Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 06:48 Organistinn er ekki nefndur á nafn í frétt Fréttablaðsins en Sólveig Sigríður hefur verið organisti Digraneskirkju um nokkurt skeið. Vísir/Vilhelm Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en Sunna er þarna að vísa til þolenda séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem biskup vék frá störfum eftir að nefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni gegn sex konum. „Organistinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digranesi og hefur þá orðið algjör og fordæmalaus hreinsun á starfsfólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, ásamt konum sem voru á hliðarlínunni með tengsl og annars konar ofbeldismál gegn til dæmis núverandi sóknarnefndarformanni,“ hefur Fréttablaðið eftir Sunnu. Umræddur formaður sóknarnefndar, Valgerður Snæland Jónsdóttir, hefur lýst því yfir að sóknarnefndin vilji fá Gunnar aftur til starfa þrátt fyrir niðurstöðu teymis Þjóðkirkjunnar. Á vefsíðu kirkjunnar er Gunnar skráður í leyfi. Sunna segir málið fordæmalaust en stöðuna sem upp er komin má rekja til fyrirkomulags ráðninga við kirkjur landsins, þar sem biskup skipar presta en sóknarnefndir ráða annað starfsfólk. „Það er ekkert í starfsreglum kirkjunnar sem heimilar biskupsembættinu að hrófla við sóknarnefndum þegar svona mál koma upp og þar liggur vandinn,“ segir Sunna. Samkvæmt Fréttablaðinu staðfesti Valgerður uppsögn Sólveigar Sigríðar en formaður FÍH segir hana hins vegar ógilda, þar sem organistinn hafi verið búin að virkja veikindarétt sinn áður en uppsögnin átti sér stað. Sólveig er ekki fyrsti starfsmaður Digraneskirkju til að fara í veikindaleyfi í kjölfar málsins en Sigríður Sigurðardóttir kirkjuvörður fór í veikindaleyfi í kjölfar atvika sem hún lýsti sem andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu formanns sóknarnefndar. Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi MeToo Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en Sunna er þarna að vísa til þolenda séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem biskup vék frá störfum eftir að nefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni gegn sex konum. „Organistinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digranesi og hefur þá orðið algjör og fordæmalaus hreinsun á starfsfólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, ásamt konum sem voru á hliðarlínunni með tengsl og annars konar ofbeldismál gegn til dæmis núverandi sóknarnefndarformanni,“ hefur Fréttablaðið eftir Sunnu. Umræddur formaður sóknarnefndar, Valgerður Snæland Jónsdóttir, hefur lýst því yfir að sóknarnefndin vilji fá Gunnar aftur til starfa þrátt fyrir niðurstöðu teymis Þjóðkirkjunnar. Á vefsíðu kirkjunnar er Gunnar skráður í leyfi. Sunna segir málið fordæmalaust en stöðuna sem upp er komin má rekja til fyrirkomulags ráðninga við kirkjur landsins, þar sem biskup skipar presta en sóknarnefndir ráða annað starfsfólk. „Það er ekkert í starfsreglum kirkjunnar sem heimilar biskupsembættinu að hrófla við sóknarnefndum þegar svona mál koma upp og þar liggur vandinn,“ segir Sunna. Samkvæmt Fréttablaðinu staðfesti Valgerður uppsögn Sólveigar Sigríðar en formaður FÍH segir hana hins vegar ógilda, þar sem organistinn hafi verið búin að virkja veikindarétt sinn áður en uppsögnin átti sér stað. Sólveig er ekki fyrsti starfsmaður Digraneskirkju til að fara í veikindaleyfi í kjölfar málsins en Sigríður Sigurðardóttir kirkjuvörður fór í veikindaleyfi í kjölfar atvika sem hún lýsti sem andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu formanns sóknarnefndar.
Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi MeToo Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01
Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49