„Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 22:04 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/Diego Stjarnan fékk skell í síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta þegar laut í parket fyrir ÍR. Það er morgunljóst að Patrekur Jóhannesson og leikmenn Stjörnuliðsins hafi farið vel yfir það tap í vikunni sem leið frá þeim leik þar til liðið fékk Selfoss í heimsókn í kvöld. Meiðsladraugurinn sem gert hefur sér setu í Mýrinni kom ekki í veg fyrir að Stjarnan vann sannfærandi sigur og liðið blandar sér af fullum krafti í baráttunni um heimavallarétta í úrslitakeppni deildarinnar. „Mér fannst varnarleikurinn flottur, 5-1 vörnin gekk vel og við náðum að beina Selfyssingum inn á miðju, nákvæmlega eins og við vildum. Það var allt annað sjá liðið í þessum leik en á móti ÍR í síðustu viku og ég var ánægður með að sjá svarið eftir lélega frammistöðu í Breiðholtinu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk svo bara nokkuð smurt og þeir leikmenn sem komu inn vegna meiðsla stóðu sig vel. Auðvitað er eitthvað sem við getum bætt en þetta var mjög jákvætt. Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið. Við megum ekki hafa jafn miklar sveiflur og voru á milli síðustu tveggja leikja í næstu leikjum okkar,“ sagði hann enn fremur. „Við erum að glíma við meiðsli þessa stundina en við getum ekkert skýlt okkur bakvið það. Við erum enn með öfluga og reynslumikla leikmenn inni á vellinum og leikmenn sem geta vel tekið við keflinu. Við fórum vel yfir hvað aflaga fór á móti ÍR og náðum að laga það flest í þessum leik,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá Stjörnuliðinu. „Sú staðreynd að við erum án lykilleikmanna þýðir að það eru leikmenn sem fá tækifæri og aukna ábyrgð. Það eykur breiddina þegar við fáum leikmennina til baka. Í kvöld gladdi það mig mikið að sjá Dag Loga og Rytis sýna sig á stóra sviðinu og Ari Sverrir er að bæta sig mikið með hverjum leiknum sem hann spilar,“ sagði hann einnig um hóp sinn. Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
Meiðsladraugurinn sem gert hefur sér setu í Mýrinni kom ekki í veg fyrir að Stjarnan vann sannfærandi sigur og liðið blandar sér af fullum krafti í baráttunni um heimavallarétta í úrslitakeppni deildarinnar. „Mér fannst varnarleikurinn flottur, 5-1 vörnin gekk vel og við náðum að beina Selfyssingum inn á miðju, nákvæmlega eins og við vildum. Það var allt annað sjá liðið í þessum leik en á móti ÍR í síðustu viku og ég var ánægður með að sjá svarið eftir lélega frammistöðu í Breiðholtinu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk svo bara nokkuð smurt og þeir leikmenn sem komu inn vegna meiðsla stóðu sig vel. Auðvitað er eitthvað sem við getum bætt en þetta var mjög jákvætt. Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið. Við megum ekki hafa jafn miklar sveiflur og voru á milli síðustu tveggja leikja í næstu leikjum okkar,“ sagði hann enn fremur. „Við erum að glíma við meiðsli þessa stundina en við getum ekkert skýlt okkur bakvið það. Við erum enn með öfluga og reynslumikla leikmenn inni á vellinum og leikmenn sem geta vel tekið við keflinu. Við fórum vel yfir hvað aflaga fór á móti ÍR og náðum að laga það flest í þessum leik,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá Stjörnuliðinu. „Sú staðreynd að við erum án lykilleikmanna þýðir að það eru leikmenn sem fá tækifæri og aukna ábyrgð. Það eykur breiddina þegar við fáum leikmennina til baka. Í kvöld gladdi það mig mikið að sjá Dag Loga og Rytis sýna sig á stóra sviðinu og Ari Sverrir er að bæta sig mikið með hverjum leiknum sem hann spilar,“ sagði hann einnig um hóp sinn.
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48