Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2023 22:20 Björgunarsveitarmenn í Neskaupstað ræða við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Sigurjón Ólason Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fjallað var um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 en í morgun breytti Veðurstofan gulri viðvörun yfir í appelsínugula. Viðvörunin tók gildi klukkan nítján í kvöld. Hún nær í raun yfir alla Austfirði, milli Glettings og Þvottárskriða, og byggðir allt norður frá Seyðisfirði og suður fyrir Djúpavog. Snjóflóðahætta er talin á öllu svæðinu, mest þó á miðhluta Austfjarða. Björgunarsveitarmenn á spjalli við bæjarstjórann. Fyrir aftan má sjá lokunarpóst við götuna Starmýri og einnig skemmda bíla eftir snjóflóðið sem féll á mánudag.Sigurjón Ólason Annað kort frá Veðurstofunni sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag. Þar sést að þetta mikla úrkomubelti nær suður í Öræfasveit. Þetta byrjar sem snjókoma en breytist svo í slyddu og loks í rigningu eftir því sem hlýnar og þá verður hætta á krapaflóðum. Kortið sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag.Veðurstofa Íslands Á færðarkorti Vegagerðarinnar síðdegis yfir færðina á þjóðvegum Austurlands mátti sjá að helstu leiðir voru enn opnar. Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar lokaðist að vísu um tíma í morgun en búast má við að færðin spillist strax í kvöld því varað er við miklum samgöngutruflunum. Norðfjarðargöng voru lokuð í hálfan annan sólarhring í gær og í fyrradag vegna snjóflóðahættu Norðfjarðarmegin í Fannardal. Sigurjón Ólason Þegar séð var að snjóflóðahætta myndi aukast með versnandi veðurspá sendu almannavarnir enn meiri liðsauka til Austurlands í dag sem bættist við þann hóp sem sendur var strax á mánudag. Lið frá björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliði og Rauða krossinum flaug þá austur en einnig voru hundar með í för, þjálfaðir til leitar í snjóflóðum. Landhelgisgæslan sendi einnig þyrlu austur sem og varðskip. Björgunarsveitir á Norðurlandi lögðu einnig lið og sendu snjóbíla og mannskap. Biðsalur farþega á Egilsstaðaflugvelli var tekinn undir björgunarsveitarfólk og leitarhunda.Sigurjón Ólason Hjá lögreglunni á Austurlandi áætlaði Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, nú síðdegis að yfir tvöhundruð manns væru núna þar í viðbragðsstöðu. Þar af væru um fimmtíu manns af Austurlandi en yfir 150 manns úr öðrum landshlutum. Frá Norðfirði. Bíll björgunarsveitarinnar Gerpis.Sigurjón Ólason Það eru þó vettvangsstjórnir heimamanna, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og ekki síst á Norðfirði, sem bera hitann og þungann af þeim mikla viðbúnaði sem núna er haldið úti. Snjóflóðið sem féll á nokkur hús í Neskaupstað í fyrradag minnti menn þar óþyrmilega á snjóflóðin 1974 sem kostuðu tólf manns lífið. Bílarnir sem lágu þar á hvolfi, um tugur talsins, vitna um þann ógnarkraft sem fylgir snjóflóði og það sem olli mestum skaða á mánudag telst þó lítið. Við hús björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað.Sigurjón Ólason „Það var voða lítið magn í því en hraðinn hefur verið óskaplegur og farið illa með þetta,“ sagði Tómas Zoëga, snjóflóðaeftirlitsmaður í Neskaupstað, þegar hann sýndi okkur ummerki snjóflóðsins sem féll í fyrradag. „Það hefur verið mikill asi á þessu en það fór nú flóð hér úr fleiri giljum.“ Tómas Zoëga er snjóflóðaeftirlitsmaður á Norðfirði.Sigurjón Ólason Eitt þeirra hafi fallið á varnargarð. „Og sannar ágæti garðanna. Það kemur á garðinn og fer alveg upp á topp á því. Það hefði sennilega farið niður á hús ef það hefði ekki verið stoppað,“ sagði Tómas snjóflótaeftirlitsmaður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá Norðfirði í gær: Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. 29. mars 2023 11:44 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fjallað var um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 en í morgun breytti Veðurstofan gulri viðvörun yfir í appelsínugula. Viðvörunin tók gildi klukkan nítján í kvöld. Hún nær í raun yfir alla Austfirði, milli Glettings og Þvottárskriða, og byggðir allt norður frá Seyðisfirði og suður fyrir Djúpavog. Snjóflóðahætta er talin á öllu svæðinu, mest þó á miðhluta Austfjarða. Björgunarsveitarmenn á spjalli við bæjarstjórann. Fyrir aftan má sjá lokunarpóst við götuna Starmýri og einnig skemmda bíla eftir snjóflóðið sem féll á mánudag.Sigurjón Ólason Annað kort frá Veðurstofunni sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag. Þar sést að þetta mikla úrkomubelti nær suður í Öræfasveit. Þetta byrjar sem snjókoma en breytist svo í slyddu og loks í rigningu eftir því sem hlýnar og þá verður hætta á krapaflóðum. Kortið sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag.Veðurstofa Íslands Á færðarkorti Vegagerðarinnar síðdegis yfir færðina á þjóðvegum Austurlands mátti sjá að helstu leiðir voru enn opnar. Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar lokaðist að vísu um tíma í morgun en búast má við að færðin spillist strax í kvöld því varað er við miklum samgöngutruflunum. Norðfjarðargöng voru lokuð í hálfan annan sólarhring í gær og í fyrradag vegna snjóflóðahættu Norðfjarðarmegin í Fannardal. Sigurjón Ólason Þegar séð var að snjóflóðahætta myndi aukast með versnandi veðurspá sendu almannavarnir enn meiri liðsauka til Austurlands í dag sem bættist við þann hóp sem sendur var strax á mánudag. Lið frá björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliði og Rauða krossinum flaug þá austur en einnig voru hundar með í för, þjálfaðir til leitar í snjóflóðum. Landhelgisgæslan sendi einnig þyrlu austur sem og varðskip. Björgunarsveitir á Norðurlandi lögðu einnig lið og sendu snjóbíla og mannskap. Biðsalur farþega á Egilsstaðaflugvelli var tekinn undir björgunarsveitarfólk og leitarhunda.Sigurjón Ólason Hjá lögreglunni á Austurlandi áætlaði Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, nú síðdegis að yfir tvöhundruð manns væru núna þar í viðbragðsstöðu. Þar af væru um fimmtíu manns af Austurlandi en yfir 150 manns úr öðrum landshlutum. Frá Norðfirði. Bíll björgunarsveitarinnar Gerpis.Sigurjón Ólason Það eru þó vettvangsstjórnir heimamanna, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og ekki síst á Norðfirði, sem bera hitann og þungann af þeim mikla viðbúnaði sem núna er haldið úti. Snjóflóðið sem féll á nokkur hús í Neskaupstað í fyrradag minnti menn þar óþyrmilega á snjóflóðin 1974 sem kostuðu tólf manns lífið. Bílarnir sem lágu þar á hvolfi, um tugur talsins, vitna um þann ógnarkraft sem fylgir snjóflóði og það sem olli mestum skaða á mánudag telst þó lítið. Við hús björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað.Sigurjón Ólason „Það var voða lítið magn í því en hraðinn hefur verið óskaplegur og farið illa með þetta,“ sagði Tómas Zoëga, snjóflóðaeftirlitsmaður í Neskaupstað, þegar hann sýndi okkur ummerki snjóflóðsins sem féll í fyrradag. „Það hefur verið mikill asi á þessu en það fór nú flóð hér úr fleiri giljum.“ Tómas Zoëga er snjóflóðaeftirlitsmaður á Norðfirði.Sigurjón Ólason Eitt þeirra hafi fallið á varnargarð. „Og sannar ágæti garðanna. Það kemur á garðinn og fer alveg upp á topp á því. Það hefði sennilega farið niður á hús ef það hefði ekki verið stoppað,“ sagði Tómas snjóflótaeftirlitsmaður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá Norðfirði í gær:
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. 29. mars 2023 11:44 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. 29. mars 2023 11:44
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14