Yfirlýsing knattspyrnukvennanna „það ómerkilegasta sem hann hefur séð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2023 10:44 Þórir Hákonarson var áður framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Daníel Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd. Fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fordæmdu vinnubrögð samtakanna Íslenskur Toppfótbolti [ÍTF]. Segja þær að halli verulega á kvennaknattspyrnuna í vinnu samtakanna og undirbúningi. „Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ segir í yfirlýsingu fyrirliðanna. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa undanfarið gagnrýnt vinnubrögð ÍTF í ýmsum málum, til dæmis að enginn Fantasy-leikur verður í boði fyrir Bestu deild kvenna og þá staðreynd að konur voru í miklum minnihluta í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar. Kornið sem fyllti mælinn hjá fyrirliðunum var þegar ÍTF boðaði fulltrúa allra liða á fund þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir Bestu deildina en á sama tíma fer fram leikur Meistara meistaranna á milli Vals og Stjörnunnar. „Dónaskapur og virkilega lélegt“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagt orð í belg á Twitter. Hann gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliðanna harðlega og segir hana eitt það ómerkilegasta sem hann hafi séð á 35 ára ferli í knattspyrnu. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson blandar sér í umræðurnar og spyr Þóri hvað honum finnist ómerkilegt við yfirlýsingu fyrirliðanna. Eitt það ómerkilegasta sem ég hef séð á 35 ára ferli í fótbolta, virkilega lélegt. https://t.co/w2Ah8OOS28— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 „Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar á deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu,“ svarar Þórir. Guðmundur bendir Þóri þá á að líklega sé kvennaknattspyrnan sé komin með nóg eftir atburði síðustu vikna. „Hugsanlega Gummi, þú veist líklega betur en flestir að fjármunir ráða miklu í þessum bransa, og þegar hvatt er til þess að taka ekki þátt í að búa til fjármuni með kynningu og hrauna yfir þá aðila sem eru að reyna þá er það bara dónaskapur og virkilega lélegt,“ bætir Þórir við. Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar a deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Sjá meira
Fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fordæmdu vinnubrögð samtakanna Íslenskur Toppfótbolti [ÍTF]. Segja þær að halli verulega á kvennaknattspyrnuna í vinnu samtakanna og undirbúningi. „Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ segir í yfirlýsingu fyrirliðanna. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa undanfarið gagnrýnt vinnubrögð ÍTF í ýmsum málum, til dæmis að enginn Fantasy-leikur verður í boði fyrir Bestu deild kvenna og þá staðreynd að konur voru í miklum minnihluta í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar. Kornið sem fyllti mælinn hjá fyrirliðunum var þegar ÍTF boðaði fulltrúa allra liða á fund þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir Bestu deildina en á sama tíma fer fram leikur Meistara meistaranna á milli Vals og Stjörnunnar. „Dónaskapur og virkilega lélegt“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagt orð í belg á Twitter. Hann gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliðanna harðlega og segir hana eitt það ómerkilegasta sem hann hafi séð á 35 ára ferli í knattspyrnu. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson blandar sér í umræðurnar og spyr Þóri hvað honum finnist ómerkilegt við yfirlýsingu fyrirliðanna. Eitt það ómerkilegasta sem ég hef séð á 35 ára ferli í fótbolta, virkilega lélegt. https://t.co/w2Ah8OOS28— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 „Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar á deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu,“ svarar Þórir. Guðmundur bendir Þóri þá á að líklega sé kvennaknattspyrnan sé komin með nóg eftir atburði síðustu vikna. „Hugsanlega Gummi, þú veist líklega betur en flestir að fjármunir ráða miklu í þessum bransa, og þegar hvatt er til þess að taka ekki þátt í að búa til fjármuni með kynningu og hrauna yfir þá aðila sem eru að reyna þá er það bara dónaskapur og virkilega lélegt,“ bætir Þórir við. Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar a deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Besta deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Sjá meira