Skoðun

Krón-ískir land­ráða­menn

Sveinn Waage skrifar

Muniði? Þegar orðið „landráðamenn“ var soldið í tísku og notað óspart um þá sem viðkomandi taldi ógna landinu á einn eða annan hátt. Muniði? Selja rafmagn úr landi, ganga í eða úr alþjóðlegum samtökum, borga skuldir í ríkisábyrgð ... jafnvel notað um fólk sem fylgir sinni sannfæringu í bæjarpólitík a.m.k. í minni heimabyggð.

Burtséð hvort eða hvað af því var rétt eða rangt, (það er ekki til umræðu hér) hvað einkennir landráðamenn höldum við?

Vinna markvisst og vitandi gegn hag þjóðarinnar? Gegn landsmönnum? Gegn almenningi? Eru ekki allir með mér þar?

Er að því gefnu er nokkuð sérlega ósanngjarnt að nota þetta orð; „Landráðamenn“ (sem er vissulega gildishlaðið orð) um þá sem standa vörð um gjaldmiðil með sem ógnar landi og sérstaklega þjóðinni sem býr þar?

Eitt er a.m.k. öruggt. Það er búið að nota orðið „landráðamaður“ um talsvert minni spámenn og strámenn en hliðverði íslensku krónunnar. T.d. þá sem börðust bæði með OG gegn covid-bólusetningum; landráðamenn allir saman. Muniði?

Væri því hugsanlega óvitlaust að nota þetta orð meira til að minna okkur á þá öskrandi staðreyndir sem blasa við okkur og þá sem vilja viðhalda ástandinu?

Er ekki nefnilega borðleggjandi að þeir sem halda að þeir séu að vernda hagsmuni og viðhalda menningu Íslands með því að verja krónuna eru að vinna GEGN hagsmunum Íslands ekki öfugt? Eru þeir ekki frekar landráðamenn, en þeir sem benda á alsnakinn keisarann hrunadansandi í alelda seðlabanka?

Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um almannahag.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×