Enski boltinn

„Þurfum ekki að hræðast úrvalsdeildina“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurreifur.
Sigurreifur. vísir/Getty

Vincent Kompany stýrði Burnley upp í ensku úrvalsdeildina á sinni fyrstu leiktíð sem knattspyrnustjóri liðsins.

Hinn 36 ára gamli Kompany tók við stjórnartaumunum hjá Burnley síðasta sumar, skömmu eftir að liðið hafði fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur gjörbreytt leiksstíl liðsins sem var þekkt fyrir varnarsinnaðan leik en undir stjórn Kompany hefur Burnley skorað liða mest í B-deildinni og tryggði sig upp um deild í gær, þó liðið eigi enn sjö leiki eftir í mótinu.

„Við þurfum ekki að vera tilbúnir núna, það er enn apríl svo við höfum þrjá mánuði til að tryggja að allt sé klárt fyrir úrvalsdeildina. Við viljum vera samkeppnishæfir og við þurfum ekki að hræðast úrvalsdeildina,“ sagði Kompany í leikslok.

Burnley hefur ellefu stiga forskot á Sheffield United sem er eina liðið sem getur stolið af þeim toppsætinu í síðustu umferðum mótsins.

„Við höfum ekki tryggt okkur titilinn en við höfum skapað minningar. Það er enn einn áfangi eftir þó þetta verði ekki tekið af okkur.“

„Ég er svo ánægður fyrir hönd félagsins og allra sem koma að því. Þetta er sérstakt augnablik og auðvitað verður enn stærra ef við náum að klára að vinna deildina, það er ekki enn í höfn,“ sagði Kompany, sigurreifur.


Tengdar fréttir

Jóhann Berg og félagar aftur í úrvalsdeildina

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna Middlesbrough í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×