„Þetta er bara vitleysa finnst mér“ Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 10:47 Fiskikóngurinn svarar gagnrýninni sem starfsauglýsing hans fékk. Vísir/Vilhelm Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, auglýsti starf í gær þar sem óskað var eftir því að fá karlkyns manneskju í starfið. Auglýsingin uppskar töluverða gagnrýni sem Kristján furðar sig á en hann útskýrir hvers vegna hann auglýsti starfið með þessum hætti. „Þetta er mjög líkamlegt starf sem krefst þess að bera þunga hluti allan daginn,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir það ekki vera á færi hvers sem er að sinna þessu starfi og að hans reynsla sýni að það sé auðveldara að finna karlkyns starfsmann í verkið. Kristján segir að það séu að sjálfsögðu undantekningar á þessu, systir hans hafi til að mynda sinnt starfinu áður. Hann segir hana hafa náð því sökum þess hve sterkbyggð hún er. Þá segir hann að það séu litlar líkur á að finna aðra konu eins og systur sína og því hafi hann hvorki viljað eyða tíma sínum né annarra í það. Auglýsingin sem um ræðir.Skjáskot Að mati Kristjáns er konur almennt betri en karlmenn í öðrum störfum innan geirans. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekkert án starfsfólks og starfsfólkið hefur enga vinnu ef það eru engin fyrirtæki. Þetta er samspil beggja aðila og menn þurfa bara að vinna saman og finna bestu lausnirnar í að finna hæft fólk í þau störf sem bjóðast.“ „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján fylgdist með gagnrýninni sem spratt upp vegna auglýsingarinnar í gær og svaraði henni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum,“ segir hann í upphafi færslunnar. „Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum. Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján segir að tímanum sé betur varið í annað en þetta: „Það þarf að hætta að eyða tímanum í vitleysu, ef þú ert að sækja um að fá kerfisfræðing í vinnu á maður þá að fara að auglýsa almennt? Þetta er bara vitleysa finnst mér.“ Vinnumarkaður Jafnréttismál Verslun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta er mjög líkamlegt starf sem krefst þess að bera þunga hluti allan daginn,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir það ekki vera á færi hvers sem er að sinna þessu starfi og að hans reynsla sýni að það sé auðveldara að finna karlkyns starfsmann í verkið. Kristján segir að það séu að sjálfsögðu undantekningar á þessu, systir hans hafi til að mynda sinnt starfinu áður. Hann segir hana hafa náð því sökum þess hve sterkbyggð hún er. Þá segir hann að það séu litlar líkur á að finna aðra konu eins og systur sína og því hafi hann hvorki viljað eyða tíma sínum né annarra í það. Auglýsingin sem um ræðir.Skjáskot Að mati Kristjáns er konur almennt betri en karlmenn í öðrum störfum innan geirans. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekkert án starfsfólks og starfsfólkið hefur enga vinnu ef það eru engin fyrirtæki. Þetta er samspil beggja aðila og menn þurfa bara að vinna saman og finna bestu lausnirnar í að finna hæft fólk í þau störf sem bjóðast.“ „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján fylgdist með gagnrýninni sem spratt upp vegna auglýsingarinnar í gær og svaraði henni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum,“ segir hann í upphafi færslunnar. „Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum. Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján segir að tímanum sé betur varið í annað en þetta: „Það þarf að hætta að eyða tímanum í vitleysu, ef þú ert að sækja um að fá kerfisfræðing í vinnu á maður þá að fara að auglýsa almennt? Þetta er bara vitleysa finnst mér.“
Vinnumarkaður Jafnréttismál Verslun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira