Enski boltinn

Leeds nálgast fallsvæðið eftir ótrúlegt hrun í síðari hálfleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tvenna frá Jordan Ayew.
Tvenna frá Jordan Ayew. vísir/Getty

Leeds United steinlág fyrir Crystal Palace í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Bæði lið eru í bullandi fallhættu og því var mikið undir á Elland Road í dag.

Heimamenn mættu ákveðnir til leiks, voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og náðu forystunni sanngjarnt á 21.mínútu þegar Patrick Bamford skoraði. Marc Guehi jafnaði metin fyrir gestina á lokamínútu fyrri hálfleiks og útlit fyrir spennandi síðari hálfleik.

Þar hrundi hins vegar allt hjá heimamönnum og lærisveinar Roy Hodgson gengu á lagið. 

Jordan Ayew náði forystunni á 53.mínútu og Ebere Eze bætti marki við fyrir gestina nokkrum augnablikum síðar.

1-3 varð 1-4 þegar Odsonne Edouard skoraði á 69.mínútu og Jordan Ayew fullkomnaði niðurlægingu heimamanna þegar hann gerði fimmta mark Crystal Palace á 77.mínútu.

Með sigrinum lyfti Crystal Palace sér upp í tólfta sæti deildarinnar en Leeds er í því sextánda, tveimur stigum frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×