Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 09:28 Dalai Lama hefur beðist afsökunar á atvikinu. EPA Tenzin Gyatso, hinn helgi Dalai Lama í tíbetskum búddisma, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi framkomu sinni gagnvart ungum dreng á viðburði í Indlandi. Dalai Lama kyssti drenginn á munninn og bað hann um að sjúga á sér tunguna. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian átti atvikið sér stað seint í febrúarmánuði síðastliðnum í musteri Dalai Lama í Dharamsala. En Dalai Lama hefur búið í útlegð í Indlandi síðan hann var hrakinn frá Tíbet af Kínverjum árið 1959. „Hérna líka“ Um eitt hundrað ungir nemendur voru á viðburðinum og náðist atvikið umrædda á myndband. Sést þar að einn nemendanna, ungur drengur, kemur að hljóðnema og spyr hvort hann megi faðma Dalai Lama. Segir þá Dalai Lama, sem er 87 ára gamall, að drengurinn megi koma til sín upp á svið. Bendir hann drengnum á að kyssa sig á kinnina og segir „fyrst hérna.“ Dalai Lama hélt í hendina á drengnum og segir „hérna líka“ og kyssir hann á munninn. „Og sjúgðu svo tunguna á mér,“ sagði Dalai Lama svo og setti út á sér tunguna. Drengurinn setti út tunguna sína en fór svo frá en Dalai Lama hló að drengnum og faðmaði hann. Hlógu allir viðstaddir að þessu atviki. Afsökunarbeiðni Eftir að myndbandið fór á flug hefur Dalai Lama fengið harða gagnrýni. Hefur framkomunni verið lýst sem óviðeigandi eða jafn vel viðbjóðslegri. Sjálfur hefur Dalai Lama sagt að þetta hafi verið saklaust af sinni hálfu. Engu að síður hefur Dalai Lama beðist afsökunar. „Hinn heilagi biður drenginn og fjölskyldu hans afsökunar, sem og marga vini um allan heim, fyrir hin skaðlegu orð. Hinn heilagi stríðir oft fólki sem hann hittir, jafn vel fyrir framan myndavélar. Biðst hann afsökunar á þessu,“ segir í yfirlýsingu. Indland Ofbeldi gegn börnum Tíbet Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Samkvæmt breska blaðinu The Guardian átti atvikið sér stað seint í febrúarmánuði síðastliðnum í musteri Dalai Lama í Dharamsala. En Dalai Lama hefur búið í útlegð í Indlandi síðan hann var hrakinn frá Tíbet af Kínverjum árið 1959. „Hérna líka“ Um eitt hundrað ungir nemendur voru á viðburðinum og náðist atvikið umrædda á myndband. Sést þar að einn nemendanna, ungur drengur, kemur að hljóðnema og spyr hvort hann megi faðma Dalai Lama. Segir þá Dalai Lama, sem er 87 ára gamall, að drengurinn megi koma til sín upp á svið. Bendir hann drengnum á að kyssa sig á kinnina og segir „fyrst hérna.“ Dalai Lama hélt í hendina á drengnum og segir „hérna líka“ og kyssir hann á munninn. „Og sjúgðu svo tunguna á mér,“ sagði Dalai Lama svo og setti út á sér tunguna. Drengurinn setti út tunguna sína en fór svo frá en Dalai Lama hló að drengnum og faðmaði hann. Hlógu allir viðstaddir að þessu atviki. Afsökunarbeiðni Eftir að myndbandið fór á flug hefur Dalai Lama fengið harða gagnrýni. Hefur framkomunni verið lýst sem óviðeigandi eða jafn vel viðbjóðslegri. Sjálfur hefur Dalai Lama sagt að þetta hafi verið saklaust af sinni hálfu. Engu að síður hefur Dalai Lama beðist afsökunar. „Hinn heilagi biður drenginn og fjölskyldu hans afsökunar, sem og marga vini um allan heim, fyrir hin skaðlegu orð. Hinn heilagi stríðir oft fólki sem hann hittir, jafn vel fyrir framan myndavélar. Biðst hann afsökunar á þessu,“ segir í yfirlýsingu.
Indland Ofbeldi gegn börnum Tíbet Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira