Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2023 19:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið kunni að þurfa að koma heimilunum til aðstoðar vegna aukinnar vaxtabyrði. Stöð 2/Arnar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. Seðlabankinn eins og seðlabankar annarra ríkja reynir að slá á hitann í efnahagslífinu með ítrekuðum vaxtahækkunum til að vinna gegn þrálátri og hækkandi verðbólgu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikil umsvif og hagvöxt undanfarin misseri skila sér í miklum tekjuauka hjá ríkissjóði. „Við sjáum það á öllum helstu tekjustofnum ríkisins að þeir munu skila mun meiri tekjum á árinu en við sáum fram á. Það munar verulega um þetta og viðsnúningurinn í rekstri ríkissjóðs er mjög hraður um þessar mundir," segir Bjarni. Þannig batni afkoman um 70 milljarða á þessu ári og hafi þá batnað um 200 milljarða á tæpum tveimur árum. Þetta komi sér vel til að greiða niður skuldir því ríkissjóður búi við mjög há vaxtagjöld. Hins vegar kalli verðbólgan líka á aukin útgjöld því ríkissjóður vilji að greiðslur almannatrygginga haldi í við verðlagið. En á sama tíma og ríkissjóður hagnast finna heimilin fyrir mjög bröttum vaxtahækkunum á húsnæðislánum á undanförnum mánuðum þar sem afborganir hafa hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Vextir á óverðtryggðum breytilegum lánum gætu nálgast tíu prósentin fylgi bankarnir ákvörðun Seðlabankans frá í gær til fulls. Ríkisstjórnin kynnir uppfærða fjármálaáætlun í næstu viku þar sem reikna má með ýmsum breytingum á gjalda- og tekjuhlið fjárlaga til að bregðast við þeirri þenslu sem nú ríkir í efnahagslífinu.Stöð 2/Arnar Þarf ríkissjóður eitthvað að horfa til þess verja heimilin, gera þeim lífið auðveldara, á meðan þessi vaxtakúfur er? „Ég ætla alls ekki að útiloka að það geti reynst nauðsynlegt. Menn þurfa að vanda sig mjög í þeim aðgerðum en það geta verið hópar sem eru mjög viðkvæmir fyrir þessari stöðu,“ segir fjármálaráðherra. Fyrstu ættu viðskiptabankarnir hins vegar að bjóða upp á leiðir til að létta byrðar viðskiptavina sinna. Þeir gæti til að mynda fleytt auknum afborgunum vegna hærri vaxta aftur fyrir afborganir af láni. Seðlabankastjóri sagði í gær að þrálát verðbólga yki líkurnar á samdrætti og kreppu. Óttast þú að sú staða geti komið upp? „Ég tel að það þurfi ekki að fara þannig. En það er alveg rétt að ef við endum í því að hækka vexti mögulega of hátt til að skilaboðin heyrist og ef menn bregðast of skarpt við á sviði ríkisfjármálanna, þá getur þú farið fram af kletti og endað í atvinnuleysi og samdrætti,” segir Bjarni. Nú skipti mestu að það komist skýrt til skila að þeir sem geti haft áhrif ætli sér að grípa inn í. „Við viljum ekki endurtaka það sem hefur gerst í sögunni þegar verðbólga fer í tveggja stafa tölu. Það er alveg klárt í mínum huga að það er óþarfi að fara niður þann stíg. Þess vegna þarf að bregðast við og það þarf samhent átak til að ná árangri,“ segir Bjarni Benediktsson. Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild sinni: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. 23. mars 2023 14:00 Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. 22. mars 2023 19:40 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Seðlabankinn eins og seðlabankar annarra ríkja reynir að slá á hitann í efnahagslífinu með ítrekuðum vaxtahækkunum til að vinna gegn þrálátri og hækkandi verðbólgu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikil umsvif og hagvöxt undanfarin misseri skila sér í miklum tekjuauka hjá ríkissjóði. „Við sjáum það á öllum helstu tekjustofnum ríkisins að þeir munu skila mun meiri tekjum á árinu en við sáum fram á. Það munar verulega um þetta og viðsnúningurinn í rekstri ríkissjóðs er mjög hraður um þessar mundir," segir Bjarni. Þannig batni afkoman um 70 milljarða á þessu ári og hafi þá batnað um 200 milljarða á tæpum tveimur árum. Þetta komi sér vel til að greiða niður skuldir því ríkissjóður búi við mjög há vaxtagjöld. Hins vegar kalli verðbólgan líka á aukin útgjöld því ríkissjóður vilji að greiðslur almannatrygginga haldi í við verðlagið. En á sama tíma og ríkissjóður hagnast finna heimilin fyrir mjög bröttum vaxtahækkunum á húsnæðislánum á undanförnum mánuðum þar sem afborganir hafa hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Vextir á óverðtryggðum breytilegum lánum gætu nálgast tíu prósentin fylgi bankarnir ákvörðun Seðlabankans frá í gær til fulls. Ríkisstjórnin kynnir uppfærða fjármálaáætlun í næstu viku þar sem reikna má með ýmsum breytingum á gjalda- og tekjuhlið fjárlaga til að bregðast við þeirri þenslu sem nú ríkir í efnahagslífinu.Stöð 2/Arnar Þarf ríkissjóður eitthvað að horfa til þess verja heimilin, gera þeim lífið auðveldara, á meðan þessi vaxtakúfur er? „Ég ætla alls ekki að útiloka að það geti reynst nauðsynlegt. Menn þurfa að vanda sig mjög í þeim aðgerðum en það geta verið hópar sem eru mjög viðkvæmir fyrir þessari stöðu,“ segir fjármálaráðherra. Fyrstu ættu viðskiptabankarnir hins vegar að bjóða upp á leiðir til að létta byrðar viðskiptavina sinna. Þeir gæti til að mynda fleytt auknum afborgunum vegna hærri vaxta aftur fyrir afborganir af láni. Seðlabankastjóri sagði í gær að þrálát verðbólga yki líkurnar á samdrætti og kreppu. Óttast þú að sú staða geti komið upp? „Ég tel að það þurfi ekki að fara þannig. En það er alveg rétt að ef við endum í því að hækka vexti mögulega of hátt til að skilaboðin heyrist og ef menn bregðast of skarpt við á sviði ríkisfjármálanna, þá getur þú farið fram af kletti og endað í atvinnuleysi og samdrætti,” segir Bjarni. Nú skipti mestu að það komist skýrt til skila að þeir sem geti haft áhrif ætli sér að grípa inn í. „Við viljum ekki endurtaka það sem hefur gerst í sögunni þegar verðbólga fer í tveggja stafa tölu. Það er alveg klárt í mínum huga að það er óþarfi að fara niður þann stíg. Þess vegna þarf að bregðast við og það þarf samhent átak til að ná árangri,“ segir Bjarni Benediktsson. Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild sinni:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. 23. mars 2023 14:00 Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. 22. mars 2023 19:40 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. 23. mars 2023 14:00
Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. 22. mars 2023 19:40