Eiganda stórskemmds bíls létt að enginn hafi slasast í sprengingunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2023 18:12 Eins og sjá má er bíllinn verulega tjónaður. Halldór Snær segir fyrir öllu að enginn hafi slasast. Alltaf sé hægt að skipta um bíl. Vísir/Vilhelm Telja má kraftaverk að enginn hafi slasast þegar öflug sprenging varð á byggingasvæði í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Halldór Snær Kristjánsson, eigandi bíls sem skemmdist mikið í sprengingunni, segir fyrir mestu að enginn hafi slasast. Það var um klukkan 16:45 í dag að mikill hvellur varð í Ásahverfinu í Garðabæ svo heyrðist langar leiðir. Halldór Snær var á heimili sínu í næsta nágrenni þegar sprengingin varð. „Ég var heima, í símanum, þegar ég heyrði mikla sprengingu og öskur,“ segir Halldór Snær. „Svo voru sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og lögreglubílar mættir um leið. Ég skildi ekkert hvað hafði gerst,“ segir Halldór. Hann var ekki sá eini sem brá í brún við sprenginguna því ábendingar bárust fréttastofu úr öllum áttum vegna hvellsins. Í framhaldinu kviknaði eldur í þaki fjölbýlishúss sem er í byggingu. Fljótlega bar á mikilli reykjarlykt í íbúðinni svo Halldór brá á það skynsamlega ráð að loka gluggum. Nágranni hans hafi tjáð honum að líklega hefði verið um gassprengingu að ræða. Halldór ákvað í framhaldinu að best væri að yfirgefa svæðið. „Maður vissi eiginlega hvorki hvað sneri upp né niður. Það var sprenging, löggan var mætt og þetta virkuðu bara svakalegar aðstæður.“ Þegar blaðamaður spyr Halldór út í skemmdir á Volvo-bíl hans, sem varð fyrir gaskúti og skemmdist mikið, segir Halldór fyrir öllu að enginn hafi slasast. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi í raun kraftaverk að ekki hafi orðið slys á fólki. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Gaskúturinn sem skaust í bíl Halldórs var ekki sá eini. Annar gaskútur fannst í um áttatíu metra fjarlægð frá byggingasvæðinu. „Það er ekkert mál að skipta um bíl. Það er fyrir öllu að það sé í lagi með fólk.“ Slökkvilið Garðabær Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Það var um klukkan 16:45 í dag að mikill hvellur varð í Ásahverfinu í Garðabæ svo heyrðist langar leiðir. Halldór Snær var á heimili sínu í næsta nágrenni þegar sprengingin varð. „Ég var heima, í símanum, þegar ég heyrði mikla sprengingu og öskur,“ segir Halldór Snær. „Svo voru sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og lögreglubílar mættir um leið. Ég skildi ekkert hvað hafði gerst,“ segir Halldór. Hann var ekki sá eini sem brá í brún við sprenginguna því ábendingar bárust fréttastofu úr öllum áttum vegna hvellsins. Í framhaldinu kviknaði eldur í þaki fjölbýlishúss sem er í byggingu. Fljótlega bar á mikilli reykjarlykt í íbúðinni svo Halldór brá á það skynsamlega ráð að loka gluggum. Nágranni hans hafi tjáð honum að líklega hefði verið um gassprengingu að ræða. Halldór ákvað í framhaldinu að best væri að yfirgefa svæðið. „Maður vissi eiginlega hvorki hvað sneri upp né niður. Það var sprenging, löggan var mætt og þetta virkuðu bara svakalegar aðstæður.“ Þegar blaðamaður spyr Halldór út í skemmdir á Volvo-bíl hans, sem varð fyrir gaskúti og skemmdist mikið, segir Halldór fyrir öllu að enginn hafi slasast. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi í raun kraftaverk að ekki hafi orðið slys á fólki. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Gaskúturinn sem skaust í bíl Halldórs var ekki sá eini. Annar gaskútur fannst í um áttatíu metra fjarlægð frá byggingasvæðinu. „Það er ekkert mál að skipta um bíl. Það er fyrir öllu að það sé í lagi með fólk.“
Slökkvilið Garðabær Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira