Telja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 19:52 Sósíalistar gagnrýna Pírata fyrir afstöðu þeirra gegn fyrirhuguðu auknu eftirlitsmyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Fyrirkomulag öryggismyndavéla í Reykjavík verður endurskoðað árlega en ekki á fimm ára fresti eins og nú er, samkvæmt breytingartillögu sem er til afgreiðslu í borgarstjórn í dag. Sósíalistar í borgarstjórn segja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélagið. Fyrir um tveimur vikum samþykkti Borgarráð samkomulag um fjölgun öryggismyndavéla í miðborg Reykjavíkur aðallega vegna væntanlegs leiðtogafundar í Hörpu í maí. Sósíalistar voru einir á móti samkomulaginu en þeir hafa gagnrýnt samþykki Pírata og gefið í skyn að það samþykki kunni að hafa verið veitt fyrir mistök. Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata segir engin mistök hafa verið gerð. „Það tel ég ekki vera. Það var ekkert samkomulag komið á fyrr en í dag og lokaniðurstöðunni fögnum við. Ég held að Sósíalistar ættu bara að skoða hið uppfærða samkomulag og fagna því, því það gerum við.“ Við afgreiðslu tillögunnar sat Magnús hjá en tveir borgarfulltrúar Pírata greiddu atkvæði gegn tillögunni. Uppfært samkomulag sem Magnús vísar til var á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag. Það býður upp á árlega endurskoðun eða eftir atvikum uppsögn á samkomulaginu. Eldra samkomulag var óuppsegjanlegt til fimm ára. Þá verður ráðist strax í umfangsmikla greiningu á umgjörð myndavélakerfisins í borginni og verður þeirri vinnu lokið ekki síður en 1. nóvember. Sjálfur telur Magnús að eftirlitsmyndavélar séu af hinu góða. „Umgjörðin í kringum myndavélarnar þarf hins vegar að vera í lagi. Það þarf að liggja fyrir að umgjörðin sé ekki með þeim hætti að það sé verið að brjóta á mannréttindum borgaranna. Það þarf að fara fram greining á því hvort umgjörðin sé í samræmi við mannréttindasáttmála Reykjavíkurborgar, persónuverndarstjónarmið og þarfagreiningu.“ „Mér finnst þetta mjög sérkennilegt“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins undrast mjög þessa afstöðu Pírata. „Hún kemur mér mjög á óvart. Eftir að hafa heyrt í þeirra stefnu, þeir hafa þeir talað gegn svona vöktun og þessu eftirlitssamfélagi, svo að mér finnst þetta mjög sérkennilegt.“ Sanna telur að frekari umræða um málið sé nauðsynlegt og að tryggja þurfi að ekki sé brotið á friðhelgi einkalífs fólks með öryggismyndavélum. „Ég hef verið að kafa ofan i þetta og þær [myndavélarnar] eru mjög margar, það kemur manni á óvart hvað þær eru margar. Ég tel að við eigum frekar að kafa ofan í rót vandans til að tryggja öryggi í borginni, að við þurfum þá að skoða allskonar þætti sem ýta undir eða minnka i rauninni öryggi í borgarumhverfinu frekar en að vera með einhvernveginn svona vakt. Þetta eftirlitssamfélag er ekki að fara tryggja að við búum í öruggu samfélagi eða upplifum að við búum í öruggu samfélagi.“ Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista tjáði sig um málið í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann það að „flokkar sem kenna sig við friðhelgi einkalífsins og borgararéttindi samþykki svona tillögur sýnir hversu langt frá grunnstefnu sinni þeir eru farnir.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Fyrir um tveimur vikum samþykkti Borgarráð samkomulag um fjölgun öryggismyndavéla í miðborg Reykjavíkur aðallega vegna væntanlegs leiðtogafundar í Hörpu í maí. Sósíalistar voru einir á móti samkomulaginu en þeir hafa gagnrýnt samþykki Pírata og gefið í skyn að það samþykki kunni að hafa verið veitt fyrir mistök. Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata segir engin mistök hafa verið gerð. „Það tel ég ekki vera. Það var ekkert samkomulag komið á fyrr en í dag og lokaniðurstöðunni fögnum við. Ég held að Sósíalistar ættu bara að skoða hið uppfærða samkomulag og fagna því, því það gerum við.“ Við afgreiðslu tillögunnar sat Magnús hjá en tveir borgarfulltrúar Pírata greiddu atkvæði gegn tillögunni. Uppfært samkomulag sem Magnús vísar til var á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag. Það býður upp á árlega endurskoðun eða eftir atvikum uppsögn á samkomulaginu. Eldra samkomulag var óuppsegjanlegt til fimm ára. Þá verður ráðist strax í umfangsmikla greiningu á umgjörð myndavélakerfisins í borginni og verður þeirri vinnu lokið ekki síður en 1. nóvember. Sjálfur telur Magnús að eftirlitsmyndavélar séu af hinu góða. „Umgjörðin í kringum myndavélarnar þarf hins vegar að vera í lagi. Það þarf að liggja fyrir að umgjörðin sé ekki með þeim hætti að það sé verið að brjóta á mannréttindum borgaranna. Það þarf að fara fram greining á því hvort umgjörðin sé í samræmi við mannréttindasáttmála Reykjavíkurborgar, persónuverndarstjónarmið og þarfagreiningu.“ „Mér finnst þetta mjög sérkennilegt“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins undrast mjög þessa afstöðu Pírata. „Hún kemur mér mjög á óvart. Eftir að hafa heyrt í þeirra stefnu, þeir hafa þeir talað gegn svona vöktun og þessu eftirlitssamfélagi, svo að mér finnst þetta mjög sérkennilegt.“ Sanna telur að frekari umræða um málið sé nauðsynlegt og að tryggja þurfi að ekki sé brotið á friðhelgi einkalífs fólks með öryggismyndavélum. „Ég hef verið að kafa ofan i þetta og þær [myndavélarnar] eru mjög margar, það kemur manni á óvart hvað þær eru margar. Ég tel að við eigum frekar að kafa ofan í rót vandans til að tryggja öryggi í borginni, að við þurfum þá að skoða allskonar þætti sem ýta undir eða minnka i rauninni öryggi í borgarumhverfinu frekar en að vera með einhvernveginn svona vakt. Þetta eftirlitssamfélag er ekki að fara tryggja að við búum í öruggu samfélagi eða upplifum að við búum í öruggu samfélagi.“ Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista tjáði sig um málið í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann það að „flokkar sem kenna sig við friðhelgi einkalífsins og borgararéttindi samþykki svona tillögur sýnir hversu langt frá grunnstefnu sinni þeir eru farnir.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49