Júlíus Viggó vill leiða Heimdall Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 21:24 Júlíus Viggó Ólafsson býður sig fram til formanns Heimdallar. Aðsend Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér í formannsæti Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Magnús Benediktsson er varaformannsefni framboðslistans en kosið verður í Valhöll á þriðjudaginn kemur. Í fréttatilkynningu segir að breiður hópur ungs fólks bjóði sig fram til stjórnarsetu ásamt Júlíusi Viggó. Fyrr í vikunni var greint frá því að Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns félagsins og Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi til varaformanns. Júlíus Viggó Ólafsson er 22 ára gamall BS nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann situr meðal annars í stjórn SUS, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þá á Júlíus einnig sæti í stjórn stúdentaráðs Háskóla Íslands en hann situr þar fyrir Vöku. Þá segir í tilkynningu að þrátt fyrir ungan aldur eigi Júlíus langan feril að baki í félagsstörfum, bæði innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hafi hann verið formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2019 til 2020. Þá hafi hann verið kjörinn forseti Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema árið 2020 sem fyrr sagði. Júlíus hefi einnig sinnt formennsku í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ásamt Júlíusi bjóði sig fram breiður hópur ungs fólks með víðtæka reynslu af félagsstörfum, þar á meðal frambjóðendur sem sitja í núverandi stjórn Heimdallar sem hafi staðið fyrir öflugu starfi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarið starfsár. Á listanum séu einnig núverandi og fyrrverandi nemendur við HÍ og HR, auk nemenda úr Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Breiður hópur ungmenna býður sig fram ásamt Júlíusi Viggó.Aðsend „Það er mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn haldi kjörnum fulltrúum við efnið og tryggi að þeir fylgi stefnu flokksins í hvívetna. Það er okkur öllum ljóst að Sjálfstæðismenn þurfa að blása til sóknar en okkar öflugi framboðslisti er tilbúinn til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni. Listinn stendur saman af fjölbreyttum hópi fólks sem spannar breitt aldursbil og er búsettur víða í borgarlandinu. Allir eru þessir einstaklingar reiðubúnir að sinna þessu rótgróna og mikilsverða félagi af krafti. Náum við kjöri hlakka ég mikið til þess að vinna með þessum hópi,“ er haft eftir Júlíusi í tilkynningu. Ásamt Júlíusi skipa eftirfarandi framboðslistann: Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR Pétur Melax, hagfræðingur Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ Kosið verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. apríl milli klukkan 15 og 19. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að breiður hópur ungs fólks bjóði sig fram til stjórnarsetu ásamt Júlíusi Viggó. Fyrr í vikunni var greint frá því að Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns félagsins og Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi til varaformanns. Júlíus Viggó Ólafsson er 22 ára gamall BS nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann situr meðal annars í stjórn SUS, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þá á Júlíus einnig sæti í stjórn stúdentaráðs Háskóla Íslands en hann situr þar fyrir Vöku. Þá segir í tilkynningu að þrátt fyrir ungan aldur eigi Júlíus langan feril að baki í félagsstörfum, bæði innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hafi hann verið formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2019 til 2020. Þá hafi hann verið kjörinn forseti Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema árið 2020 sem fyrr sagði. Júlíus hefi einnig sinnt formennsku í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ásamt Júlíusi bjóði sig fram breiður hópur ungs fólks með víðtæka reynslu af félagsstörfum, þar á meðal frambjóðendur sem sitja í núverandi stjórn Heimdallar sem hafi staðið fyrir öflugu starfi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarið starfsár. Á listanum séu einnig núverandi og fyrrverandi nemendur við HÍ og HR, auk nemenda úr Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Breiður hópur ungmenna býður sig fram ásamt Júlíusi Viggó.Aðsend „Það er mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn haldi kjörnum fulltrúum við efnið og tryggi að þeir fylgi stefnu flokksins í hvívetna. Það er okkur öllum ljóst að Sjálfstæðismenn þurfa að blása til sóknar en okkar öflugi framboðslisti er tilbúinn til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni. Listinn stendur saman af fjölbreyttum hópi fólks sem spannar breitt aldursbil og er búsettur víða í borgarlandinu. Allir eru þessir einstaklingar reiðubúnir að sinna þessu rótgróna og mikilsverða félagi af krafti. Náum við kjöri hlakka ég mikið til þess að vinna með þessum hópi,“ er haft eftir Júlíusi í tilkynningu. Ásamt Júlíusi skipa eftirfarandi framboðslistann: Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR Pétur Melax, hagfræðingur Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ Kosið verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. apríl milli klukkan 15 og 19.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20