„Þetta var þolinmæðisverk“ Hinrik Wöhler skrifar 15. apríl 2023 16:50 Rúnar Kristinsson gat leyft sér að brosa eftir góðan sigur KR suður með sjó. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur á Keflavík í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum í Keflavík í dag og er liðið komið með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í Bestu deild karla. „Við lögðum upp með að koma hingað til vinna og spila okkar fótbolta. Það gekk mjög vel á meðan boltinn var á jörðinni en vindurinn gerði okkur erfitt fyrir og þegar menn þurftu að fara upp í loftið tók það smá tíma að fá boltann aftur á jörðina,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik í Keflavík í dag. Þrátt fyrir að KR átti mörg góð færi framan af leik náði liðið ekki að brjóta ísinn fyrr en á 58. mínútu leiksins með marki frá Kristni Jónssyni. „Við áttum þrjú algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við nýtum ekki og svo fá þeir skalla í slá þannig það voru fullt af færum og opnunum í þessum leik, skrýtið að það hafi verið markalaust í hálfleik. Ég er ánægður með að við héldum rónni og þetta var þolinmæðisverk hjá okkur að ná að brjóta þá á bak aftur. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega fannst mér.“ Rúnar gerir tvöfalda breytingu eftir fyrsta mark KR. Benoný Breki og Kristján Flóki koma inn á og eru ekki lengi að láta að sér kveða. Kristján Flóki gefur stoðsendingu á Benoný Breka sem skoraði seinna mark gestanna. „Um leið og við ákváðum skiptingu skoraði Kristinn og í staðinn fyrir að hætta við gerðum við skiptinguna. Við vildum ekki falla þá í gryfju sem við lentum í fyrir norðan að falla djúpt til baka og ekki spila þegar við fengum boltann. Í dag þá féllum við djúpt til baka en spiluðum þegar við fengum boltann og uppskárum margar góðar skyndisóknir, þannig viljum við hafa það. Við bættum við marki og komust í 2-0 í staðinn fyrir að fá mark í andlitið eins og fyrir norðan. Þetta voru hlutirnir sem við reyndum að laga og það heppnaðist,“ sagði Rúnar þegar hann var spurður út í skiptinguna. Vesturbæjarliðið fer ágætlega af stað í Bestu deildinni en þeir eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. „Við erum búnir með tvo útileiki og erum með fjögur stig. Ég held að það sé vel ásættanlegt en við erum búnir að fara hingað til Keflavíkur og norður til Akureyrar. Við höfum ekkert verið sérstaklega góðir á heimavelli undanfarin tvö ár og þurfum að breyta því en við fáum tækifæri til þess í bikarnum í vikunni. Ef völlurinn okkar verður klár á móti Víking næstu helgi þá þurfum að fara hala inn fleiri stig á heimavelli.“ Líkt og aðrir grasvellir landsins er aðalvöllur KR-inga ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar eins og sakir standa. Næsti leikur KR-inga, í Mjólkurbikarnum, fer fram á gervigrasinu í Vesturbæ en Rúnar er bjartsýnn að ná að spila næsta deildarleik á grasi. „Menn voru mjög brattir í gær allavega. Maggi Bö, vallarstjóri, var mjög brattur ef veðrið verður eins og spáin lítur út þá ætti völlurinn að vera vonandi leikfær. Við vonum það besta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53 Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
„Við lögðum upp með að koma hingað til vinna og spila okkar fótbolta. Það gekk mjög vel á meðan boltinn var á jörðinni en vindurinn gerði okkur erfitt fyrir og þegar menn þurftu að fara upp í loftið tók það smá tíma að fá boltann aftur á jörðina,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik í Keflavík í dag. Þrátt fyrir að KR átti mörg góð færi framan af leik náði liðið ekki að brjóta ísinn fyrr en á 58. mínútu leiksins með marki frá Kristni Jónssyni. „Við áttum þrjú algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við nýtum ekki og svo fá þeir skalla í slá þannig það voru fullt af færum og opnunum í þessum leik, skrýtið að það hafi verið markalaust í hálfleik. Ég er ánægður með að við héldum rónni og þetta var þolinmæðisverk hjá okkur að ná að brjóta þá á bak aftur. Við kláruðum leikinn mjög fagmannlega fannst mér.“ Rúnar gerir tvöfalda breytingu eftir fyrsta mark KR. Benoný Breki og Kristján Flóki koma inn á og eru ekki lengi að láta að sér kveða. Kristján Flóki gefur stoðsendingu á Benoný Breka sem skoraði seinna mark gestanna. „Um leið og við ákváðum skiptingu skoraði Kristinn og í staðinn fyrir að hætta við gerðum við skiptinguna. Við vildum ekki falla þá í gryfju sem við lentum í fyrir norðan að falla djúpt til baka og ekki spila þegar við fengum boltann. Í dag þá féllum við djúpt til baka en spiluðum þegar við fengum boltann og uppskárum margar góðar skyndisóknir, þannig viljum við hafa það. Við bættum við marki og komust í 2-0 í staðinn fyrir að fá mark í andlitið eins og fyrir norðan. Þetta voru hlutirnir sem við reyndum að laga og það heppnaðist,“ sagði Rúnar þegar hann var spurður út í skiptinguna. Vesturbæjarliðið fer ágætlega af stað í Bestu deildinni en þeir eru komnir með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. „Við erum búnir með tvo útileiki og erum með fjögur stig. Ég held að það sé vel ásættanlegt en við erum búnir að fara hingað til Keflavíkur og norður til Akureyrar. Við höfum ekkert verið sérstaklega góðir á heimavelli undanfarin tvö ár og þurfum að breyta því en við fáum tækifæri til þess í bikarnum í vikunni. Ef völlurinn okkar verður klár á móti Víking næstu helgi þá þurfum að fara hala inn fleiri stig á heimavelli.“ Líkt og aðrir grasvellir landsins er aðalvöllur KR-inga ekki tilbúinn til knattspyrnuiðkunnar eins og sakir standa. Næsti leikur KR-inga, í Mjólkurbikarnum, fer fram á gervigrasinu í Vesturbæ en Rúnar er bjartsýnn að ná að spila næsta deildarleik á grasi. „Menn voru mjög brattir í gær allavega. Maggi Bö, vallarstjóri, var mjög brattur ef veðrið verður eins og spáin lítur út þá ætti völlurinn að vera vonandi leikfær. Við vonum það besta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53 Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó KR vann góðan sigur á Keflavík þegar liðin mættust í Bestu deildinni í dag. KR var sterkari aðilinn í leiknum og sigur liðsins sanngjarn. 15. apríl 2023 15:53