Rannsaka vinnubrögð verktakanna eftir sprenginguna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. mars 2023 21:15 Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í gær. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar gaskútar þeyttust tugi metra frá nýbyggingunni. Aðsend Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni. Lögreglan rannsakar upptök sprengingarinnar sem varð í Garðabæ síðdegis í gær þegar eldur blossaði upp á þaki nýbyggingar í bænum. Gaskútar sprungu með tilheyrandi látum og þeyttust tugi metra. Sjá einnig: Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Tjörupappinn jafnan hitaður með gasi Það kviknaði í svokölluðum tjörupappa sem mikið er notaður á hús hér og landi. Til þess að leggja hann á þarf að hita hann upp. Það er gjarnan gert með gasi og þess vegna voru gaskútarnir á staðnum. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá vinnueftirlitinu, segir mikilvægt að huga að því hvernig hættuleg efni séu geymd á vinnustöðum. Mannvirki í byggingu séu undir sérstöku eftirliti. Guðmundur Mar Magnússon er sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.Vísir/SteingrímurDúi „Það sem gildir um meðhöndlun hættulegra efna er náttúrulega að menn séu meðvitaðir um hættuna og þekki hætturnar, og meðhöndli efnin rétt; allar verklagsreglur í kringum svona efni séu fastar og þeim fylgt eftir. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með vinnustöðum í byggingu eins og öðrum vinnustöðum. Þessir hlutir eru í skoðun hjá okkur alla daga. Við erum með teymi, mannvirkjateymi, sem sinnir eftirliti með mannvirkjagerð.“ Gunnar segir að starfsmenn Vinnueftirlitsins muni ræða við verktakana sem standa að byggingu hússins eftir helgi. „Við munum nálgast þessa verktaka sem eru að sinna þessari vinnu og fara yfir þessi mál með þeim, áhættumat og annað í tengslum við þessa vinnu. Og þá uppfæra ef í ljós kemur að verklag er að einhverju leyti ábótavant. Þá munum við fara yfir það og koma með leiðbeiningar um úrbætur.“ Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. 25. mars 2023 00:34 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Lögreglan rannsakar upptök sprengingarinnar sem varð í Garðabæ síðdegis í gær þegar eldur blossaði upp á þaki nýbyggingar í bænum. Gaskútar sprungu með tilheyrandi látum og þeyttust tugi metra. Sjá einnig: Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Tjörupappinn jafnan hitaður með gasi Það kviknaði í svokölluðum tjörupappa sem mikið er notaður á hús hér og landi. Til þess að leggja hann á þarf að hita hann upp. Það er gjarnan gert með gasi og þess vegna voru gaskútarnir á staðnum. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá vinnueftirlitinu, segir mikilvægt að huga að því hvernig hættuleg efni séu geymd á vinnustöðum. Mannvirki í byggingu séu undir sérstöku eftirliti. Guðmundur Mar Magnússon er sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.Vísir/SteingrímurDúi „Það sem gildir um meðhöndlun hættulegra efna er náttúrulega að menn séu meðvitaðir um hættuna og þekki hætturnar, og meðhöndli efnin rétt; allar verklagsreglur í kringum svona efni séu fastar og þeim fylgt eftir. Vinnueftirlitið hefur eftirlit með vinnustöðum í byggingu eins og öðrum vinnustöðum. Þessir hlutir eru í skoðun hjá okkur alla daga. Við erum með teymi, mannvirkjateymi, sem sinnir eftirliti með mannvirkjagerð.“ Gunnar segir að starfsmenn Vinnueftirlitsins muni ræða við verktakana sem standa að byggingu hússins eftir helgi. „Við munum nálgast þessa verktaka sem eru að sinna þessari vinnu og fara yfir þessi mál með þeim, áhættumat og annað í tengslum við þessa vinnu. Og þá uppfæra ef í ljós kemur að verklag er að einhverju leyti ábótavant. Þá munum við fara yfir það og koma með leiðbeiningar um úrbætur.“
Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. 25. mars 2023 00:34 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. 25. mars 2023 00:34
„Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30
Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. 24. mars 2023 18:12
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent