Fótbolti

Víkingur kynnir færeyska landsliðsmiðvörðinn til leiks

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gunnar Vatnhamar mun leika í treyju númer 6 hjá Víkingi. 
Gunnar Vatnhamar mun leika í treyju númer 6 hjá Víkingi.  Mynd/Víkingur

Knattspyrnudeild Víkings tilkynnti í dag að félagið hefði samið við varnarmanninn Gunnar Vatnhamar.

Gunnar er 28 ára gamall færeyskur landsliðsmaður en hann kemur til félagsins frá Víkingi í Götu og hefur alla tíð leikið í Færeyjum.

Hann varð færeyskur bikarmeistari árin 2014 og 2015 með Víkingi og færeyskur meistari með liðinu tímabilin 2016 og 2017. Gunnar er fastamaður í færeyska landsliðinu og hefur leikið 29 leiki fyrir þjóð sína.

Ákveðið hefur verið að Gunnar muni spila í treyju númer 6 á komandi leiktíð en hann er að fylla skarðið sem Kyle McLagan skilur eftir sig. Kyle sleit krossband í leik Vikings gegn Val í undanúrslitum Lengjubikarsins á dögunum og mun af þeim sökum ekki leika með Fossvogsliðinu á þessu keppnistímabili. 

Víkingur sækir Stjörnuna heim í fyrstu umferð Bestu-deildarinnar á mánudaginn kemur, annan í páskum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×