Sport

ÓL-verðlaunahafi dó í stríðinu i Úkraínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maksym Galinichev með verðlaunin sín og svo í herbúningi.
Maksym Galinichev með verðlaunin sín og svo í herbúningi. Samsett/Twitter: @Gerashchenko and @visegrad24en

Úkraínski hnefaleikamaðurinn Maksym Galinichev dó í stríðinu í Úkraínu en hann var aðeins 22 ára.

Galinichev vann silfur á Ólympíumóti unglinga í Buenos Aires árið 2018.

„Heiðrum hetjuna okkar,“ skrifaði landi hans Vladyslav Heraskevych á samfélagsmiðla.

Heraskevych, sem sjálfur keppir í sleðabruni, sagði frá örlögum Galinichev og að hann hafi látist 10. mars síðastliðinn.

„10. mars síðastliðinn fórnaði, silfurverðlaunahafi, frá Ólympíumóti unglinga árið 2018, lífi sínu fyrir baráttuna fyrir sjálfstæði Úkraínu,“ skrifaði Heraskevych.

Galinichev hafnaði möguleikanum á því að keppa á Evrópumótinu í Armeníu í maí á síðasta ári en skráði sig í staðinn í úkraínska herinn. Hann barðist í Luhansk héraði þar sem hann lést.

Galinichev vann ÓL-silfrið sitt í 56 kílóa flokki en hann vann líka gull á Evrópumóti unglinga sama ár.

Hann bætist nú í hóp fleiri úkraínska íþróttamanna sem hafa dáið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×