Heimalöguðu veitingarnar eina áhyggjuefni eiginmannsins Íris Hauksdóttir skrifar 11. apríl 2023 13:00 Eva Ruza Miljevic hélt fermingarveislu frumburða sinna nú fyrir skemmstu. aðsend Grínistinn, skemmtikrafturinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza Miljevic hélt fermingarveislu frumburða sinna nú fyrir skemmstu. Hún segir töluverðan mun á börnunum sem eru tvíburar hvað skipulagningu varðar. Sjálf er hún, að eigin sögn, hamfarakokkur en lagði þó til heimalagaðar veitingar í veisluna sem urðu eina áhyggjuefni eiginmannsins. „Við Siggi vorum svo heppin að eignast tvö börn í einu eftir langa, langa bið, og mikið rosalega var það mikið sjokk að fá að vita að þau væru tvö um borð. Þau hafa látið hafa mikið fyrir sér fara síðan þau fæddust en ég elska að vera rosalega upptekin þannig að það hentar mér vel að vera upptekin alla daga. Svo var allt í einu komið að fermingu hjá nýfæddu börnunum okkar, Stanko Blæ og Marinu Mist, en þau fermdust 2. apríl síðastliðinn. Fermingarundirbúningurinn gekk svakalega vel. Ég var klárust í heimi að bóka mig í gigg alla dagana fyrir hátíðina miklu og ég viðurkenni að eftir á að hyggja var ég kannski ekki alveg með allt stungið í samband þegar ég bókaði mig. Giggin voru samt skemmtileg þannig að það skipti öllu máli. Ég er meistari í skipulagningu og var byrjuð að dútla mér við undirbúning tveimur vikum fyrir veisluna. Við mæðgur föndruðum gestabókina sjálfar. Hún var þannig að fólk tók myndir á Polaroid vél, límdi í bókina og skrifaði kveðju við.“ Græjuðum veisluna eins og tvennumeistarar En hvernig gekk að sammælast um allt sem viðkom stóra deginum? „Það er frábær spurning. Það mætti segja að 50% af fjölskyldunni hafi ekki haft neinar skoðanir á því sem var gert, lesist faðirinn og sonurinn, en við mæðgur vorum sammála um það sem þurfti að gera og græjuðum það eins og tvennumeistarar. Það var í raun mjög þægilegt að þeir höfðu engar skoðanir sem hentaði okkur vel. Ég er ekki viss um að þeir hafi fattað að það væri veisla að fara í gang, svo slakir voru þeir. Vissi að fræin myndu blómstra og verða falleg Systkinin voru nokkuð sammála um skreytingarnar, og hann hafði, aftur, aðeins minni skoðanir en hún. Ég var náttúrulega búin að sá fræjum í þau hvernig væri flott að gera, því ég vissi að þessi fræ myndu blómstra og verða falleg.“ Sjálf hefur Eva Ruza gert mikið grín af hæfileikum sínum í eldhúsinu en hún veigraði sér þó ekki við að vippa fram veitingum í veislunni, eiginmanninum til örlítilla áhyggja. „Ég var rosaleg húsmóðir á milli gigga hjá mér, henti í ,,cake pops“ og ákvað að gera Rice Krispies kransakökuna alveg sjálf. Þar sem ég er þekkt fyrir smá hamfarir í eldhúsinu var þetta í raun það eina sem eiginmaðurinn var stressaður yfir. En þetta gekk eins og í sólarsögu og ég var meira að segja spurð hvar ég hefði keypt turninn góða, sem er gríðarlegt hrós fyrir mig. Þannig að á næsta ári verð ég með fermingarútibú þar sem ég mun taka að mér að byggja turna úr Rice Krispies fyrir áhugasama. Ég verð reyndar að henda shoutouti á Berglindi Hreiðars sem er með síðuna gotteri.is. Uppskriftirnar af hvoru tveggja fékk ég hjá henni og einbeitti mér gríðarlega að því að fylgja hverju einasta orði sem hún sagði um framkvæmdina. Ég lét hins vegar 17 Sortir um að græja fermingarkökuna sjálfa og hún var glæsileg með handbolta og körfubolta þema. Svo vorum við með þetta týpíska, léttan mat og fleira sætt í boði.“ "Svo var allt í einu komið að fermingu hjá nýfæddu börnunum okkar, Stanko Blæ og Marinu Mist, en þau fermdust 2. apríl síðastliðinn."aðsend Spurð hvernig hafi gengið að finna fermingarfötin segir Eva það hafa tekið misjafnan tíma. „Það tók mig sirka hálftíma að græja soninn en ansi margar ferðir út um allar trissur að leita að hvíta blúndukjólnum sem daman klæddist. Jakkafötin fengum við í Jack&Jones og kjólinn í Kjólar og Konfekt. Ég átti ekki orð yfir þjónustunni sem við fengum á báðum stöðum svo því fá þessi tvö fyrirtæki meðmæli dagsins frá mér.“ Hitaði krakkana upp með kirkjusálmum Eva Ruza lýsir deginum sjálfum sem fallegum og hlýjum. Fjölskyldan vaknaði snemma og sjálf skaust Eva í bakaríið svo enginn færi svangur út í daginn. „Við vöknuðum snemma og eftir morgunmat kveikti ég á sálmum í útvarpinu- sem ég viðurkenni að var aðeins gert til að ná brosunum fram hjá krökkunum. Það féll svona í vafasaman jarðveg hjá fermingarbörnunum þegar kór söng hástöfum Hallelúja í útvarpinu. Ég þurfti náttúrulega að hita þau upp fyrir kirkjuathöfnina. En morguninn var huggulegur og notalegur með litlu börnunum sem voru alveg að verða fullorðin. Athöfnin sjálf var ótrúlega persónuleg og skemmtileg, en hann séra Sigurður í Kópavogskirkju, eða Siggi prestur eins og allir kalla hann, er með einstakt lag á vera einlægur og með húmor í athöfnum. Við ákváðum að hafa veisluna heima því við vorum ekki með risaveislu, heldur sirka 35 manns í heildina og það var fullkomið. Allir svo afslappaðir og náinn hópur. Fermingarbörnin voru líka svo ánægð með að þeirra besta fólk og vinir væru á staðnum. Við vorum sammála um það eftir veisluna að við hefðum ekki viljað hafa hana neitt öðruvísi.“ Fermingar Menning Tengdar fréttir Eva Ruza á góðri leið með að brenna stúdíóið til kaldra kola „Ertu að kveikja í?“ ..heyrist Eva Laufey hrópa á nöfnu sína Evu Ruzu þegar hún sér reykinn rjúka frá kraumandi pönnunni en Eva Ruza gerði heiðarlega tilraun til þess að karmelisera hnetur. 12. júlí 2022 16:46 Eva Ruza hafði engar væntingar um hæfileika Helga Það var Instagram-stjarnan Eva Ruza sem mætti í þriðja þáttinn af Get ég eldað? 22. júní 2022 14:25 „Margt verra en smá brussugangur“ Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 18. júní 2022 11:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Við Siggi vorum svo heppin að eignast tvö börn í einu eftir langa, langa bið, og mikið rosalega var það mikið sjokk að fá að vita að þau væru tvö um borð. Þau hafa látið hafa mikið fyrir sér fara síðan þau fæddust en ég elska að vera rosalega upptekin þannig að það hentar mér vel að vera upptekin alla daga. Svo var allt í einu komið að fermingu hjá nýfæddu börnunum okkar, Stanko Blæ og Marinu Mist, en þau fermdust 2. apríl síðastliðinn. Fermingarundirbúningurinn gekk svakalega vel. Ég var klárust í heimi að bóka mig í gigg alla dagana fyrir hátíðina miklu og ég viðurkenni að eftir á að hyggja var ég kannski ekki alveg með allt stungið í samband þegar ég bókaði mig. Giggin voru samt skemmtileg þannig að það skipti öllu máli. Ég er meistari í skipulagningu og var byrjuð að dútla mér við undirbúning tveimur vikum fyrir veisluna. Við mæðgur föndruðum gestabókina sjálfar. Hún var þannig að fólk tók myndir á Polaroid vél, límdi í bókina og skrifaði kveðju við.“ Græjuðum veisluna eins og tvennumeistarar En hvernig gekk að sammælast um allt sem viðkom stóra deginum? „Það er frábær spurning. Það mætti segja að 50% af fjölskyldunni hafi ekki haft neinar skoðanir á því sem var gert, lesist faðirinn og sonurinn, en við mæðgur vorum sammála um það sem þurfti að gera og græjuðum það eins og tvennumeistarar. Það var í raun mjög þægilegt að þeir höfðu engar skoðanir sem hentaði okkur vel. Ég er ekki viss um að þeir hafi fattað að það væri veisla að fara í gang, svo slakir voru þeir. Vissi að fræin myndu blómstra og verða falleg Systkinin voru nokkuð sammála um skreytingarnar, og hann hafði, aftur, aðeins minni skoðanir en hún. Ég var náttúrulega búin að sá fræjum í þau hvernig væri flott að gera, því ég vissi að þessi fræ myndu blómstra og verða falleg.“ Sjálf hefur Eva Ruza gert mikið grín af hæfileikum sínum í eldhúsinu en hún veigraði sér þó ekki við að vippa fram veitingum í veislunni, eiginmanninum til örlítilla áhyggja. „Ég var rosaleg húsmóðir á milli gigga hjá mér, henti í ,,cake pops“ og ákvað að gera Rice Krispies kransakökuna alveg sjálf. Þar sem ég er þekkt fyrir smá hamfarir í eldhúsinu var þetta í raun það eina sem eiginmaðurinn var stressaður yfir. En þetta gekk eins og í sólarsögu og ég var meira að segja spurð hvar ég hefði keypt turninn góða, sem er gríðarlegt hrós fyrir mig. Þannig að á næsta ári verð ég með fermingarútibú þar sem ég mun taka að mér að byggja turna úr Rice Krispies fyrir áhugasama. Ég verð reyndar að henda shoutouti á Berglindi Hreiðars sem er með síðuna gotteri.is. Uppskriftirnar af hvoru tveggja fékk ég hjá henni og einbeitti mér gríðarlega að því að fylgja hverju einasta orði sem hún sagði um framkvæmdina. Ég lét hins vegar 17 Sortir um að græja fermingarkökuna sjálfa og hún var glæsileg með handbolta og körfubolta þema. Svo vorum við með þetta týpíska, léttan mat og fleira sætt í boði.“ "Svo var allt í einu komið að fermingu hjá nýfæddu börnunum okkar, Stanko Blæ og Marinu Mist, en þau fermdust 2. apríl síðastliðinn."aðsend Spurð hvernig hafi gengið að finna fermingarfötin segir Eva það hafa tekið misjafnan tíma. „Það tók mig sirka hálftíma að græja soninn en ansi margar ferðir út um allar trissur að leita að hvíta blúndukjólnum sem daman klæddist. Jakkafötin fengum við í Jack&Jones og kjólinn í Kjólar og Konfekt. Ég átti ekki orð yfir þjónustunni sem við fengum á báðum stöðum svo því fá þessi tvö fyrirtæki meðmæli dagsins frá mér.“ Hitaði krakkana upp með kirkjusálmum Eva Ruza lýsir deginum sjálfum sem fallegum og hlýjum. Fjölskyldan vaknaði snemma og sjálf skaust Eva í bakaríið svo enginn færi svangur út í daginn. „Við vöknuðum snemma og eftir morgunmat kveikti ég á sálmum í útvarpinu- sem ég viðurkenni að var aðeins gert til að ná brosunum fram hjá krökkunum. Það féll svona í vafasaman jarðveg hjá fermingarbörnunum þegar kór söng hástöfum Hallelúja í útvarpinu. Ég þurfti náttúrulega að hita þau upp fyrir kirkjuathöfnina. En morguninn var huggulegur og notalegur með litlu börnunum sem voru alveg að verða fullorðin. Athöfnin sjálf var ótrúlega persónuleg og skemmtileg, en hann séra Sigurður í Kópavogskirkju, eða Siggi prestur eins og allir kalla hann, er með einstakt lag á vera einlægur og með húmor í athöfnum. Við ákváðum að hafa veisluna heima því við vorum ekki með risaveislu, heldur sirka 35 manns í heildina og það var fullkomið. Allir svo afslappaðir og náinn hópur. Fermingarbörnin voru líka svo ánægð með að þeirra besta fólk og vinir væru á staðnum. Við vorum sammála um það eftir veisluna að við hefðum ekki viljað hafa hana neitt öðruvísi.“
Fermingar Menning Tengdar fréttir Eva Ruza á góðri leið með að brenna stúdíóið til kaldra kola „Ertu að kveikja í?“ ..heyrist Eva Laufey hrópa á nöfnu sína Evu Ruzu þegar hún sér reykinn rjúka frá kraumandi pönnunni en Eva Ruza gerði heiðarlega tilraun til þess að karmelisera hnetur. 12. júlí 2022 16:46 Eva Ruza hafði engar væntingar um hæfileika Helga Það var Instagram-stjarnan Eva Ruza sem mætti í þriðja þáttinn af Get ég eldað? 22. júní 2022 14:25 „Margt verra en smá brussugangur“ Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 18. júní 2022 11:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Eva Ruza á góðri leið með að brenna stúdíóið til kaldra kola „Ertu að kveikja í?“ ..heyrist Eva Laufey hrópa á nöfnu sína Evu Ruzu þegar hún sér reykinn rjúka frá kraumandi pönnunni en Eva Ruza gerði heiðarlega tilraun til þess að karmelisera hnetur. 12. júlí 2022 16:46
Eva Ruza hafði engar væntingar um hæfileika Helga Það var Instagram-stjarnan Eva Ruza sem mætti í þriðja þáttinn af Get ég eldað? 22. júní 2022 14:25
„Margt verra en smá brussugangur“ Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 18. júní 2022 11:30