Tónlist

Birgir Örn úr Idolinu líklegur til vinsælda

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Birgir Örn vakti athygli sem Idol keppandi í vetur en er nú með lag sem þykir líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957.
Birgir Örn vakti athygli sem Idol keppandi í vetur en er nú með lag sem þykir líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957. Vísir/Hulda Margrét

Tónlistarmaðurinn Birgir Örn vakti athygli í Idol seríu Stöðvar 2 í vetur en hann komst í átta manna úrslit, þar sem hann flutti frumsamið lag sem ber heitið Found Each Other. Lagið var í þessari viku kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957.

Í bransanum síðan 2007

Found Each Other kom út á streymisveitum 10. febrúar síðastliðinn en Birgir Örn, sem notast við listamannsnafnið Bixxi, hefur verið að gera tónlist í mörg ár. Hann deildi því nýlega á Instagram síðu sinni að hann hefði lent í öðru sæti í Rímnaflæði árið 2007.

Glöggir aðdáendur muna eflaust eftir því að Daníel Ágúst, einn af dómurum Idol seríunnar, sagði að lagið yrði að fara beint í spilun á FM957.

Herra og Frikki í fyrsta sæti

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sitja á toppi Íslenska listans þessa vikuna með lagið Vinn við það og hækka sig um tvö sæti á milli vikna. The Weeknd, 21 Savage og Metro Boomin’ skipa annað sæti með lagið Creepin’ og Diljá er í þriðja sæti með íslenska Eurovision lagið Power.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Loreen mætt á Íslenska listann

Sænska tónlistarkonan Loreen er komin inn á Íslenska listann á FM957 með lagið sitt Tattoo. Er um að ræða framlag hennar til Eurovision í ár þar sem hún keppir í annað sinn fyrir hönd Svíþjóðar.

Diljá komin á toppinn

Eurovision stjarnan Diljá trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með lagið sitt Power, sem bar eftirminnilega sigur úr býtum í Söngvakeppninni á dögunum.

Hvetur stráka til að hugsa vel um útlitið

Tónlistarmaðurinn Patrik var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Prettyboytjokkó, fyrir rúmri viku síðan en lagið er komið í fjórtánda sæti Íslenska listans á FM. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá laginu.

„Bæði æðislegt og súrrealískt“

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór tróna á toppi Íslenska listans á FM þessa vikuna með nýja smellinn Vinn við það. Söngvakeppnis stjarnan Diljá fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið Power, sem hún flytur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld.

Saga Matthildur mætt á Íslenska listann

Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×