Páskaspá Siggu Kling er komin á Vísi Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar 7. apríl 2023 07:15 Spáin er mætt. Stjörnuspá Siggu Kling fyrir apríl er lent á Vísi. Sigga Kling birtir stjörnuspá fyrir öll stjörnumerkin fyrsta föstudag hvers mánaðar. Stjörnuspár Siggu Kling hafa notið gríðarlega vinsælda. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir apríl má sjá hér að neðan. Sigga leggur áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýti sér orkuna, klappi sér á bakið og elski lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins. Spá fyrir hvert stjörnumerki má finna í listanum hér að neðan. Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Páskaspá Siggu Kling - Hrútur Elsku Hrúturinn minn, þú ert búinn að vera í fantaformi eina stundina og alveg búinn á því hina stundina. Þú ert að reyna að tjasla saman lífinu og að gera hlutina einfaldari. Það hrynja hugmyndir niður í kollinn á þér þegar þú lærir að slaka á og að nýta þér það að þú ert sterkasta merkið í sambandi við að þróa þína hæfileika og vitsmuni. Þess vegna skaltu ekki biðja of marga um ráð, því að þá ruglastu bara í ríminu. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Steingeitin Elsku Steingeitin mín, hún hefur verið hröð þessi bíómynd sem þú lifir í, mikil rólegheit einn daginn, svo allt breytt daginn eftir. Satúrnus var að fara úr þínu merki, hann er sko harður húsbóndi. Hann dembdi sér yfir í Fiskamerkið, sem er besti staðurinn sem hann getur verið vegna þess að vatnið drekkti honum, svo hann er áhrifalaus. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Bogmaðurinn Elsku Bogmaðurinn minn, nú reynir á það að þú finnir rétt úrræði til að komast áfram á þeim hraða sem þú vilt vera á. Það reynir líka á það að þú sleppir þessum áhyggjukílóum sem þyngja þig. Það er endurnýjun að eiga sér stað í umhverfinu þínu og þú þarft að endurhugsa margt upp á nýtt. Þetta er áskorun sem að mun sýna þér að þú ert þrælvel gefinn og ert með ráð undir rifi hverju. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Tvíburi Elsku Tvíburinn minn, þín orka er núna svört og hvít vegna þess að þið táknið tvo einstaklinga og sá svarti hefur kíkt inn og lamað hjartað þitt. Þú gerir þér svo mikla grein fyrir þessu að þú virðist vera að nota allar aðferðir sem þú getur til þess að finna ljósið. Það eru lagðar fyrir þig þrautir sem eru eins og gestaþrautir, taktu alla þá þolinmæði sem býr í þér því að þú færð ekki útkomuna í flýti. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Fiskarnir Elsku Fiskurinn minn, þú ert alltaf að baksa við að halda jafnvæginu, að hafa þitt Yin&Yang í lagi. Þú vilt alls ekki skauta út af veginum, það er ekki í eðli þínu að finnast það smart. Þú ert svo andlega tengdur og þessi mánuður gefur okkur mannfólkinu miklar breytingar, bæði ótta og frelsi. Þú skalt skoða fulla tunglið bleika sem er þann sjötta apríl í Vogarmerkinu, en það tungl getur meðal annars haft mikil áhrif á líkamann, til dæmis á nýru, lifur og æðakerfið. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Vatnsberinn Elsku Vatnsberinn minn, nú er komið að því að þú ert að fá þá tíma inn í líf þitt sem þú átt svo sannarlega skilið. Það hefur verið mikil vinna í kringum þig og lítill tími til að anda. Í mars fór nefnilega Satúrnus inn í Fiskamerkið, sannarlega harður húsbóndi þegar hann hangir yfir manni. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Sporðdrekinn Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert kraftaverk og í því er fólgið að þú þarft sjálfur að setja kraft í verkin. Að sjálfsögðu er ekki allt að gerast eins og þú vilt það, því að lífsorkan er að stýra þér aðra leið. Svo ef þú fyllir sálina þína af krafti þá veistu hver útkoman er í þeirri krossgátu sem þú ert í. Þér finnst að til þess að fá krossgátuna kláraða vanti þig tvö eða þrjú orð og þau eru þarna. Það eina sem er að herpa takið á hálsi þínum ert þú sjálfur. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling -Vogin Elsku Vogin mín, það er baráttuandi yfir þér. Þú ert á sveif með réttlætinu, hvernig svo sem þú lítur á réttlæti. Þú lætur stundum skoðanir þínar umbúðalaust í ljós, en kannt að segja fyrirgefðu ef þú móðgar einhvern, sem svo sannarlega kemur fyrir. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Meyjan Elsku Meyjan mín, það er baráttuandi yfir þér og það er enginn sem getur tekið það frá þér. Þú með þinn sterka anda þarft ekki að hræðast neitt eða neinn. Ef að óöryggi er að klípa þig er það bara tengt fjárhagsafkomu. Allt sem tengist því blessast, en alveg á síðustu stundu, svo það er ekkert að óttast. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Ljónið Elsku Ljónið mitt, þú þarft að vera svo einbeittur í öllu sem þú vilt að gerist. Þú mátt ekki slaka á og að bíða bara eftir því að einhver leysi framtíðina. Núna virkar ekkert nema ákveðni, en það er þá mikilvægt að þú skiljir það við hvern þú þarft að vera ákveðinn. Og sýndu ekki reiði gagnvart þeim sem þú þarft að tala við, heldur sýndu staðreyndir, þú mátt að engu leyti loka þig af. Heldur skaltu umfaðma Ljónsmáttinn og tengja þig við þá sem geta og vilja hjálpa þér frá hjartanu. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Krabbinn Elsku Krabbinn minn, það eru svo mikilvægir dagarnir til fimmta apríl og þá sérstaklega að vera með það á hreinu hvenær fulla tunglið bleika er í kringum þann sjötta apríl. Orka tunglsins teygir sig líka í kringum áttunda apríl. Þarna er mjög gott að leysa allt sem tengist viðskiptum, skuldum og endurnýjum samninga. 7. apríl 2023 06:02 Páskaspá Siggu Kling - Nautið Elsku Nautið mitt, þú vilt svo mikið innst í hjarta þínu gefa eftir og að leyfa öðrum að skína. Þú ert núna búin að lenda í því að hafa þrjóskuna of sterkt í hjartanu. En um leið og þú hugsar að þú ætlir að slaka, þá byrjar allt að rúlla til þín sem þú vilt svo hjartanlega. Þú gefur og gefur og vilt skilja alla, en af því að þú ert svo mikill engill og réttlætisgyðjan í sál þinni svo sterk, þá byrjarðu of oft að skipta þér af einhverju sem þú sérð eftir. 7. apríl 2023 06:02 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Stjörnuspár Siggu Kling hafa notið gríðarlega vinsælda. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir apríl má sjá hér að neðan. Sigga leggur áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýti sér orkuna, klappi sér á bakið og elski lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins. Spá fyrir hvert stjörnumerki má finna í listanum hér að neðan.
Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Páskaspá Siggu Kling - Hrútur Elsku Hrúturinn minn, þú ert búinn að vera í fantaformi eina stundina og alveg búinn á því hina stundina. Þú ert að reyna að tjasla saman lífinu og að gera hlutina einfaldari. Það hrynja hugmyndir niður í kollinn á þér þegar þú lærir að slaka á og að nýta þér það að þú ert sterkasta merkið í sambandi við að þróa þína hæfileika og vitsmuni. Þess vegna skaltu ekki biðja of marga um ráð, því að þá ruglastu bara í ríminu. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Steingeitin Elsku Steingeitin mín, hún hefur verið hröð þessi bíómynd sem þú lifir í, mikil rólegheit einn daginn, svo allt breytt daginn eftir. Satúrnus var að fara úr þínu merki, hann er sko harður húsbóndi. Hann dembdi sér yfir í Fiskamerkið, sem er besti staðurinn sem hann getur verið vegna þess að vatnið drekkti honum, svo hann er áhrifalaus. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Bogmaðurinn Elsku Bogmaðurinn minn, nú reynir á það að þú finnir rétt úrræði til að komast áfram á þeim hraða sem þú vilt vera á. Það reynir líka á það að þú sleppir þessum áhyggjukílóum sem þyngja þig. Það er endurnýjun að eiga sér stað í umhverfinu þínu og þú þarft að endurhugsa margt upp á nýtt. Þetta er áskorun sem að mun sýna þér að þú ert þrælvel gefinn og ert með ráð undir rifi hverju. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Tvíburi Elsku Tvíburinn minn, þín orka er núna svört og hvít vegna þess að þið táknið tvo einstaklinga og sá svarti hefur kíkt inn og lamað hjartað þitt. Þú gerir þér svo mikla grein fyrir þessu að þú virðist vera að nota allar aðferðir sem þú getur til þess að finna ljósið. Það eru lagðar fyrir þig þrautir sem eru eins og gestaþrautir, taktu alla þá þolinmæði sem býr í þér því að þú færð ekki útkomuna í flýti. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Fiskarnir Elsku Fiskurinn minn, þú ert alltaf að baksa við að halda jafnvæginu, að hafa þitt Yin&Yang í lagi. Þú vilt alls ekki skauta út af veginum, það er ekki í eðli þínu að finnast það smart. Þú ert svo andlega tengdur og þessi mánuður gefur okkur mannfólkinu miklar breytingar, bæði ótta og frelsi. Þú skalt skoða fulla tunglið bleika sem er þann sjötta apríl í Vogarmerkinu, en það tungl getur meðal annars haft mikil áhrif á líkamann, til dæmis á nýru, lifur og æðakerfið. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Vatnsberinn Elsku Vatnsberinn minn, nú er komið að því að þú ert að fá þá tíma inn í líf þitt sem þú átt svo sannarlega skilið. Það hefur verið mikil vinna í kringum þig og lítill tími til að anda. Í mars fór nefnilega Satúrnus inn í Fiskamerkið, sannarlega harður húsbóndi þegar hann hangir yfir manni. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Sporðdrekinn Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert kraftaverk og í því er fólgið að þú þarft sjálfur að setja kraft í verkin. Að sjálfsögðu er ekki allt að gerast eins og þú vilt það, því að lífsorkan er að stýra þér aðra leið. Svo ef þú fyllir sálina þína af krafti þá veistu hver útkoman er í þeirri krossgátu sem þú ert í. Þér finnst að til þess að fá krossgátuna kláraða vanti þig tvö eða þrjú orð og þau eru þarna. Það eina sem er að herpa takið á hálsi þínum ert þú sjálfur. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling -Vogin Elsku Vogin mín, það er baráttuandi yfir þér. Þú ert á sveif með réttlætinu, hvernig svo sem þú lítur á réttlæti. Þú lætur stundum skoðanir þínar umbúðalaust í ljós, en kannt að segja fyrirgefðu ef þú móðgar einhvern, sem svo sannarlega kemur fyrir. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Meyjan Elsku Meyjan mín, það er baráttuandi yfir þér og það er enginn sem getur tekið það frá þér. Þú með þinn sterka anda þarft ekki að hræðast neitt eða neinn. Ef að óöryggi er að klípa þig er það bara tengt fjárhagsafkomu. Allt sem tengist því blessast, en alveg á síðustu stundu, svo það er ekkert að óttast. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Ljónið Elsku Ljónið mitt, þú þarft að vera svo einbeittur í öllu sem þú vilt að gerist. Þú mátt ekki slaka á og að bíða bara eftir því að einhver leysi framtíðina. Núna virkar ekkert nema ákveðni, en það er þá mikilvægt að þú skiljir það við hvern þú þarft að vera ákveðinn. Og sýndu ekki reiði gagnvart þeim sem þú þarft að tala við, heldur sýndu staðreyndir, þú mátt að engu leyti loka þig af. Heldur skaltu umfaðma Ljónsmáttinn og tengja þig við þá sem geta og vilja hjálpa þér frá hjartanu. 7. apríl 2023 06:03 Páskaspá Siggu Kling - Krabbinn Elsku Krabbinn minn, það eru svo mikilvægir dagarnir til fimmta apríl og þá sérstaklega að vera með það á hreinu hvenær fulla tunglið bleika er í kringum þann sjötta apríl. Orka tunglsins teygir sig líka í kringum áttunda apríl. Þarna er mjög gott að leysa allt sem tengist viðskiptum, skuldum og endurnýjum samninga. 7. apríl 2023 06:02 Páskaspá Siggu Kling - Nautið Elsku Nautið mitt, þú vilt svo mikið innst í hjarta þínu gefa eftir og að leyfa öðrum að skína. Þú ert núna búin að lenda í því að hafa þrjóskuna of sterkt í hjartanu. En um leið og þú hugsar að þú ætlir að slaka, þá byrjar allt að rúlla til þín sem þú vilt svo hjartanlega. Þú gefur og gefur og vilt skilja alla, en af því að þú ert svo mikill engill og réttlætisgyðjan í sál þinni svo sterk, þá byrjarðu of oft að skipta þér af einhverju sem þú sérð eftir. 7. apríl 2023 06:02 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Páskaspá Siggu Kling - Hrútur Elsku Hrúturinn minn, þú ert búinn að vera í fantaformi eina stundina og alveg búinn á því hina stundina. Þú ert að reyna að tjasla saman lífinu og að gera hlutina einfaldari. Það hrynja hugmyndir niður í kollinn á þér þegar þú lærir að slaka á og að nýta þér það að þú ert sterkasta merkið í sambandi við að þróa þína hæfileika og vitsmuni. Þess vegna skaltu ekki biðja of marga um ráð, því að þá ruglastu bara í ríminu. 7. apríl 2023 06:03
Páskaspá Siggu Kling - Steingeitin Elsku Steingeitin mín, hún hefur verið hröð þessi bíómynd sem þú lifir í, mikil rólegheit einn daginn, svo allt breytt daginn eftir. Satúrnus var að fara úr þínu merki, hann er sko harður húsbóndi. Hann dembdi sér yfir í Fiskamerkið, sem er besti staðurinn sem hann getur verið vegna þess að vatnið drekkti honum, svo hann er áhrifalaus. 7. apríl 2023 06:03
Páskaspá Siggu Kling - Bogmaðurinn Elsku Bogmaðurinn minn, nú reynir á það að þú finnir rétt úrræði til að komast áfram á þeim hraða sem þú vilt vera á. Það reynir líka á það að þú sleppir þessum áhyggjukílóum sem þyngja þig. Það er endurnýjun að eiga sér stað í umhverfinu þínu og þú þarft að endurhugsa margt upp á nýtt. Þetta er áskorun sem að mun sýna þér að þú ert þrælvel gefinn og ert með ráð undir rifi hverju. 7. apríl 2023 06:03
Páskaspá Siggu Kling - Tvíburi Elsku Tvíburinn minn, þín orka er núna svört og hvít vegna þess að þið táknið tvo einstaklinga og sá svarti hefur kíkt inn og lamað hjartað þitt. Þú gerir þér svo mikla grein fyrir þessu að þú virðist vera að nota allar aðferðir sem þú getur til þess að finna ljósið. Það eru lagðar fyrir þig þrautir sem eru eins og gestaþrautir, taktu alla þá þolinmæði sem býr í þér því að þú færð ekki útkomuna í flýti. 7. apríl 2023 06:03
Páskaspá Siggu Kling - Fiskarnir Elsku Fiskurinn minn, þú ert alltaf að baksa við að halda jafnvæginu, að hafa þitt Yin&Yang í lagi. Þú vilt alls ekki skauta út af veginum, það er ekki í eðli þínu að finnast það smart. Þú ert svo andlega tengdur og þessi mánuður gefur okkur mannfólkinu miklar breytingar, bæði ótta og frelsi. Þú skalt skoða fulla tunglið bleika sem er þann sjötta apríl í Vogarmerkinu, en það tungl getur meðal annars haft mikil áhrif á líkamann, til dæmis á nýru, lifur og æðakerfið. 7. apríl 2023 06:03
Páskaspá Siggu Kling - Vatnsberinn Elsku Vatnsberinn minn, nú er komið að því að þú ert að fá þá tíma inn í líf þitt sem þú átt svo sannarlega skilið. Það hefur verið mikil vinna í kringum þig og lítill tími til að anda. Í mars fór nefnilega Satúrnus inn í Fiskamerkið, sannarlega harður húsbóndi þegar hann hangir yfir manni. 7. apríl 2023 06:03
Páskaspá Siggu Kling - Sporðdrekinn Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert kraftaverk og í því er fólgið að þú þarft sjálfur að setja kraft í verkin. Að sjálfsögðu er ekki allt að gerast eins og þú vilt það, því að lífsorkan er að stýra þér aðra leið. Svo ef þú fyllir sálina þína af krafti þá veistu hver útkoman er í þeirri krossgátu sem þú ert í. Þér finnst að til þess að fá krossgátuna kláraða vanti þig tvö eða þrjú orð og þau eru þarna. Það eina sem er að herpa takið á hálsi þínum ert þú sjálfur. 7. apríl 2023 06:03
Páskaspá Siggu Kling -Vogin Elsku Vogin mín, það er baráttuandi yfir þér. Þú ert á sveif með réttlætinu, hvernig svo sem þú lítur á réttlæti. Þú lætur stundum skoðanir þínar umbúðalaust í ljós, en kannt að segja fyrirgefðu ef þú móðgar einhvern, sem svo sannarlega kemur fyrir. 7. apríl 2023 06:03
Páskaspá Siggu Kling - Meyjan Elsku Meyjan mín, það er baráttuandi yfir þér og það er enginn sem getur tekið það frá þér. Þú með þinn sterka anda þarft ekki að hræðast neitt eða neinn. Ef að óöryggi er að klípa þig er það bara tengt fjárhagsafkomu. Allt sem tengist því blessast, en alveg á síðustu stundu, svo það er ekkert að óttast. 7. apríl 2023 06:03
Páskaspá Siggu Kling - Ljónið Elsku Ljónið mitt, þú þarft að vera svo einbeittur í öllu sem þú vilt að gerist. Þú mátt ekki slaka á og að bíða bara eftir því að einhver leysi framtíðina. Núna virkar ekkert nema ákveðni, en það er þá mikilvægt að þú skiljir það við hvern þú þarft að vera ákveðinn. Og sýndu ekki reiði gagnvart þeim sem þú þarft að tala við, heldur sýndu staðreyndir, þú mátt að engu leyti loka þig af. Heldur skaltu umfaðma Ljónsmáttinn og tengja þig við þá sem geta og vilja hjálpa þér frá hjartanu. 7. apríl 2023 06:03
Páskaspá Siggu Kling - Krabbinn Elsku Krabbinn minn, það eru svo mikilvægir dagarnir til fimmta apríl og þá sérstaklega að vera með það á hreinu hvenær fulla tunglið bleika er í kringum þann sjötta apríl. Orka tunglsins teygir sig líka í kringum áttunda apríl. Þarna er mjög gott að leysa allt sem tengist viðskiptum, skuldum og endurnýjum samninga. 7. apríl 2023 06:02
Páskaspá Siggu Kling - Nautið Elsku Nautið mitt, þú vilt svo mikið innst í hjarta þínu gefa eftir og að leyfa öðrum að skína. Þú ert núna búin að lenda í því að hafa þrjóskuna of sterkt í hjartanu. En um leið og þú hugsar að þú ætlir að slaka, þá byrjar allt að rúlla til þín sem þú vilt svo hjartanlega. Þú gefur og gefur og vilt skilja alla, en af því að þú ert svo mikill engill og réttlætisgyðjan í sál þinni svo sterk, þá byrjarðu of oft að skipta þér af einhverju sem þú sérð eftir. 7. apríl 2023 06:02