Um 70 prósent fæðinga landsins fara fram á Landspítalanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2023 10:30 Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem er alsæl í sínu starfi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er lífstíll og list“ að vera ljósmóðir segir rúmlega þrítug ljósmóðir, sem segist vera í draumastarfinu. Um 70% allra fæðinga landsins á hverju ári fara fram á fæðingadeild Landspítalans. Við fengum að kynnast störfum ljósmæðra í þættinum „Mig langar að vita“, sem sýndur var á Stöð 2 mánudagskvöldið 10. apríl. Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+. Magnús Hlynur Hreiðarsson er umsjónarmaður þáttanna. Mér hefur alltaf fundist eitthvað heillandi við orðið „Ljósmóðir” og starf ljósmæðra, þær eru að vinna svo magnað starf, taka á móti nýjum lífi í heiminn, það er eitthvað svo stórkostlegt við það. Í þættinum fáum við að kynnast störfum ljósmæðra. Við byrjum á fæðingardeild Landspítalans, sem er langstærsta fæðingardeild landsins en þar fæðast um og yfir 70 % allra barna á hverju ári í landinu. Níu fæðingarstofur eru á deildinni. Birna Gerður Jónsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Ég hugsa að ég sé með 90 manns í allt, bæði ljósmæður, sjúkraliða og sérhæfða starfsmenn, þannig að þetta er svolítið stór deild og mikið utanumhald en þetta er líka mjög skemmtilegt. Það eina, sem ég sakna að ég tek ekki á móti börnum á meðan ég er í þessu. Það er dálítið erfitt,“ segir Birna Gerður. Birna Gerður Jónsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Hún er með um 90 starfsmenn í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna María, 31 árs ljósmóðir segist vera í draumastarfinu. Hún segir starfið vera lífsstíl og list. „Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki og hef áhuga á málefnum kvenna. Maður þarf ekki að vera nörd eða sérfræðingur í neinu, heldur medium í mjög mörgu og það hentar mér bara fínt,“ segir Sunna María. En hvernig lýsir hún starfinu? „Það er ógeðslega erfitt að lýsa því. Þetta er svona tilfinningarússíbani. Maður er endalaust að lesa nýtt fólk og nýjar aðstæður hverju sinni. Maður þarf að vera rosalega næmur á bara karaktera og andrúmsloft finnst mér. Maður má ekki heldur trana sér of mikið fram en vera sterk á réttum augnablikum,“ segir Sunna María. Sunna María Helgadóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem segist vera í draumastarfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Börn og uppeldi Landspítalinn Mig langar að vita Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Mér hefur alltaf fundist eitthvað heillandi við orðið „Ljósmóðir” og starf ljósmæðra, þær eru að vinna svo magnað starf, taka á móti nýjum lífi í heiminn, það er eitthvað svo stórkostlegt við það. Í þættinum fáum við að kynnast störfum ljósmæðra. Við byrjum á fæðingardeild Landspítalans, sem er langstærsta fæðingardeild landsins en þar fæðast um og yfir 70 % allra barna á hverju ári í landinu. Níu fæðingarstofur eru á deildinni. Birna Gerður Jónsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Ég hugsa að ég sé með 90 manns í allt, bæði ljósmæður, sjúkraliða og sérhæfða starfsmenn, þannig að þetta er svolítið stór deild og mikið utanumhald en þetta er líka mjög skemmtilegt. Það eina, sem ég sakna að ég tek ekki á móti börnum á meðan ég er í þessu. Það er dálítið erfitt,“ segir Birna Gerður. Birna Gerður Jónsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Hún er með um 90 starfsmenn í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna María, 31 árs ljósmóðir segist vera í draumastarfinu. Hún segir starfið vera lífsstíl og list. „Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki og hef áhuga á málefnum kvenna. Maður þarf ekki að vera nörd eða sérfræðingur í neinu, heldur medium í mjög mörgu og það hentar mér bara fínt,“ segir Sunna María. En hvernig lýsir hún starfinu? „Það er ógeðslega erfitt að lýsa því. Þetta er svona tilfinningarússíbani. Maður er endalaust að lesa nýtt fólk og nýjar aðstæður hverju sinni. Maður þarf að vera rosalega næmur á bara karaktera og andrúmsloft finnst mér. Maður má ekki heldur trana sér of mikið fram en vera sterk á réttum augnablikum,“ segir Sunna María. Sunna María Helgadóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem segist vera í draumastarfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Börn og uppeldi Landspítalinn Mig langar að vita Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira