„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2023 21:52 Mate Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Diego „Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni. „Það skiptir engu máli hvort liðið við fáum. Þau eru bæði helvíti góð. Menn vilja samt spara sér bensínpeninginn og sleppa því að fara á Krókinn. “ Um leið og Máté lætur þessi orð falla klárast leikur Keflavíkur og Njarðvíkur og ljóst er að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni. Hvernig líst Máté á að fá Þór Þorlákshöfn? „Það er bara staðfest að við séum í þriðja sæti. Þeir eru mjög heitir en hins vegar töpuðu þeir fyrir okkur með tíu stigum á heimavelli. Ég er mjög spenntur að mæta heitum Þórsurum. Þeir eru með sérstakt lið. Þeir eru með Ameríkana sem gerir mjög mikið. Við erum með hörku varnarmenn þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. “ Þegar Máté er spurður um leikinn hér í kvöld er ljóst að honum er mjög létt. „Ég er bara ánægður að þetta sé búið. Þessir tveir síðustu leikir hafa í raun verið svolítið steiktir. Mér finnst mannskapurinn einhvern veginn einbeittari að því að halda sér heilum, meiðast ekki og bíða eftir úrslitakeppninni í staðinn fyrir að gera hlutina almennilega. Bæði hér og í Grindavík.“ Frammistaða Hauka í vetur kemur eftilvill mörgum á óvart, nýliðarnir lenda í þriðja sæti. Var þetta eitthvað sem þjálfarinn sá fyrir. „Við endum í þriðja sæti. Þetta er under promised og over delivered. Við sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu.“ Breki Gylfason var ekkert með Haukum í dag. Hver er staðan á honum og hópnum svona rétt fyrir úrslitakeppnina? „Staðan á hópnum er bara góð. Breki sat úti í dag svo hann verður 110 prósent í næstu viku. Aðrir eru vonandi að toppa á réttum tíma.“ Subway-deild karla Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
„Það skiptir engu máli hvort liðið við fáum. Þau eru bæði helvíti góð. Menn vilja samt spara sér bensínpeninginn og sleppa því að fara á Krókinn. “ Um leið og Máté lætur þessi orð falla klárast leikur Keflavíkur og Njarðvíkur og ljóst er að Haukar mæta Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni. Hvernig líst Máté á að fá Þór Þorlákshöfn? „Það er bara staðfest að við séum í þriðja sæti. Þeir eru mjög heitir en hins vegar töpuðu þeir fyrir okkur með tíu stigum á heimavelli. Ég er mjög spenntur að mæta heitum Þórsurum. Þeir eru með sérstakt lið. Þeir eru með Ameríkana sem gerir mjög mikið. Við erum með hörku varnarmenn þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. “ Þegar Máté er spurður um leikinn hér í kvöld er ljóst að honum er mjög létt. „Ég er bara ánægður að þetta sé búið. Þessir tveir síðustu leikir hafa í raun verið svolítið steiktir. Mér finnst mannskapurinn einhvern veginn einbeittari að því að halda sér heilum, meiðast ekki og bíða eftir úrslitakeppninni í staðinn fyrir að gera hlutina almennilega. Bæði hér og í Grindavík.“ Frammistaða Hauka í vetur kemur eftilvill mörgum á óvart, nýliðarnir lenda í þriðja sæti. Var þetta eitthvað sem þjálfarinn sá fyrir. „Við endum í þriðja sæti. Þetta er under promised og over delivered. Við sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu.“ Breki Gylfason var ekkert með Haukum í dag. Hver er staðan á honum og hópnum svona rétt fyrir úrslitakeppnina? „Staðan á hópnum er bara góð. Breki sat úti í dag svo hann verður 110 prósent í næstu viku. Aðrir eru vonandi að toppa á réttum tíma.“
Subway-deild karla Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar unnu góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-97. Tapið þýðir að veik von Blika um sæti í úrslitakeppninni varð að engu. 30. mars 2023 20:48