„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 11:31 Kristján Örn Kristjánsson fagnar marki gegn Brasilíu á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. Kristján fór í veikindaleyfi í febrúar, með stuttu hléi þegar hann ákvað að ferðast með liði PAUC til Íslands og í kjölfarið láta á það reyna að spila gegn Val í Evrópudeildinni. Eins og fram kom á Vísi í morgun segir Kristján að eftir á að hyggja hafi það verið slæm hugmynd að spila leikinn við Val, og að skilaboð frá leikmanni Vals (sem Björgvin Páll Gústavsson hefur nú viðurkennt að hafa sent) hafi ekki hjálpað. Hann hélt svo kyrru fyrir í veikindaleyfi á Íslandi þar sem hann vann að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni. Kristján segir það hafa hjálpað sér að ákveða að spila leikinn við Val í febrúar að hafa fengið þær upplýsingar að þjálfarinn Thierry Anti yrði ekki þjálfari PAUC út samningstíma sinn, til ársins 2024. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn“ Anti var svo skömmu síðar rekinn og Benjamin Pavoni stýrir liðinu út leiktíðina, og segir Kristján að sér líði umtalsvert betur í dag en þegar Anti var við stjórnvölinn. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn. Það að vita að ég þyrfti ekki að vera með hann í eitt og hálft ár í viðbót heldur hálft ár, og mögulega styttra, gaf mér þá trú að ég gæti klárað þetta tímabil og hjálpaði mér að spila þennan leik við Val. Ég gerði það þá ekki fyrir þjálfarann heldur fyrir mig og félagana,“ segir Kristján sem náði aðeins einni liðsæfingu fyrir leikinn við Val. „Ég tók þessa einu æfingu fyrir leikinn og þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja leikinn, og eins og alvöru íþróttamaður þá sagði ég auðvitað já. Hvort það hafi verið rétt ákvörðun eftir eina æfingu veit ég ekki, en þegar kallið kemur þá svarar maður.“ Ánægður á fyrstu æfingu eftir veikindaleyfið Kristján segir viðmót Anti hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hans og verið stærsta þáttinn í því að hann fór í kulnun: „Það voru nokkrar minni ástæður en þær snerust yfirleitt allar að honum. Eins og fólk sá kannski í leiknum við Val þá er aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur, og segja svo ekkert þegar það gengur vel. Í þessum leik gekk ekkert vel og allt illa, og tímabilið hefur ekki gengið neitt rosa vel, og þá er alltaf verið að þrýsta á leikmenn og segja að við verðum að vinna. Hann var ekki alveg að virka fyrir mig. Þetta er þriðja árið mitt með honum og hann hefur alltaf verið sami gæinn en okkur gekk betur áður og þá var ekki sama ástæða fyrir hann til að vera eins harkalegur og þegar við erum að tapa,“ segir Kristján sem eftir veikindaleyfi á Íslandi í kjölfar leiksins við Val byrjaði að æfa undir stjórn nýs þjálfara PAUC í landsleikjapásunni snemma í mars. „Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman.“ Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Kristján fór í veikindaleyfi í febrúar, með stuttu hléi þegar hann ákvað að ferðast með liði PAUC til Íslands og í kjölfarið láta á það reyna að spila gegn Val í Evrópudeildinni. Eins og fram kom á Vísi í morgun segir Kristján að eftir á að hyggja hafi það verið slæm hugmynd að spila leikinn við Val, og að skilaboð frá leikmanni Vals (sem Björgvin Páll Gústavsson hefur nú viðurkennt að hafa sent) hafi ekki hjálpað. Hann hélt svo kyrru fyrir í veikindaleyfi á Íslandi þar sem hann vann að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni. Kristján segir það hafa hjálpað sér að ákveða að spila leikinn við Val í febrúar að hafa fengið þær upplýsingar að þjálfarinn Thierry Anti yrði ekki þjálfari PAUC út samningstíma sinn, til ársins 2024. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn“ Anti var svo skömmu síðar rekinn og Benjamin Pavoni stýrir liðinu út leiktíðina, og segir Kristján að sér líði umtalsvert betur í dag en þegar Anti var við stjórnvölinn. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn. Það að vita að ég þyrfti ekki að vera með hann í eitt og hálft ár í viðbót heldur hálft ár, og mögulega styttra, gaf mér þá trú að ég gæti klárað þetta tímabil og hjálpaði mér að spila þennan leik við Val. Ég gerði það þá ekki fyrir þjálfarann heldur fyrir mig og félagana,“ segir Kristján sem náði aðeins einni liðsæfingu fyrir leikinn við Val. „Ég tók þessa einu æfingu fyrir leikinn og þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja leikinn, og eins og alvöru íþróttamaður þá sagði ég auðvitað já. Hvort það hafi verið rétt ákvörðun eftir eina æfingu veit ég ekki, en þegar kallið kemur þá svarar maður.“ Ánægður á fyrstu æfingu eftir veikindaleyfið Kristján segir viðmót Anti hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hans og verið stærsta þáttinn í því að hann fór í kulnun: „Það voru nokkrar minni ástæður en þær snerust yfirleitt allar að honum. Eins og fólk sá kannski í leiknum við Val þá er aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur, og segja svo ekkert þegar það gengur vel. Í þessum leik gekk ekkert vel og allt illa, og tímabilið hefur ekki gengið neitt rosa vel, og þá er alltaf verið að þrýsta á leikmenn og segja að við verðum að vinna. Hann var ekki alveg að virka fyrir mig. Þetta er þriðja árið mitt með honum og hann hefur alltaf verið sami gæinn en okkur gekk betur áður og þá var ekki sama ástæða fyrir hann til að vera eins harkalegur og þegar við erum að tapa,“ segir Kristján sem eftir veikindaleyfi á Íslandi í kjölfar leiksins við Val byrjaði að æfa undir stjórn nýs þjálfara PAUC í landsleikjapásunni snemma í mars. „Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman.“
Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti