Gömul saga og ný Guðbrandur Einarsson skrifar 11. apríl 2023 07:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Þess vegna var þessi ríkistjórn kosin aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin síðari settist því við völd 28. nóvember 2021 með geysilegan stuðning á bak við sig. Það getur verið áhugavert að fletta upp í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og rifja upp sem þar stendur. Um síðasta kjörtímabil er þennan texta að finna: „Markmið síðasta kjörtímabils var að byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.“ Síðan segir um markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili: „Vöxtur og velsæld er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs og áhersla lögð á framúrskarandi umhverfi til verðmætasköpunar þar sem til verða ný, fölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum.“ Hvernig hefur svo til tekist? Við framlagningu síðustu fjármálaáætlunar sagði fjármálaráðherra m.a. að eftir mikinn stuðning við eftirspurn í hagkerfinu árið 2020 munu opinber fjármál vinna gegn þenslu og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika árið 2022 og á tímabili fjármálaáætlunnar. Þá var gert ráð fyrir að verðbólga væri komin í 2,5% árið 2024 eða í skilgreind verðbólgumarkmið seðlabanka. Við erum hins vegar að tala um að verðbólga mælist nú tæplega 10% eða um 7 prósentustigum umfram markmið síðustu fjármálaáætlunar. Ofan á það ætlar þessi ríkisstjórn að reka ríkssjóð með halla allt þetta kjörtímabil. Lágvaxtalandið Ísland er og var því bara tálsýnin ein. Krónuhagkerfið Íslenska hagkerfið sem byggir á 100 ára gamalli krónu er eitt það minnsta í heimi og það getur aldrei virkað án stuðnings. Gengisfellingar og gjaldeyrishöft hafa séð til þess að hægt hefur verið að láta þetta hökta. Þó ekki betur en svo að til viðbótar við íslensku krónuna var tekin upp verðtryggð króna sem hefur heldur ekki dugað til. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum og farin út úr hagkerfinu sem almenningur situr fastur í. Það er mjög skiljanlegt að þau telji hag sínum best borgið þannig. Best væri ef það stæði heimilunum til boða líka. Þó að seðlabankastjóri buni nú út vaxtahækkunum þá er það eins og skvetta vatni á gæs. Ríkistjórnin er ekki að hjálpa til og stóru fyrirtækin ekki heldur. Þau eru komin í skjól í evruhagkerfinu. Krónuskattur Íslenskur almenningur er því skilinn eftir með vaxtaálag sem hægt væri að kalla krónuskatt. Þau sem tóku óverðtryggð lán eru nú mörg komin fram á bjargbrúnina og þau sem eru í verðtryggða kerfinu sjá bara lánin sín hækka og hækka. Fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála duga hvergi til. Þetta er fullreynt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid. Þess vegna var þessi ríkistjórn kosin aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin síðari settist því við völd 28. nóvember 2021 með geysilegan stuðning á bak við sig. Það getur verið áhugavert að fletta upp í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og rifja upp sem þar stendur. Um síðasta kjörtímabil er þennan texta að finna: „Markmið síðasta kjörtímabils var að byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika.“ Síðan segir um markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili: „Vöxtur og velsæld er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Styrkur ríkisfjármála verður byggður upp á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs og áhersla lögð á framúrskarandi umhverfi til verðmætasköpunar þar sem til verða ný, fölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum.“ Hvernig hefur svo til tekist? Við framlagningu síðustu fjármálaáætlunar sagði fjármálaráðherra m.a. að eftir mikinn stuðning við eftirspurn í hagkerfinu árið 2020 munu opinber fjármál vinna gegn þenslu og stuðla þannig að efnahagslegum stöðugleika árið 2022 og á tímabili fjármálaáætlunnar. Þá var gert ráð fyrir að verðbólga væri komin í 2,5% árið 2024 eða í skilgreind verðbólgumarkmið seðlabanka. Við erum hins vegar að tala um að verðbólga mælist nú tæplega 10% eða um 7 prósentustigum umfram markmið síðustu fjármálaáætlunar. Ofan á það ætlar þessi ríkisstjórn að reka ríkssjóð með halla allt þetta kjörtímabil. Lágvaxtalandið Ísland er og var því bara tálsýnin ein. Krónuhagkerfið Íslenska hagkerfið sem byggir á 100 ára gamalli krónu er eitt það minnsta í heimi og það getur aldrei virkað án stuðnings. Gengisfellingar og gjaldeyrishöft hafa séð til þess að hægt hefur verið að láta þetta hökta. Þó ekki betur en svo að til viðbótar við íslensku krónuna var tekin upp verðtryggð króna sem hefur heldur ekki dugað til. Fjöldamörg stór fyrirtæki eru farin að gera upp í öðrum gjaldmiðlum og farin út úr hagkerfinu sem almenningur situr fastur í. Það er mjög skiljanlegt að þau telji hag sínum best borgið þannig. Best væri ef það stæði heimilunum til boða líka. Þó að seðlabankastjóri buni nú út vaxtahækkunum þá er það eins og skvetta vatni á gæs. Ríkistjórnin er ekki að hjálpa til og stóru fyrirtækin ekki heldur. Þau eru komin í skjól í evruhagkerfinu. Krónuskattur Íslenskur almenningur er því skilinn eftir með vaxtaálag sem hægt væri að kalla krónuskatt. Þau sem tóku óverðtryggð lán eru nú mörg komin fram á bjargbrúnina og þau sem eru í verðtryggða kerfinu sjá bara lánin sín hækka og hækka. Fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála duga hvergi til. Þetta er fullreynt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun