Senda keppinautunum ný klósett Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 11:01 Klósett og vaskar voru í henglum eftir stuðningsmenn FCK. Þeir létu svona illa eftir að hafa séð Hákon Arnar Haraldsson og félaga í FCK lúta í lægra haldi gegn Randers. @randers_FC/Getty Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar létu illa eftir svekkjandi 1-0 tap á útivelli gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og það hefur haft óvenjulegar afleiðingar. Tapið þýddi að FCK missti toppsæti deildarinnar til Nordsjælland sem er nú einu stigi fyrir ofan Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félaga þeirra í FCK. Nokkrir af stuðningsmönnum FCK gengu berserksgang inni á salernum leikvangs Randers eftir tapið og á myndum á Twitter má sjá að þeir mölbrutu meðal annars klósett og börðu vaska niður af veggjum. Á Twitter-síðu Randers er skrifað, kannski í nokkuð kaldhæðnislegum tón: „Kæru „stuðningsmenn“ FC Köbenhavn. Takk fyrir heimsóknina og takk sérstaklega fyrir stemninguna sem þið sköpuðuð hér með ykkar hegðun. En væruð þið til í að hætta að brjóta klósettin? Við vitum að þið fengið leyfi til að hoppa í stúkunni en…“ Kære "fans" af @FCKobenhavn,Tak for besøget - og stor cadeau herfra for jeres stemningsskabende adfærd.Men vil ikke I godt lade være med at smadre toiletterne? Vi ved godt, at vi gav jer lov til at hoppe på tribunen, men... #sldk #rfcfck #fcklive pic.twitter.com/nhkzQ2auxD— Randers FC (@Randers_FC) April 10, 2023 Forsvarsmenn FCK biðu ekki boðanna og hafa þegar boðist til að greiða fyrir ný klósett og bæta upp þann skaða sem stuðningsmenn félagsins ollu. „Þetta er mjög leitt að sjá. Þetta er heimskulegt. Við höfum rætt við stuðningsmannahópana okkar sem sömuleiðis harma svona hegðun. Við munum finna ný klósett og vaska til að senda til Randers,“ skrifar FCK á Twitter. Svipað vandamál kom upp í bikarleik FCK gegn Vejle í síðustu viku en þá munu tveir vaskar hafa verið brotnir. Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Tapið þýddi að FCK missti toppsæti deildarinnar til Nordsjælland sem er nú einu stigi fyrir ofan Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félaga þeirra í FCK. Nokkrir af stuðningsmönnum FCK gengu berserksgang inni á salernum leikvangs Randers eftir tapið og á myndum á Twitter má sjá að þeir mölbrutu meðal annars klósett og börðu vaska niður af veggjum. Á Twitter-síðu Randers er skrifað, kannski í nokkuð kaldhæðnislegum tón: „Kæru „stuðningsmenn“ FC Köbenhavn. Takk fyrir heimsóknina og takk sérstaklega fyrir stemninguna sem þið sköpuðuð hér með ykkar hegðun. En væruð þið til í að hætta að brjóta klósettin? Við vitum að þið fengið leyfi til að hoppa í stúkunni en…“ Kære "fans" af @FCKobenhavn,Tak for besøget - og stor cadeau herfra for jeres stemningsskabende adfærd.Men vil ikke I godt lade være med at smadre toiletterne? Vi ved godt, at vi gav jer lov til at hoppe på tribunen, men... #sldk #rfcfck #fcklive pic.twitter.com/nhkzQ2auxD— Randers FC (@Randers_FC) April 10, 2023 Forsvarsmenn FCK biðu ekki boðanna og hafa þegar boðist til að greiða fyrir ný klósett og bæta upp þann skaða sem stuðningsmenn félagsins ollu. „Þetta er mjög leitt að sjá. Þetta er heimskulegt. Við höfum rætt við stuðningsmannahópana okkar sem sömuleiðis harma svona hegðun. Við munum finna ný klósett og vaska til að senda til Randers,“ skrifar FCK á Twitter. Svipað vandamál kom upp í bikarleik FCK gegn Vejle í síðustu viku en þá munu tveir vaskar hafa verið brotnir.
Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira