Mike Downey heiðraður á Stockfish Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. mars 2023 15:30 Írski framleiðandinn Mike Downey verður heiðraður á Stockfish kvikmyndahátíðinni í ár. Getty/Andreas Rentz Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi. Um er að ræða árlega kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum sem haldin er í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2015 með það að leiðarljósi að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur undir nýju nafni. Markmið hátíðarinnar er að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Um 26 kvikmyndir frá hinum ýmsu heimshornum verða sýndar á hátíðinni í ár. Þá verða sérstök heiðursverðlaun veitt í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar fyrir „stórkostlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins“. Handhafi verðlaunanna í ár er enginn annar en írski framleiðandinn Mike Downey en hann hlýtur verðlaunin fyrir ómetanlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins síðustu áratugi. Mike Downey hefur komið víða við á sínum ferli sem kvikmyndaframleiðandi.Getty Downey stofnaði framleiðslufyrirtækið Film and Music Entertainment árið 2000. Síðan hefur hann gert yfir 100 kvikmyndir í fullri lengd eftir leikstjóra á borð við Peter Greenaway, Agnieszka Holland, Julien Temple, Paweł Pawlikowski, Andrzej Jakimowski, Rajko Grlic, Juraj Jakubisko, Friðrik Þór Friðriksson og Stephan Daldry. Auk framleiðslu kvikmynda hefur Mike verið listrænn stjórnandi kvikmyndahátíða um nokkurra ára skeið, verið meðlimur í Evrópsku kvikmynda akademíunni í um aldarfjórðung og stjórnarmaður í næstum tvo áratugi. Árið 2020 var hann svo kjörinn formaður Evrópsku kvikmynda akademíunnar. Áður var hann kosinn bæði í ráð og kvikmyndanefnd fyrir BAFTA. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. 27. mars 2022 21:00 Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2022 13:30 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Um er að ræða árlega kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum sem haldin er í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2015 með það að leiðarljósi að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur undir nýju nafni. Markmið hátíðarinnar er að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Um 26 kvikmyndir frá hinum ýmsu heimshornum verða sýndar á hátíðinni í ár. Þá verða sérstök heiðursverðlaun veitt í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar fyrir „stórkostlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins“. Handhafi verðlaunanna í ár er enginn annar en írski framleiðandinn Mike Downey en hann hlýtur verðlaunin fyrir ómetanlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins síðustu áratugi. Mike Downey hefur komið víða við á sínum ferli sem kvikmyndaframleiðandi.Getty Downey stofnaði framleiðslufyrirtækið Film and Music Entertainment árið 2000. Síðan hefur hann gert yfir 100 kvikmyndir í fullri lengd eftir leikstjóra á borð við Peter Greenaway, Agnieszka Holland, Julien Temple, Paweł Pawlikowski, Andrzej Jakimowski, Rajko Grlic, Juraj Jakubisko, Friðrik Þór Friðriksson og Stephan Daldry. Auk framleiðslu kvikmynda hefur Mike verið listrænn stjórnandi kvikmyndahátíða um nokkurra ára skeið, verið meðlimur í Evrópsku kvikmynda akademíunni í um aldarfjórðung og stjórnarmaður í næstum tvo áratugi. Árið 2020 var hann svo kjörinn formaður Evrópsku kvikmynda akademíunnar. Áður var hann kosinn bæði í ráð og kvikmyndanefnd fyrir BAFTA. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. 27. mars 2022 21:00 Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2022 13:30 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. 27. mars 2022 21:00
Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2022 13:30