Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 10:57 Katrín sendi erindi sitt í júní og von der Leyen svaraði í ágúst. Getty/Andreas Gora Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. Vísir greindi frá erindi Katrínar í febrúar en þá fengust svör von der Leyen ekki afhent. Forsætisráðuneytið sendi þau hins vegar frá sér í gær, að fengnu samþykki frá skrifstofu forsetans. Von der Leyen segir í bréfi sínu til Katrínar, sem dagsett er 23. ágúst 2022, að starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar hafi farið yfir greiningu íslenskra stjórnvalda og rætt við fulltrúa Íslands í tengslum við málið. Nokkrar af þeim ályktunum sem gengið sé út frá í erindi Katrínar endurspegli ekki löggjöf Evrópusambandsins og niðurstöður séu ekki í takt við greiningar framkvæmdastjórnarinnar eða Eurocontrol, sem sé sjálfstæður aðili. Tæknilegar viðræður milli fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar og Íslands séu yfirstandandi. Von der Leyen segir menn þó hafa skilning á stöðu Íslands, sérstaklega landfræðilega. Fyrirhugaðar breytingar séu hins vegar takmarkaðar en snúi aðallega að því að taka fyrir ókeypis losunarheimildir. Í bréfinu segir að á tvíhliða fundum hafi starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar gengist við því að Fit for 55-áætlunin feli í sér aðgerðir sem gætu haft samlegðaráhrif á flugiðnaðinn. Því séu allar tillögur um aðgerðir til að draga úr kolefnislosun í flugiðnaðinum vel þegnar. Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Hvað varðar kolefnisleka sé mikilvægt að hafa í huga að lykilþáttur í ETS-losunarheimildakerfinu sé jafnræði milli flugfélaga á sömu flugleiðum. Þannig sé ekki hægt að flytja losun frá einu svæði yfir á annað og allir sitji við sama borð. Þetta sé kerfi sem flugfélögin hafi búið við í áratug og aðeins séu lagðar til smávægilegar breytingar. Forsetinn leggur einnig áherslu á að bæði framkvæmdastjórnin og Evrópuþingið sjái fyrir sér styrkjakerfi í tengslum við innleiðingu endurnýjanlegra orkugjafa í flugiðnaðinum, sem ættu að koma til móts við áhyggjur Íslendinga að einhverju leyti. Þá séu Íslendingar í sterkri stöðu til að verða mikilvægur framleiðandi umhverfisvænna flugeldsneyta. Bréf Katrínar til von der Leyen Í bréfi forsætisráðherra til von der Leyen í júní í fyrra lýsti ráðherra yfir þungum áhyggjum af af fyrirhuguðum takmörkunum á fríum losunarheimildum og tillögum sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneyta og auka hlut umhverfisvænna orkugjafa. Breytingarnar væru afar íþyngjandi fyrir Ísland og drægi bæði úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og Keflavíkurflugvallar. Málið væri sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum standi til boða þegar komi að ferðalögum út fyrir landsteinana. Þá sagðist forsætisráðherra hafa áhyggjur af „kolefnisleka“ vegna aukinna viðskipta við ódýrari flugfélög sem féllu utan reglanna. Lagði hún meðal annars til að sá kostnaðarauki sem tillögurnar fælu í sér féllu niður eftir 50 kílómetra flugferð til eða frá „fjarlægu eyríki“. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er málið nú á borði utanríkisráðuneytisins. Tengd skjöl scan_r01lira05092022PDF1.1MBSækja skjal Evrópusambandið Umhverfismál Fréttir af flugi Icelandair Play Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Vísir greindi frá erindi Katrínar í febrúar en þá fengust svör von der Leyen ekki afhent. Forsætisráðuneytið sendi þau hins vegar frá sér í gær, að fengnu samþykki frá skrifstofu forsetans. Von der Leyen segir í bréfi sínu til Katrínar, sem dagsett er 23. ágúst 2022, að starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar hafi farið yfir greiningu íslenskra stjórnvalda og rætt við fulltrúa Íslands í tengslum við málið. Nokkrar af þeim ályktunum sem gengið sé út frá í erindi Katrínar endurspegli ekki löggjöf Evrópusambandsins og niðurstöður séu ekki í takt við greiningar framkvæmdastjórnarinnar eða Eurocontrol, sem sé sjálfstæður aðili. Tæknilegar viðræður milli fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar og Íslands séu yfirstandandi. Von der Leyen segir menn þó hafa skilning á stöðu Íslands, sérstaklega landfræðilega. Fyrirhugaðar breytingar séu hins vegar takmarkaðar en snúi aðallega að því að taka fyrir ókeypis losunarheimildir. Í bréfinu segir að á tvíhliða fundum hafi starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar gengist við því að Fit for 55-áætlunin feli í sér aðgerðir sem gætu haft samlegðaráhrif á flugiðnaðinn. Því séu allar tillögur um aðgerðir til að draga úr kolefnislosun í flugiðnaðinum vel þegnar. Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Hvað varðar kolefnisleka sé mikilvægt að hafa í huga að lykilþáttur í ETS-losunarheimildakerfinu sé jafnræði milli flugfélaga á sömu flugleiðum. Þannig sé ekki hægt að flytja losun frá einu svæði yfir á annað og allir sitji við sama borð. Þetta sé kerfi sem flugfélögin hafi búið við í áratug og aðeins séu lagðar til smávægilegar breytingar. Forsetinn leggur einnig áherslu á að bæði framkvæmdastjórnin og Evrópuþingið sjái fyrir sér styrkjakerfi í tengslum við innleiðingu endurnýjanlegra orkugjafa í flugiðnaðinum, sem ættu að koma til móts við áhyggjur Íslendinga að einhverju leyti. Þá séu Íslendingar í sterkri stöðu til að verða mikilvægur framleiðandi umhverfisvænna flugeldsneyta. Bréf Katrínar til von der Leyen Í bréfi forsætisráðherra til von der Leyen í júní í fyrra lýsti ráðherra yfir þungum áhyggjum af af fyrirhuguðum takmörkunum á fríum losunarheimildum og tillögum sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneyta og auka hlut umhverfisvænna orkugjafa. Breytingarnar væru afar íþyngjandi fyrir Ísland og drægi bæði úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og Keflavíkurflugvallar. Málið væri sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum standi til boða þegar komi að ferðalögum út fyrir landsteinana. Þá sagðist forsætisráðherra hafa áhyggjur af „kolefnisleka“ vegna aukinna viðskipta við ódýrari flugfélög sem féllu utan reglanna. Lagði hún meðal annars til að sá kostnaðarauki sem tillögurnar fælu í sér féllu niður eftir 50 kílómetra flugferð til eða frá „fjarlægu eyríki“. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er málið nú á borði utanríkisráðuneytisins. Tengd skjöl scan_r01lira05092022PDF1.1MBSækja skjal
Hvað er Fit for 55? Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan Evrópusambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin.
Evrópusambandið Umhverfismál Fréttir af flugi Icelandair Play Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira