Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2023 10:42 Sigmundur Ernir og Ólafur Arnarson, blaðamaður, fara yfir málin á skrifstofu Torgs í dag. vísir/Arnar Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. Boðað var til starfsmannafundar á skrifstofu Torgs á Hafnartorgi í morgun þar sem starfsfólki var tilkynnt um breytingarnar. Sumir felldu tár en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ríkt mikil óvissa með framtíð Fréttablaðsins meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Tíðindin komu mörgum í opna skjöldu, ekki síst þeim sem ekki voru á vaktinni í dag eða í verkefnum úti í bæ. Í tilkynningu frá Torgi segir að að ástæður þess að rekstur Fréttablaðsins gangi ekki upp séu margvíslegar. Að hluta sé um óheppni að ræða en að hluta sé um að ræða óviðráðanlega þróun þar sem útgáfa fjölmiðla á pappír hafi látið hratt undan síga. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var á síðustu forsíðu Fréttablaðsins í dag.vísir/Arnar Þá hafi loforð stjórnvalda um breytingar á fjölmiðlamarkaði endurtekið verið svikin. Hvort sem sé að færa Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði, sem skekki verulega samkeppnisstöðu fjölmiðla hér á landi, eða að skattleggja erlenda fjölmiðla, streymisveitur og samfélagsmiðla sem taki stóran skerf af tekjumöguleikum íslenskra fjölmiðla. Fyrir mánuði lagðist rekstur sjónvarpsstöðvarinnar N4 af. Ljóst er að íslenskur fjölmiðlamarkaður stendur á tímamótum fyrri hluta árs 2023. Í tilkynningu Torgs kemur fram að að rekstur DV.is, hringbrautar.is og Iceland Magazine færist yfir til félagsins Fjölmiðlatorgsins ehf. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, er skráður eigandi þess félags og stjórnarformaður. Jón Þórisson ritstjóri er hinn stjórnarmaður hins nýja félags. Um hundrað manns missa vinnuna að sögn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, ritstjóra miðlanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu halda tólf starfsmenn DV starfi sínu. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, á skrifstofum félagsins í morgun. Vísir/Vilhelm Hættu að bera blaðið í hús Fréttablaðinu var komið á koppinn árið 2001 með þeirri hugmyndafræði að um fríblað væri að ræða þar sem auglýsingar stæðu undir rekstrinum. Blaðið varð á skömmum tíma mest lesna dagblað landsins en Morgunblaðið hafði verið í sérflokki hvað lestur varðaði um árabil. Hætt var að bera Fréttablaðið í hús um áramótin en því þess í stað dreift í verslanir þar sem fólk gat nælt sér í eintak. Með þeirri ákvörðun átti að spara um einn milljarð króna í rekstrinum. Lestrarkannanir gáfu fljótt til kynna að fækkað hefði verulega í lesendahópnum og auglýsendur leituðu margir hverjir á önnur mið. Hvorki hefur náðst í Jón Þórisson framkvæmdastjóra Torgs né Sigmund Erni Rúnarsson ritstjóra vegna tíðindanna. Þá hefur heldur ekki náðst í Helga Magnússon stjórnarformann Torgs. Heimsfaraldur og stríð gert rekstur erfiðan Stjórnendur vísa í tilkynningu til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi komið mjög illa við reksturinn og leitt til taprekstrar. „Auglýsingar drógust verulega saman þegar heilar atvinnugreinar og öflug fyrirtæki dróu saman starfsemi sína eða jafnvel lokuðu meðan fárið gekk yfir. Í faraldrinum var tekinn upp stuðningur við einkarekna miðla, sem var þakkarvert en dugði stærstu miðlunum skammt. Í framhaldi hafa stjórnvöld stutt fjárhagslega við starfsemi fjölmiðlanna en það framlag hefur dregist saman og ekki náð að halda í við verðlagsþróun. Markmið stjórnvalda með þessum stuðningi var að efla innlendan fréttaflutning og styðja og styrkja tungumálið.“ Stjórnendur hafi metið að um tímabundinn vanda væri að ráða. Teygst hafi úr veirutímabilinu og stríðið í Úkraínu hafist í framhaldinu sem hafi leitt til aukins kostnaðar á aðföngum. Dreifing gengið vel en lítil trú Ljóst hafi verið að frídreifing Fréttablaðsins inn á heimili væri of kostnaðarsöm og fengi ekki staðist til frambúðar. „Þess vegna var gerð sú tilraun að dreifa blaðinu á fjölfarna staði, svo sem í stórmarkaði, þjónustustöðvar olíufélaga og verslanamiðstöðvar, þar sem mikill fjöldi fólks á leið um. Þessi dreifing hefur tekist mjög vel en markaðurinn virðist ekki hafa haft næga trú á þessu fyrirkomulagi. Því verður ekki vikist undan því að láta staðar numið. Samhliða þessu verður útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hætt.“ Full trú sé áfram á rekstri DV.is og tengdra miðla, vefmiðlinum Hringbraut.is en starfseminni verði haldið áfram af fullum krafti. Þá standi til að hleypa upplýsingamiðlinum Iceland Magazine af stokkunum bráðlega. Öll fyrirheit svikin Ljóst er að um mikil tíðindi er að ræða þegar Fréttablaðið hverfur af fjölmiðlamarkaði eftir að hafa verið mest lesna dagblað landsins í 22 ár. Saga Fréttablaðsins er rakin í grófum dráttum í fréttinni hér að neðan. „Margir hafa reyndar spáð því um árabil að þessi rekstur myndi ekki ganga upp vegna þróunar í fjölmiðlun þar sem vefmiðlar eru að taka yfir og eins vegna þess illvíga rekstrarumhverfist sem einkareknum fjölmiðlum er búið á Íslandi,“ segja stjórnendur. Loforð hafi verið svikin. „Um árabil og reyndar í áratugi hafa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar heitið því að færa fjölmiðlamarkaðinn yfir í sanngjarnt og eðlilegt horf með því að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði eins og tíðkast í nágrannalöndum og þykir sjálfsagt fyrirkomulag. Öll slík fyrirheit hafa verið svikin og ekkert bendir til að breyting verði á. Ríkisútvarpið fær sex milljarða króna af skattpeningum landsmanna í sinn hlut á hverju ári, auk þess sem honum líðst að soga til sín auglýsingafé í umtalsverðum mæli í samkeppni við einkareknu miðlana.“ Enginn skattur á erlenda aðila Að auki hafi vaxandi hluti auglýsingafjár ratað til erlendra samfélagsmiðla og streymisveitna án þess að þeir innheimti virðisaukaskatt af þeirri starfsemi sinni eða standa skil á sköttum og gjöldum í ríkissjóð eins og keppinautum þeirra er skylt. „Þetta skekkir samkeppnisstöðuna verulega án þess að stjórnvöld hafi séð ástæður til að grípa inn í.“ Vitanlega sé um að ræða mjög dapurlega niðurstöðu. „En stjórnendur útgáfunnar hafa sannarlega leitað allra leiða til að finna henni viðunandi rekstrargrundvöll til framtíðar, en án árangurs. Stjórn félagsins harmar þessi málalok og þakkar þeim fjölmörgu starfsmönnum sem lagt hafa dag við nótt að treysta stoðir rekstrarins undanfarið og óskar þeim velfarnaðar.“ Tilkynninguna frá Torgi má sjá í heild að neðan. „Ástæður þess að rekstur Fréttablaðsins gengur ekki upp eru margvíslegar. Að hluta til er um óheppni að ræða og að hluta er um að ræða óviðráðanlega þróun þar sem útgáfa fjölmiðla á pappír hefur látið hratt undan síga víða um heim, ekki síður en hér á landi. Stafrænir fjölmiðlar eru smám saman að taka yfir. Þá er rekstrarumhverfi einkarekinna miðla á Íslandi óboðlegt. Ekki er um annað að ræða en að horfast í augu við þessar staðreyndir. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag. Veiruvandinn sem herjaði á Íslendinga og heimsbyggðina alla árin 2020 til 2022 kom mjög illa við rekstur Fréttablaðsins og leiddi til taprekstrar. Auglýsingar drógust verulega saman þegar heilar atvinnugreinar og öflug fyrirtæki dróu saman starfsemi sína eða jafnvel lokuðu meðan fárið gekk yfir. Í faraldrinum var tekinn upp stuðningur við einkarekna miðla, sem var þakkarvert en dugði stærstu miðlunum skammt. Í framhaldi hafa stjórnvöld stutt fjárhagslega við starfsemi fjölmiðlanna en það framlag hefur dregist saman og ekki náð að halda í við verðlagsþróun. Markmið stjórnvalda með þessum stuðningi var að efla innlendan fréttaflutning og styðja og styrkja tungumálið. Stjórnendur útgáfunnar mátu það svo að um tímabundinn vanda væri að ræða sem þyrfti að komast í gegnum þar til eðlilegt ástand kæmist á að nýju. Veirutímabilið reyndist hins vegar mun lengra en ætlað var og þegar því lauk í byrjun mars 2022, braust út stríð í Úkraínu sem hafði truflandi áhrif víða um heim og leiddi til aukins kostnaðar tengdum mikilvægum aðföngum. Samhliða þessu varð æ ljósara að frídreifing Fréttablaðsins inn á heimili væri of kostnaðarsöm og fengi ekki staðist til frambúðar. Þess vegna var gerð sú tilraun að dreifa blaðinu á fjölfarna staði, svo sem í stórmarkaði, þjónustustöðvar olíufélaga og verslanamiðstöðvar, þar sem mikill fjöldi fólks á leið um. Þessi dreifing hefur tekist mjög vel en markaðurinn virðist ekki hafa haft næga trú á þessu fyrirkomulagi. Því verður ekki vikist undan því að láta staðar numið. Samhliða þessu verður útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hætt. Við höfum á hinn bóginn fulla trú á rekstri DV.is og tengdra miðla, vefmiðlinum hringbraut.is, en starfsemi þessarra miðla verður haldið áfram af fullum krafti auk þess sem upplýsingamiðlinum Iceland Magazine verður hleypt af stokkunum bráðlega. Fréttablaðið hefur komið út sem fríblað í nær 22 ár og verið mest lesna blaðið landins allan tímann. Það hljóta því að teljast nokkur tíðindi þegar blaðið hverfur nú af íslenskum fjölmiðlamarkaði. Margir hafa reyndar spáð því um árabil að þessi rekstur myndi ekki ganga upp vegna þróunar í fjölmiðlun þar sem vefmiðlar eru að taka yfir og eins vegna þess illvíga rekstrarumhverfist sem einkareknum fjölmiðlum er búið á Íslandi. Um árabil og reyndar í áratugi hafa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar heitið því að færa fjölmiðlamarkaðinn yfir í sanngjarnt og eðlilegt horf með því að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði eins og tíðkast í nágrannalöndum og þykir sjálfsagt fyrirkomulag. Öll slík fyrirheit hafa verið svikin og ekkert bendir til að breyting verði á. Ríkisútvarpið fær sex milljarða króna af skattpeningum landsmanna í sinn hlut á hverju ári, auk þess sem honum líðst að soga til sín auglýsingafé í umtalsverðum mæli í samkeppni við einkareknu miðlana. Að auki hefur vaxandi hluti auglýsingafjár ratað til erlendra samfélagsmiðla og streymisveitna án þess að þeir innheimti virðisaukaskatt af þeirri starfsemi sinni eða standa skil á sköttum og gjöldum í ríkissjóð eins og keppinautum þeirra er skylt. Þetta skekkir samkeppnisstöðuna verulega án þess að stjórnvöld hafi séð ástæður til að grípa inn í. Vitanlega er mjög dapurleg niðurstaða sem hér er kynnt. En stjórnendur útgáfunnar hafa sannarlega leitað allra leiða til að finna henni viðunandi rekstrargrundvöll til framtíðar, en án árangurs. Stjórn félagsins harmar þessi málalok og þakkar þeim fjölmörgu starfsmönnum sem lagt hafa dag við nótt að treysta stoðir rekstrarins undanfarið og óskar þeim velfarnaðar.“ Fjölmiðlar Tímamót Menning Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Meira sótt í að auglýsa á netinu eftir að Fréttablaðið dró saman seglin Fyrirtæki hafa keypt í auknum mæli auglýsingar á vef, útvarpi og umhverfismiðlum eftir að Fréttablaðið hætti að dreifa blöðunum inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Kaup á auglýsingum í erlendum miðlum, eins og Google og Facebook, hafa haldist óbreytt. „Það er enn verið að nýta fjármunina innan íslenska hagkerfisins.“ 6. febrúar 2023 17:01 Lestur Fréttablaðsins hrynur Lestur Fréttablaðsins hefur minnkað um nærri helming, eftir að ákveðið var að hætta að dreifa blaðinu á heimili fólks. 2. febrúar 2023 13:29 Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Boðað var til starfsmannafundar á skrifstofu Torgs á Hafnartorgi í morgun þar sem starfsfólki var tilkynnt um breytingarnar. Sumir felldu tár en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ríkt mikil óvissa með framtíð Fréttablaðsins meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Tíðindin komu mörgum í opna skjöldu, ekki síst þeim sem ekki voru á vaktinni í dag eða í verkefnum úti í bæ. Í tilkynningu frá Torgi segir að að ástæður þess að rekstur Fréttablaðsins gangi ekki upp séu margvíslegar. Að hluta sé um óheppni að ræða en að hluta sé um að ræða óviðráðanlega þróun þar sem útgáfa fjölmiðla á pappír hafi látið hratt undan síga. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ var á síðustu forsíðu Fréttablaðsins í dag.vísir/Arnar Þá hafi loforð stjórnvalda um breytingar á fjölmiðlamarkaði endurtekið verið svikin. Hvort sem sé að færa Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði, sem skekki verulega samkeppnisstöðu fjölmiðla hér á landi, eða að skattleggja erlenda fjölmiðla, streymisveitur og samfélagsmiðla sem taki stóran skerf af tekjumöguleikum íslenskra fjölmiðla. Fyrir mánuði lagðist rekstur sjónvarpsstöðvarinnar N4 af. Ljóst er að íslenskur fjölmiðlamarkaður stendur á tímamótum fyrri hluta árs 2023. Í tilkynningu Torgs kemur fram að að rekstur DV.is, hringbrautar.is og Iceland Magazine færist yfir til félagsins Fjölmiðlatorgsins ehf. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, er skráður eigandi þess félags og stjórnarformaður. Jón Þórisson ritstjóri er hinn stjórnarmaður hins nýja félags. Um hundrað manns missa vinnuna að sögn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, ritstjóra miðlanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu halda tólf starfsmenn DV starfi sínu. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, á skrifstofum félagsins í morgun. Vísir/Vilhelm Hættu að bera blaðið í hús Fréttablaðinu var komið á koppinn árið 2001 með þeirri hugmyndafræði að um fríblað væri að ræða þar sem auglýsingar stæðu undir rekstrinum. Blaðið varð á skömmum tíma mest lesna dagblað landsins en Morgunblaðið hafði verið í sérflokki hvað lestur varðaði um árabil. Hætt var að bera Fréttablaðið í hús um áramótin en því þess í stað dreift í verslanir þar sem fólk gat nælt sér í eintak. Með þeirri ákvörðun átti að spara um einn milljarð króna í rekstrinum. Lestrarkannanir gáfu fljótt til kynna að fækkað hefði verulega í lesendahópnum og auglýsendur leituðu margir hverjir á önnur mið. Hvorki hefur náðst í Jón Þórisson framkvæmdastjóra Torgs né Sigmund Erni Rúnarsson ritstjóra vegna tíðindanna. Þá hefur heldur ekki náðst í Helga Magnússon stjórnarformann Torgs. Heimsfaraldur og stríð gert rekstur erfiðan Stjórnendur vísa í tilkynningu til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi komið mjög illa við reksturinn og leitt til taprekstrar. „Auglýsingar drógust verulega saman þegar heilar atvinnugreinar og öflug fyrirtæki dróu saman starfsemi sína eða jafnvel lokuðu meðan fárið gekk yfir. Í faraldrinum var tekinn upp stuðningur við einkarekna miðla, sem var þakkarvert en dugði stærstu miðlunum skammt. Í framhaldi hafa stjórnvöld stutt fjárhagslega við starfsemi fjölmiðlanna en það framlag hefur dregist saman og ekki náð að halda í við verðlagsþróun. Markmið stjórnvalda með þessum stuðningi var að efla innlendan fréttaflutning og styðja og styrkja tungumálið.“ Stjórnendur hafi metið að um tímabundinn vanda væri að ráða. Teygst hafi úr veirutímabilinu og stríðið í Úkraínu hafist í framhaldinu sem hafi leitt til aukins kostnaðar á aðföngum. Dreifing gengið vel en lítil trú Ljóst hafi verið að frídreifing Fréttablaðsins inn á heimili væri of kostnaðarsöm og fengi ekki staðist til frambúðar. „Þess vegna var gerð sú tilraun að dreifa blaðinu á fjölfarna staði, svo sem í stórmarkaði, þjónustustöðvar olíufélaga og verslanamiðstöðvar, þar sem mikill fjöldi fólks á leið um. Þessi dreifing hefur tekist mjög vel en markaðurinn virðist ekki hafa haft næga trú á þessu fyrirkomulagi. Því verður ekki vikist undan því að láta staðar numið. Samhliða þessu verður útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hætt.“ Full trú sé áfram á rekstri DV.is og tengdra miðla, vefmiðlinum Hringbraut.is en starfseminni verði haldið áfram af fullum krafti. Þá standi til að hleypa upplýsingamiðlinum Iceland Magazine af stokkunum bráðlega. Öll fyrirheit svikin Ljóst er að um mikil tíðindi er að ræða þegar Fréttablaðið hverfur af fjölmiðlamarkaði eftir að hafa verið mest lesna dagblað landsins í 22 ár. Saga Fréttablaðsins er rakin í grófum dráttum í fréttinni hér að neðan. „Margir hafa reyndar spáð því um árabil að þessi rekstur myndi ekki ganga upp vegna þróunar í fjölmiðlun þar sem vefmiðlar eru að taka yfir og eins vegna þess illvíga rekstrarumhverfist sem einkareknum fjölmiðlum er búið á Íslandi,“ segja stjórnendur. Loforð hafi verið svikin. „Um árabil og reyndar í áratugi hafa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar heitið því að færa fjölmiðlamarkaðinn yfir í sanngjarnt og eðlilegt horf með því að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði eins og tíðkast í nágrannalöndum og þykir sjálfsagt fyrirkomulag. Öll slík fyrirheit hafa verið svikin og ekkert bendir til að breyting verði á. Ríkisútvarpið fær sex milljarða króna af skattpeningum landsmanna í sinn hlut á hverju ári, auk þess sem honum líðst að soga til sín auglýsingafé í umtalsverðum mæli í samkeppni við einkareknu miðlana.“ Enginn skattur á erlenda aðila Að auki hafi vaxandi hluti auglýsingafjár ratað til erlendra samfélagsmiðla og streymisveitna án þess að þeir innheimti virðisaukaskatt af þeirri starfsemi sinni eða standa skil á sköttum og gjöldum í ríkissjóð eins og keppinautum þeirra er skylt. „Þetta skekkir samkeppnisstöðuna verulega án þess að stjórnvöld hafi séð ástæður til að grípa inn í.“ Vitanlega sé um að ræða mjög dapurlega niðurstöðu. „En stjórnendur útgáfunnar hafa sannarlega leitað allra leiða til að finna henni viðunandi rekstrargrundvöll til framtíðar, en án árangurs. Stjórn félagsins harmar þessi málalok og þakkar þeim fjölmörgu starfsmönnum sem lagt hafa dag við nótt að treysta stoðir rekstrarins undanfarið og óskar þeim velfarnaðar.“ Tilkynninguna frá Torgi má sjá í heild að neðan. „Ástæður þess að rekstur Fréttablaðsins gengur ekki upp eru margvíslegar. Að hluta til er um óheppni að ræða og að hluta er um að ræða óviðráðanlega þróun þar sem útgáfa fjölmiðla á pappír hefur látið hratt undan síga víða um heim, ekki síður en hér á landi. Stafrænir fjölmiðlar eru smám saman að taka yfir. Þá er rekstrarumhverfi einkarekinna miðla á Íslandi óboðlegt. Ekki er um annað að ræða en að horfast í augu við þessar staðreyndir. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag. Veiruvandinn sem herjaði á Íslendinga og heimsbyggðina alla árin 2020 til 2022 kom mjög illa við rekstur Fréttablaðsins og leiddi til taprekstrar. Auglýsingar drógust verulega saman þegar heilar atvinnugreinar og öflug fyrirtæki dróu saman starfsemi sína eða jafnvel lokuðu meðan fárið gekk yfir. Í faraldrinum var tekinn upp stuðningur við einkarekna miðla, sem var þakkarvert en dugði stærstu miðlunum skammt. Í framhaldi hafa stjórnvöld stutt fjárhagslega við starfsemi fjölmiðlanna en það framlag hefur dregist saman og ekki náð að halda í við verðlagsþróun. Markmið stjórnvalda með þessum stuðningi var að efla innlendan fréttaflutning og styðja og styrkja tungumálið. Stjórnendur útgáfunnar mátu það svo að um tímabundinn vanda væri að ræða sem þyrfti að komast í gegnum þar til eðlilegt ástand kæmist á að nýju. Veirutímabilið reyndist hins vegar mun lengra en ætlað var og þegar því lauk í byrjun mars 2022, braust út stríð í Úkraínu sem hafði truflandi áhrif víða um heim og leiddi til aukins kostnaðar tengdum mikilvægum aðföngum. Samhliða þessu varð æ ljósara að frídreifing Fréttablaðsins inn á heimili væri of kostnaðarsöm og fengi ekki staðist til frambúðar. Þess vegna var gerð sú tilraun að dreifa blaðinu á fjölfarna staði, svo sem í stórmarkaði, þjónustustöðvar olíufélaga og verslanamiðstöðvar, þar sem mikill fjöldi fólks á leið um. Þessi dreifing hefur tekist mjög vel en markaðurinn virðist ekki hafa haft næga trú á þessu fyrirkomulagi. Því verður ekki vikist undan því að láta staðar numið. Samhliða þessu verður útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hætt. Við höfum á hinn bóginn fulla trú á rekstri DV.is og tengdra miðla, vefmiðlinum hringbraut.is, en starfsemi þessarra miðla verður haldið áfram af fullum krafti auk þess sem upplýsingamiðlinum Iceland Magazine verður hleypt af stokkunum bráðlega. Fréttablaðið hefur komið út sem fríblað í nær 22 ár og verið mest lesna blaðið landins allan tímann. Það hljóta því að teljast nokkur tíðindi þegar blaðið hverfur nú af íslenskum fjölmiðlamarkaði. Margir hafa reyndar spáð því um árabil að þessi rekstur myndi ekki ganga upp vegna þróunar í fjölmiðlun þar sem vefmiðlar eru að taka yfir og eins vegna þess illvíga rekstrarumhverfist sem einkareknum fjölmiðlum er búið á Íslandi. Um árabil og reyndar í áratugi hafa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar heitið því að færa fjölmiðlamarkaðinn yfir í sanngjarnt og eðlilegt horf með því að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði eins og tíðkast í nágrannalöndum og þykir sjálfsagt fyrirkomulag. Öll slík fyrirheit hafa verið svikin og ekkert bendir til að breyting verði á. Ríkisútvarpið fær sex milljarða króna af skattpeningum landsmanna í sinn hlut á hverju ári, auk þess sem honum líðst að soga til sín auglýsingafé í umtalsverðum mæli í samkeppni við einkareknu miðlana. Að auki hefur vaxandi hluti auglýsingafjár ratað til erlendra samfélagsmiðla og streymisveitna án þess að þeir innheimti virðisaukaskatt af þeirri starfsemi sinni eða standa skil á sköttum og gjöldum í ríkissjóð eins og keppinautum þeirra er skylt. Þetta skekkir samkeppnisstöðuna verulega án þess að stjórnvöld hafi séð ástæður til að grípa inn í. Vitanlega er mjög dapurleg niðurstaða sem hér er kynnt. En stjórnendur útgáfunnar hafa sannarlega leitað allra leiða til að finna henni viðunandi rekstrargrundvöll til framtíðar, en án árangurs. Stjórn félagsins harmar þessi málalok og þakkar þeim fjölmörgu starfsmönnum sem lagt hafa dag við nótt að treysta stoðir rekstrarins undanfarið og óskar þeim velfarnaðar.“
„Ástæður þess að rekstur Fréttablaðsins gengur ekki upp eru margvíslegar. Að hluta til er um óheppni að ræða og að hluta er um að ræða óviðráðanlega þróun þar sem útgáfa fjölmiðla á pappír hefur látið hratt undan síga víða um heim, ekki síður en hér á landi. Stafrænir fjölmiðlar eru smám saman að taka yfir. Þá er rekstrarumhverfi einkarekinna miðla á Íslandi óboðlegt. Ekki er um annað að ræða en að horfast í augu við þessar staðreyndir. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag. Veiruvandinn sem herjaði á Íslendinga og heimsbyggðina alla árin 2020 til 2022 kom mjög illa við rekstur Fréttablaðsins og leiddi til taprekstrar. Auglýsingar drógust verulega saman þegar heilar atvinnugreinar og öflug fyrirtæki dróu saman starfsemi sína eða jafnvel lokuðu meðan fárið gekk yfir. Í faraldrinum var tekinn upp stuðningur við einkarekna miðla, sem var þakkarvert en dugði stærstu miðlunum skammt. Í framhaldi hafa stjórnvöld stutt fjárhagslega við starfsemi fjölmiðlanna en það framlag hefur dregist saman og ekki náð að halda í við verðlagsþróun. Markmið stjórnvalda með þessum stuðningi var að efla innlendan fréttaflutning og styðja og styrkja tungumálið. Stjórnendur útgáfunnar mátu það svo að um tímabundinn vanda væri að ræða sem þyrfti að komast í gegnum þar til eðlilegt ástand kæmist á að nýju. Veirutímabilið reyndist hins vegar mun lengra en ætlað var og þegar því lauk í byrjun mars 2022, braust út stríð í Úkraínu sem hafði truflandi áhrif víða um heim og leiddi til aukins kostnaðar tengdum mikilvægum aðföngum. Samhliða þessu varð æ ljósara að frídreifing Fréttablaðsins inn á heimili væri of kostnaðarsöm og fengi ekki staðist til frambúðar. Þess vegna var gerð sú tilraun að dreifa blaðinu á fjölfarna staði, svo sem í stórmarkaði, þjónustustöðvar olíufélaga og verslanamiðstöðvar, þar sem mikill fjöldi fólks á leið um. Þessi dreifing hefur tekist mjög vel en markaðurinn virðist ekki hafa haft næga trú á þessu fyrirkomulagi. Því verður ekki vikist undan því að láta staðar numið. Samhliða þessu verður útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hætt. Við höfum á hinn bóginn fulla trú á rekstri DV.is og tengdra miðla, vefmiðlinum hringbraut.is, en starfsemi þessarra miðla verður haldið áfram af fullum krafti auk þess sem upplýsingamiðlinum Iceland Magazine verður hleypt af stokkunum bráðlega. Fréttablaðið hefur komið út sem fríblað í nær 22 ár og verið mest lesna blaðið landins allan tímann. Það hljóta því að teljast nokkur tíðindi þegar blaðið hverfur nú af íslenskum fjölmiðlamarkaði. Margir hafa reyndar spáð því um árabil að þessi rekstur myndi ekki ganga upp vegna þróunar í fjölmiðlun þar sem vefmiðlar eru að taka yfir og eins vegna þess illvíga rekstrarumhverfist sem einkareknum fjölmiðlum er búið á Íslandi. Um árabil og reyndar í áratugi hafa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar heitið því að færa fjölmiðlamarkaðinn yfir í sanngjarnt og eðlilegt horf með því að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði eins og tíðkast í nágrannalöndum og þykir sjálfsagt fyrirkomulag. Öll slík fyrirheit hafa verið svikin og ekkert bendir til að breyting verði á. Ríkisútvarpið fær sex milljarða króna af skattpeningum landsmanna í sinn hlut á hverju ári, auk þess sem honum líðst að soga til sín auglýsingafé í umtalsverðum mæli í samkeppni við einkareknu miðlana. Að auki hefur vaxandi hluti auglýsingafjár ratað til erlendra samfélagsmiðla og streymisveitna án þess að þeir innheimti virðisaukaskatt af þeirri starfsemi sinni eða standa skil á sköttum og gjöldum í ríkissjóð eins og keppinautum þeirra er skylt. Þetta skekkir samkeppnisstöðuna verulega án þess að stjórnvöld hafi séð ástæður til að grípa inn í. Vitanlega er mjög dapurleg niðurstaða sem hér er kynnt. En stjórnendur útgáfunnar hafa sannarlega leitað allra leiða til að finna henni viðunandi rekstrargrundvöll til framtíðar, en án árangurs. Stjórn félagsins harmar þessi málalok og þakkar þeim fjölmörgu starfsmönnum sem lagt hafa dag við nótt að treysta stoðir rekstrarins undanfarið og óskar þeim velfarnaðar.“
Fjölmiðlar Tímamót Menning Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Meira sótt í að auglýsa á netinu eftir að Fréttablaðið dró saman seglin Fyrirtæki hafa keypt í auknum mæli auglýsingar á vef, útvarpi og umhverfismiðlum eftir að Fréttablaðið hætti að dreifa blöðunum inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Kaup á auglýsingum í erlendum miðlum, eins og Google og Facebook, hafa haldist óbreytt. „Það er enn verið að nýta fjármunina innan íslenska hagkerfisins.“ 6. febrúar 2023 17:01 Lestur Fréttablaðsins hrynur Lestur Fréttablaðsins hefur minnkað um nærri helming, eftir að ákveðið var að hætta að dreifa blaðinu á heimili fólks. 2. febrúar 2023 13:29 Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Meira sótt í að auglýsa á netinu eftir að Fréttablaðið dró saman seglin Fyrirtæki hafa keypt í auknum mæli auglýsingar á vef, útvarpi og umhverfismiðlum eftir að Fréttablaðið hætti að dreifa blöðunum inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Kaup á auglýsingum í erlendum miðlum, eins og Google og Facebook, hafa haldist óbreytt. „Það er enn verið að nýta fjármunina innan íslenska hagkerfisins.“ 6. febrúar 2023 17:01
Lestur Fréttablaðsins hrynur Lestur Fréttablaðsins hefur minnkað um nærri helming, eftir að ákveðið var að hætta að dreifa blaðinu á heimili fólks. 2. febrúar 2023 13:29
Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2. janúar 2023 11:19