Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 4. apríl 2023 09:01 Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. Í tengslum við dag íslenskrar tungu í haust var stofnuð sérstök ráðherranefnd um íslenska tungu samkvæmt tillögu forsætisráðherra, skipuð fimm ráðherrum, og er henni „ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast“ og „vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins“. Það hefði mátt ætla að þessa starfs sæi stað í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024-2028 og þar eru þessi mál vissulega nefnd: „Árið 2022 voru um 10 þúsund erlendir ríkisborgarar sem fluttu til landsins umfram brottflutta. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram og að fjöldinn verði ekki minni í ár.“ Auk þeirra sem hingað koma í atvinnuleit hefur flóttafólki og fólki sem hefur verið veitt alþjóðleg vernd fjölgað mikið og í áætluninni er bent á að óvissa sé um efnahagsleg áhrif af þeirri fjölgun til skemmri og lengri tíma: „Til lengri tíma ráðast þau ekki síst af því hvernig fólkinu gengur að aðlagast íslensku samfélagi, vinnumarkaði og skólakerfi og hvernig tekst að tryggja aðgengi að íslenskukennslu.“ Þetta er grundvallaratriði. Í framhaldi af þessu hefði mátt búast við því að í áætluninni væri að finna fjármögnuð áform um stórátak í íslenskukennslu. En því er ekki að heilsa þótt vissulega sé vikið að mikilvægi íslenskukennslu á nokkrum stöðum, t.d. í kafla um leik- og grunnskóla: „Sú mikla áskorun menntakerfisins sem felst í auknum fjölda þessara nemenda [þ.e. af erlendum uppruna] og barna í leit að alþjóðlegri vernd kallar á […] styrkingu kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.“ Í kafla um framhaldsfræðslu segir: „Aðgengi að íslenskunámi og samfélagsfræðslu þarf að vera auðvelt og verið er að þróa stuðningskerfi við starfstengt íslenskunám á vinnustað. Einnig hefur samstarfshópur hafið störf um úrbætur í íslenskukennslu […].“ Gott svo langt sem það nær. En það nær bara ekki langt. Þetta eru aðeins óskir og áform – engar aðgerðir, hvað þá fjármagn. Í viðauka áætlunarinnar er fjallað um stöðu og horfur á einstökum málefnasviðum í mörgum köflum sem öllum er skipt í undirkafla á sama hátt. Meðal undirkafla eru „Helstu áskoranir“, „Tækifæri til umbóta“ og „Áhættuþættir“. Það vekur sérstaka athygli að þörf fyrir íslenskukennslu er sjaldnast nefnd í köflum um helstu áskoranir – ekki í 10.05 Útlendingamál, ekki í 14.1 Ferðaþjónusta, og ekki í 29.7 Málefni innflytjenda og flóttafólks. Tækifæri sem íslenskukennsla skapar eru ekki heldur nefnd í köflum um tækifæri til umbóta, og áhættan af því að hér verði til samfélög fólks sem ekki talar íslensku er ekki nefnd í köflum um áhættu. Íslenskunám er þó nefnt í kafla um framhaldsfræðslu og í töflu í þeim kafla eru sett þau markmið að „fjöldi skráninga á íslenskunámskeið viðurkenndra fræðsluaðila“ fari úr 8.400 árið 2022 upp í 15.000 2028, og „hlutfall ánægðra og mjög ánægðra á þessum námskeiðum“ fari úr 40% í 70% á sama tíma. Ekkert kemur samt fram um það hvernig eigi að ná þessum markmiðum og ekki verður séð að til standi að auka fjárveitingar til málaflokksins að marki. Í heildina má segja að frá sjónarhóli íslenskrar tungu sé fjármálaáætlunin dapurleg lesning og veki litlar vonir um að íslenskan komist úr þeirri varnarstöðu sem hún er í. Við þurfum að gera miklu betur og það kostar mikið fé – eru stjórnvöld kannski ekki reiðubúin að horfast í augu við það? Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. Í tengslum við dag íslenskrar tungu í haust var stofnuð sérstök ráðherranefnd um íslenska tungu samkvæmt tillögu forsætisráðherra, skipuð fimm ráðherrum, og er henni „ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast“ og „vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins“. Það hefði mátt ætla að þessa starfs sæi stað í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024-2028 og þar eru þessi mál vissulega nefnd: „Árið 2022 voru um 10 þúsund erlendir ríkisborgarar sem fluttu til landsins umfram brottflutta. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram og að fjöldinn verði ekki minni í ár.“ Auk þeirra sem hingað koma í atvinnuleit hefur flóttafólki og fólki sem hefur verið veitt alþjóðleg vernd fjölgað mikið og í áætluninni er bent á að óvissa sé um efnahagsleg áhrif af þeirri fjölgun til skemmri og lengri tíma: „Til lengri tíma ráðast þau ekki síst af því hvernig fólkinu gengur að aðlagast íslensku samfélagi, vinnumarkaði og skólakerfi og hvernig tekst að tryggja aðgengi að íslenskukennslu.“ Þetta er grundvallaratriði. Í framhaldi af þessu hefði mátt búast við því að í áætluninni væri að finna fjármögnuð áform um stórátak í íslenskukennslu. En því er ekki að heilsa þótt vissulega sé vikið að mikilvægi íslenskukennslu á nokkrum stöðum, t.d. í kafla um leik- og grunnskóla: „Sú mikla áskorun menntakerfisins sem felst í auknum fjölda þessara nemenda [þ.e. af erlendum uppruna] og barna í leit að alþjóðlegri vernd kallar á […] styrkingu kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.“ Í kafla um framhaldsfræðslu segir: „Aðgengi að íslenskunámi og samfélagsfræðslu þarf að vera auðvelt og verið er að þróa stuðningskerfi við starfstengt íslenskunám á vinnustað. Einnig hefur samstarfshópur hafið störf um úrbætur í íslenskukennslu […].“ Gott svo langt sem það nær. En það nær bara ekki langt. Þetta eru aðeins óskir og áform – engar aðgerðir, hvað þá fjármagn. Í viðauka áætlunarinnar er fjallað um stöðu og horfur á einstökum málefnasviðum í mörgum köflum sem öllum er skipt í undirkafla á sama hátt. Meðal undirkafla eru „Helstu áskoranir“, „Tækifæri til umbóta“ og „Áhættuþættir“. Það vekur sérstaka athygli að þörf fyrir íslenskukennslu er sjaldnast nefnd í köflum um helstu áskoranir – ekki í 10.05 Útlendingamál, ekki í 14.1 Ferðaþjónusta, og ekki í 29.7 Málefni innflytjenda og flóttafólks. Tækifæri sem íslenskukennsla skapar eru ekki heldur nefnd í köflum um tækifæri til umbóta, og áhættan af því að hér verði til samfélög fólks sem ekki talar íslensku er ekki nefnd í köflum um áhættu. Íslenskunám er þó nefnt í kafla um framhaldsfræðslu og í töflu í þeim kafla eru sett þau markmið að „fjöldi skráninga á íslenskunámskeið viðurkenndra fræðsluaðila“ fari úr 8.400 árið 2022 upp í 15.000 2028, og „hlutfall ánægðra og mjög ánægðra á þessum námskeiðum“ fari úr 40% í 70% á sama tíma. Ekkert kemur samt fram um það hvernig eigi að ná þessum markmiðum og ekki verður séð að til standi að auka fjárveitingar til málaflokksins að marki. Í heildina má segja að frá sjónarhóli íslenskrar tungu sé fjármálaáætlunin dapurleg lesning og veki litlar vonir um að íslenskan komist úr þeirri varnarstöðu sem hún er í. Við þurfum að gera miklu betur og það kostar mikið fé – eru stjórnvöld kannski ekki reiðubúin að horfast í augu við það? Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun