K-pop stjarna biðst afsökunar á bol með hakakrossi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. mars 2023 11:18 Chaeyoung í bolnum umdeilda. Instagram Meðlimur K-pop hljómsveitarinnar Twice hefur beðist afsökunar á því að hafa birt mynd af sér í bol þar sem var mynd af hakakrossi. Þetta er í annað sinn sem hún sést í umdeildum klæðnaði á stuttum tíma en fyrr í vikunni var hún klædd í bol frá QAnon á tónleikum. Söngkonan heitir Chaeyoung og er 23 ára gömul. Á umræddum bol var mynd af bassaleikaranum Sid Vicious og var hann klæddur í bol með hallandi hakakrossi. Myndina birti hún á Instagram-síðu sinni en þar er hún með 8,6 milljónir fylgjenda. Stuttu seinna eyddi hún myndinni og birti afsökunarbeiðni hennar í stað. Þar sagðist hún biðjast afsökunar á því að hafa ekki skoðað myndina almennilega áður en hún birti hana. „Ég vissi ekki hvað hallandi hakakrossinn á bolnum þýddi. Ég mun fylgjast betur með í framtíðinni og sjá til þess að svipað atvik muni aldrei aftur eiga sér stað,“ skrifaði Chaeyoung. Fyrr í vikunni söng hún á tónleikum í magabol þar sem mynd var af bandaríska fánanum inni í bókstafnum Q. Fyrir neðan myndina stóð „Where we go one, we go all,“ sem er eitt af slagorðum samsæriskenningahreyfingarinnar QAnon. Chaeyoung (til vinstri) í QAnon-bolnum. Miðillinn The Guardian segir þetta alls ekki vera fyrsti hakakrossskanndallinn í K-pop heiminum. Til að mynda hafi hafi einn meðlimur BTS klæðst hatti í stíl SS-hersveitanna úr seinni heimsstyrjöldinni en á hattinum var einnig hakakross. Annar meðlimur sveitarinnar, sem er ein sú vinsælasta í heiminum, klæddist eitt sinn stuttermabol með mynd af sveppalaga kjarnorkusprengjuskýi. Suður-Kórea Seinni heimsstyrjöldin Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Söngkonan heitir Chaeyoung og er 23 ára gömul. Á umræddum bol var mynd af bassaleikaranum Sid Vicious og var hann klæddur í bol með hallandi hakakrossi. Myndina birti hún á Instagram-síðu sinni en þar er hún með 8,6 milljónir fylgjenda. Stuttu seinna eyddi hún myndinni og birti afsökunarbeiðni hennar í stað. Þar sagðist hún biðjast afsökunar á því að hafa ekki skoðað myndina almennilega áður en hún birti hana. „Ég vissi ekki hvað hallandi hakakrossinn á bolnum þýddi. Ég mun fylgjast betur með í framtíðinni og sjá til þess að svipað atvik muni aldrei aftur eiga sér stað,“ skrifaði Chaeyoung. Fyrr í vikunni söng hún á tónleikum í magabol þar sem mynd var af bandaríska fánanum inni í bókstafnum Q. Fyrir neðan myndina stóð „Where we go one, we go all,“ sem er eitt af slagorðum samsæriskenningahreyfingarinnar QAnon. Chaeyoung (til vinstri) í QAnon-bolnum. Miðillinn The Guardian segir þetta alls ekki vera fyrsti hakakrossskanndallinn í K-pop heiminum. Til að mynda hafi hafi einn meðlimur BTS klæðst hatti í stíl SS-hersveitanna úr seinni heimsstyrjöldinni en á hattinum var einnig hakakross. Annar meðlimur sveitarinnar, sem er ein sú vinsælasta í heiminum, klæddist eitt sinn stuttermabol með mynd af sveppalaga kjarnorkusprengjuskýi.
Suður-Kórea Seinni heimsstyrjöldin Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira