandi og gerði lífið erfitt fyrir varnarmenn Fram. Sara Katrín Gunnarsdóttir var besti leikmaður Fram í leiknum en hún skoraði fjögur mörk og fiskaði tvö víti. Það var ekki margt annað jákvætt í leik Framkvenna í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var ekki mikið fyrir augað. Þær áttu í miklum erfiðleikum að finna glufur á sterkri vörn Haukakvenna og náðu aðeins að skora fimmtán mörk úr opnum leik í dag. Framkonur náðu að enda afar fáar sóknir á skoti og það segir talsvert að Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka, varði aðeins fimm skot í leiknum en fékk einungis á sig tuttugu mörk. Hvað gerist næst? Annar leikur einvígisins fer fram á sumardaginn fyrsta, næstkomandi fimmtudag. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og ef Haukakonur ná að landa sigri þá eru þær komnar í undanúrslit í úrslitakeppninni og senda Framkonur í sumarfrí. „Þessar stelpur sem ég er að þjálfa kunna vel að spila handbolta“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka.Vísir/Vilhelm Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var afar glaðbeitt á svip eftir leikinn í kvöld. „Ótrúlega stolt af liðinu og stolt hvernig þær mættu til leiks. Fórum eftir skipulagi og unnum þetta mjög vel saman fram að þessum leik. Það er allt hægt með vilja og vinnusemi og þegar við förum eftir reglum, þá veit hvað maður næsti leikmaður er að fara gera. Mér fannst þetta vera algjör liðsheild í dag,“ sagði Díana stuttu eftir leik í Úlfarsárdal í kvöld. Haukar töpuðu öllum þremur leikjunum á móti Fram í Olís-deildinni í vetur og það bjuggust ekki margir við öruggum sigri Hauka. „Mér finnst ég vera með frábært lið og góða handboltaleikmenn. Það vantar kannski upp á trúnna og sjálfstraust. Við erum búnar að vera vinna í þessu saman því að þessar stelpur sem ég er að þjálfa kunna vel að spila handbolta“ Framkonur fundu engin svör í sókninni og var vörn Hauka virkilega sterk á löngum köflum í leiknum. „Við erum leggja mikla áherslu á vörnina og æfa hana vel. Þeirra styrkleiki eru hraðaupphlaupin en við náðum að stoppa þau vel í dag.“ Næsti leikur liðanna er á fimmtudaginn og með sigri geta Haukakonur tryggt sér farseðilinn í undanúrslit. „Þetta verður hörkuleikur á fimmtudaginn. Framliðið veit alveg hvað það er að vera í úrslitakeppni. Við ætlum að gera vel þá líka, það er engin spurning. Við viljum fylla Ásvelli á fimmtudaginn og fá góðan stuðning. Það var frábær stuðningur hér í dag í stúkunni og líka frá bekknum sem skiptir máli þegar maður er að byggja upp góða liðsheild,“ sagði Díana að lokum. „Það voru allir að leggja sitt að mörkum“ Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, átti stórbrotinn leik í Úlfarsárdal í kvöld en hún skoraði tólf mörk og var langmarkahæst Haukakvenna.Vísir/Hulda Margrét Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, átti stórbrotinn leik í Úlfarsárdal í kvöld en hún skoraði tólf mörk og var langmarkahæst Haukakvenna. „Mér líður rosalega vel, markmiðið okkar var að mæta hingað og sigra leikinn. Þetta var bara fullkominn liðssigur. Það voru allir að leggja sitt á mörkum, sama hvort það var leikmaður á bekknum eða inn á vellinum. Frábær stemning hjá okkur og hrikalega góð vörn hjá okkur í dag.“ Það var mikill baráttuandi í Haukaliðinu og þær mættu gríðarlega einbeittar til leiks. Elín Klara segir að það hafi verið hugarfarið sem skóp sigurinn í kvöld ásamt sterkri liðsheild. „Við vorum mjög vel undirbúnar fyrir þennan leik og æfðum vel síðustu vikur og það var markmiðið okkar að mæta hingað að sigra, við gerðum það svo sannarlega,“ bætti Elín Klara við í lokinn. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Fram
Haukar sigruðu Fram, 26-20, í fyrsta leik liðanna í 6-liða úrslitum Olís deildar kvenna í Úlfarsárdal í kvöld. Haukakonur leiða nú einvígið eftir sannfærandi sigur og eru einu skrefi nær undanúrslitum. Sigurinn var aldrei í hættu en Haukakonur komu einbeittar til leiks og greinilega staðráðnar að klára þetta einvígi í tveimur leikjum. Það voru ekki margir sem bjuggust við öruggum sigri Hauka í kvöld en Framkonur höfðu unnið allar þrjár viðureignir liðanna á tímabilinu. Það var lítið um mörk til að byrja með í leiknum, bæði lið gerðu sig sek um misheppnaðar sendingar og sóknarbrot. Skotnýtingin var ekki upp á marga fiska en staðan var 4-3 fyrir Hauka um miðbik fyrri hálfleiks. Mikið jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik eða allt að 23. mínútu þegar staðan var 7-7. Þá kom stórbrotinn kafli hjá Haukum þar sem þær skoruðu sjö mörk í röð og voru hálfleikstölur í Úlfarsárdal 14-7, Haukakonum í vil. Framkonur áttu í erfiðleikum með að stöðva Elínu Klöru Þorkelsdóttur, miðjumann Hauka, en hún skoraði átta mörk í fyrri hálfleik. Framkonur héldu áfram að fara illa með færin og fundu engar glufur á sterkri vörn Hauka. Heimakonur reyndu allt sem þær gátu til að stöðva þennan kafla hjá gestunum, spiluðu sjö á sex, en ekkert gekk upp. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var líklegast manna fegnastur að heyra hálfleiksflautið. Sami tónn var í byrjun seinni hálfleiks. Framkonur fundu engar glufur í vörn Hauka og einu mörk þeirra voru úr vítaköstum. Haukakonur voru komnar með tíu marka forystu eftir 38. mínútna leik, ótrúlegur munur á liðunum. Það lifnaði aðeins yfir Framkonum eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og Hafdís Renötudóttir, markvörður Fram, byrjaði að verja ásamt því að varnarmenn Fram mættu Haukakonum framar og náðu að stöðva sóknir þeirra. Framkonur náðu jafnt og þétt að minnka muninn en munurinn var of mikill og var sex marka sigur staðreynd hjá Hafnfirðingum í Úlfarsárdal í kvöld. Af hverju unnu Haukar? Frá fyrstu mínútu var varnarleikur Haukakvenna til fyrirmyndar. Fram fengu lítið af opnum færum og þurftu oft að taka erfið skotfæri fyrir utan sem enduðu í varnarvegg Hauka eða hjá Margréti í markinu. Haukakonur héldu þessari baráttu út leikinn og áttu frábæran sjö marka kafla undir lok fyrri hálfleiks sem gott sem gekk frá Framkonum. Hverjar voru bestar? Elin Klara Þorkelsdóttir hjá Haukum var langbesti maður vallarins í dag, hún skoraði tólf mörk úr þrettán skotum. Hún var sífellt ógnandi og gerði lífið erfitt fyrir varnarmenn Fram. Sara Katrín Gunnarsdóttir var besti leikmaður Fram í leiknum en hún skoraði fjögur mörk og fiskaði tvö víti. Það var ekki margt annað jákvætt í leik Framkvenna í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var ekki mikið fyrir augað. Þær áttu í miklum erfiðleikum að finna glufur á sterkri vörn Haukakvenna og náðu aðeins að skora fimmtán mörk úr opnum leik í dag. Framkonur náðu að enda afar fáar sóknir á skoti og það segir talsvert að Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka, varði aðeins fimm skot í leiknum en fékk einungis á sig tuttugu mörk. Hvað gerist næst? Annar leikur einvígisins fer fram á sumardaginn fyrsta, næstkomandi fimmtudag. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og ef Haukakonur ná að landa sigri þá eru þær komnar í undanúrslit í úrslitakeppninni og senda Framkonur í sumarfrí. „Þessar stelpur sem ég er að þjálfa kunna vel að spila handbolta“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka.Vísir/Vilhelm Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var afar glaðbeitt á svip eftir leikinn í kvöld. „Ótrúlega stolt af liðinu og stolt hvernig þær mættu til leiks. Fórum eftir skipulagi og unnum þetta mjög vel saman fram að þessum leik. Það er allt hægt með vilja og vinnusemi og þegar við förum eftir reglum, þá veit hvað maður næsti leikmaður er að fara gera. Mér fannst þetta vera algjör liðsheild í dag,“ sagði Díana stuttu eftir leik í Úlfarsárdal í kvöld. Haukar töpuðu öllum þremur leikjunum á móti Fram í Olís-deildinni í vetur og það bjuggust ekki margir við öruggum sigri Hauka. „Mér finnst ég vera með frábært lið og góða handboltaleikmenn. Það vantar kannski upp á trúnna og sjálfstraust. Við erum búnar að vera vinna í þessu saman því að þessar stelpur sem ég er að þjálfa kunna vel að spila handbolta“ Framkonur fundu engin svör í sókninni og var vörn Hauka virkilega sterk á löngum köflum í leiknum. „Við erum leggja mikla áherslu á vörnina og æfa hana vel. Þeirra styrkleiki eru hraðaupphlaupin en við náðum að stoppa þau vel í dag.“ Næsti leikur liðanna er á fimmtudaginn og með sigri geta Haukakonur tryggt sér farseðilinn í undanúrslit. „Þetta verður hörkuleikur á fimmtudaginn. Framliðið veit alveg hvað það er að vera í úrslitakeppni. Við ætlum að gera vel þá líka, það er engin spurning. Við viljum fylla Ásvelli á fimmtudaginn og fá góðan stuðning. Það var frábær stuðningur hér í dag í stúkunni og líka frá bekknum sem skiptir máli þegar maður er að byggja upp góða liðsheild,“ sagði Díana að lokum. „Það voru allir að leggja sitt að mörkum“ Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, átti stórbrotinn leik í Úlfarsárdal í kvöld en hún skoraði tólf mörk og var langmarkahæst Haukakvenna.Vísir/Hulda Margrét Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, átti stórbrotinn leik í Úlfarsárdal í kvöld en hún skoraði tólf mörk og var langmarkahæst Haukakvenna. „Mér líður rosalega vel, markmiðið okkar var að mæta hingað og sigra leikinn. Þetta var bara fullkominn liðssigur. Það voru allir að leggja sitt á mörkum, sama hvort það var leikmaður á bekknum eða inn á vellinum. Frábær stemning hjá okkur og hrikalega góð vörn hjá okkur í dag.“ Það var mikill baráttuandi í Haukaliðinu og þær mættu gríðarlega einbeittar til leiks. Elín Klara segir að það hafi verið hugarfarið sem skóp sigurinn í kvöld ásamt sterkri liðsheild. „Við vorum mjög vel undirbúnar fyrir þennan leik og æfðum vel síðustu vikur og það var markmiðið okkar að mæta hingað að sigra, við gerðum það svo sannarlega,“ bætti Elín Klara við í lokinn.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti