Samvinna fyrir betra heilbrigðiskerfi Ingibjörg Isaksen skrifar 24. mars 2023 08:02 Sjúkratryggingar Íslands óskuðu á dögunum eftir tilboðum frá einkaaðilum innan heilbrigðisgeirans til að framkvæma liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám. Í síðustu viku bárust góðar fréttir frá Sjúkratryggingum Íslands sem opinberuðu hvaða tilboð voru samþykkt og meginfyrirkomulag samninga en fjögur tilboð bárust stofnuninni. Um er að ræða tilboð í allt að 700 aðgerðir sem munu bæta lífskjör einstaklinga til muna. Þessi aðgerð er að frumkvæði Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og hefur það að markmiði að stytta biðlista fyrir liðskiptaaðgerðir. Aðgerðir stjórnvalda Stjórnvöld hér á landi hafa lagt kapp á að framfylgja þeirri stefnu að bjóða öllum hér á landi upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, enda er það ein af meginstoðum þess að búa til gott velferðarsamfélag. Þróun samfélagsins og aukin eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu hefur leitt til þess að bregðast þarf við með nýjum áherslum innan heilbrigðiskerfisins. Ef við ætlum okkur að ná að framfylgja þeirri þjónustu sem kallað er eftir þurfa stjórnvöld að finna jafnvægi í blönduðu heilbrigðiskerfi í þágu einstaklingsins. Ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á eflingu heilbrigðiskerfisins á þessu kjörtímabili. Fjárframlög til heilbrigðismála hafa aukist verulega sem endurspeglar aftur forgangsröðun og áherslur stjórnvalda, en lagt var til 12 milljarð króna viðbótarframlag til heilbrigðismála við síðustu fjárlög til þess að styrkja heilbrigðiskerfið. Fjárframlögin eru til þess fallin að mun betur er hægt að leysa þau mörgu verkefni sem blasa við. Ofangreindir samningar eru meðal þeirra aðgerða sem þörf var að fara í enda um mjög brýnt mál að ræða. Það er ótækt að láta fólk bíða lengi eftir nauðsynlegum aðgerðum sem hamla lífsgæði og draga úr virkni. Stjórnvöld eru með þessu að leita leiða til að stytta biðlista og koma fólki, sem þarf á ákveðinni þjónustu að halda, aftur í fyrra form. Bið eftir liðskiptiaðgerðum síðustu ár hefur verið allt of löng meðal annars vegna uppsafnaðar þarfar auk þess sem heimsfaraldurinn spilaði þar einnig stórt hlutverk. Framsókn hefur lengi beitt sér fyrir bættri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Þjónustan þarf að vera í samræmi við aðstæður, möguleika og vilja hvers og þá þarf að horfa til þess að halda kostnaðarþáttöku eins lágri og hægt er. En það er eitt að segja það og annað að framkvæma. Við í Framsókn höfum haldið okkar stefnu sem við lögðum upp með í síðustu alþingiskosningum á lofti og unnið í átt að auknum framlögum ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála og stefna Framsóknar í heilbrigðismálum endurspeglast nú með þessum samningum. Tækifæri utan stofnana Samvinna er vænlegust til árangurs hvað varðar forvarnir, lýðheilsu, geðheilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu og nær allra þá þjónustu sem varðar heilbrigði þjóðarinnar. Meðal þeirra stefnumála sem Framsókn setti í fararbrodd fyrir síðustu kosningar var að stórefla heilbrigðisþjónustu utan sjúkrastofnana. Við sjáum í verki hversu vel það reynist heilbrigðisþjónustu landsins að stuðla að frekara samspili innan blandaðs heilbrigðiskerfis. Tvö dæmi um það eru nýlegir samningar um kaup á endómetríósuaðgerðum og liðskiptaaðgerðum. Þessir samningar eru gott dæmi um hvernig hægt er að bæta kerfið til muna með auknu samstarfi með heilbrigðisþjónustuaðila utan hins opinbera. Samningarnir um kaup á endómetríósuaðgerðum eru dæmi um mikilvægt skref í átt að styttingu biðlista og jöfnun aðgengi. Of margar konur hafa glímt við einkenni endómetríósu í of langan tíma, og það er mikið fagnaðarefni að þær fá loksins nauðsynlega þjónustu. Nú er komið að liðskiptunum, en undirrituð trúir ekki öðru en að báðir þessir samningar geta reynst fordæmi til framtíðar um hvernig samvinna heilbrigðisstarfsmanna, bæði innan og utan hins opinbera, getur skipt sköpum fyrir sjúklinginn sjálfan, enda á hann ávallt að vera í forgrunni. Höfundur er þingflokkformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands óskuðu á dögunum eftir tilboðum frá einkaaðilum innan heilbrigðisgeirans til að framkvæma liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám. Í síðustu viku bárust góðar fréttir frá Sjúkratryggingum Íslands sem opinberuðu hvaða tilboð voru samþykkt og meginfyrirkomulag samninga en fjögur tilboð bárust stofnuninni. Um er að ræða tilboð í allt að 700 aðgerðir sem munu bæta lífskjör einstaklinga til muna. Þessi aðgerð er að frumkvæði Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og hefur það að markmiði að stytta biðlista fyrir liðskiptaaðgerðir. Aðgerðir stjórnvalda Stjórnvöld hér á landi hafa lagt kapp á að framfylgja þeirri stefnu að bjóða öllum hér á landi upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, enda er það ein af meginstoðum þess að búa til gott velferðarsamfélag. Þróun samfélagsins og aukin eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu hefur leitt til þess að bregðast þarf við með nýjum áherslum innan heilbrigðiskerfisins. Ef við ætlum okkur að ná að framfylgja þeirri þjónustu sem kallað er eftir þurfa stjórnvöld að finna jafnvægi í blönduðu heilbrigðiskerfi í þágu einstaklingsins. Ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á eflingu heilbrigðiskerfisins á þessu kjörtímabili. Fjárframlög til heilbrigðismála hafa aukist verulega sem endurspeglar aftur forgangsröðun og áherslur stjórnvalda, en lagt var til 12 milljarð króna viðbótarframlag til heilbrigðismála við síðustu fjárlög til þess að styrkja heilbrigðiskerfið. Fjárframlögin eru til þess fallin að mun betur er hægt að leysa þau mörgu verkefni sem blasa við. Ofangreindir samningar eru meðal þeirra aðgerða sem þörf var að fara í enda um mjög brýnt mál að ræða. Það er ótækt að láta fólk bíða lengi eftir nauðsynlegum aðgerðum sem hamla lífsgæði og draga úr virkni. Stjórnvöld eru með þessu að leita leiða til að stytta biðlista og koma fólki, sem þarf á ákveðinni þjónustu að halda, aftur í fyrra form. Bið eftir liðskiptiaðgerðum síðustu ár hefur verið allt of löng meðal annars vegna uppsafnaðar þarfar auk þess sem heimsfaraldurinn spilaði þar einnig stórt hlutverk. Framsókn hefur lengi beitt sér fyrir bættri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Þjónustan þarf að vera í samræmi við aðstæður, möguleika og vilja hvers og þá þarf að horfa til þess að halda kostnaðarþáttöku eins lágri og hægt er. En það er eitt að segja það og annað að framkvæma. Við í Framsókn höfum haldið okkar stefnu sem við lögðum upp með í síðustu alþingiskosningum á lofti og unnið í átt að auknum framlögum ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála og stefna Framsóknar í heilbrigðismálum endurspeglast nú með þessum samningum. Tækifæri utan stofnana Samvinna er vænlegust til árangurs hvað varðar forvarnir, lýðheilsu, geðheilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu og nær allra þá þjónustu sem varðar heilbrigði þjóðarinnar. Meðal þeirra stefnumála sem Framsókn setti í fararbrodd fyrir síðustu kosningar var að stórefla heilbrigðisþjónustu utan sjúkrastofnana. Við sjáum í verki hversu vel það reynist heilbrigðisþjónustu landsins að stuðla að frekara samspili innan blandaðs heilbrigðiskerfis. Tvö dæmi um það eru nýlegir samningar um kaup á endómetríósuaðgerðum og liðskiptaaðgerðum. Þessir samningar eru gott dæmi um hvernig hægt er að bæta kerfið til muna með auknu samstarfi með heilbrigðisþjónustuaðila utan hins opinbera. Samningarnir um kaup á endómetríósuaðgerðum eru dæmi um mikilvægt skref í átt að styttingu biðlista og jöfnun aðgengi. Of margar konur hafa glímt við einkenni endómetríósu í of langan tíma, og það er mikið fagnaðarefni að þær fá loksins nauðsynlega þjónustu. Nú er komið að liðskiptunum, en undirrituð trúir ekki öðru en að báðir þessir samningar geta reynst fordæmi til framtíðar um hvernig samvinna heilbrigðisstarfsmanna, bæði innan og utan hins opinbera, getur skipt sköpum fyrir sjúklinginn sjálfan, enda á hann ávallt að vera í forgrunni. Höfundur er þingflokkformaður Framsóknar.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar