Baldur Sig sá mikinn mun á fjármagni, leikmannaveltu og leikstíl félaganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 11:01 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari nýliða Fylkis, á skrifstofu sinni í Árbænum. S2 Sport Baldur Sigurðsson hefur nú heimsótt tvö lið í þáttaröðinni „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ sem er á dagskrá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 Sport fram að Íslandsmótinu. Kattspyrnusérfræðingurinn tekur þátt í æfingum liðanna og ræðir svo við þjálfara og aðra sem tengjast liðunum. Í fyrstu tveimur þáttunum heimsótti hann Íslandsmeistara Breiðabliks og svo nýliða Fylkis. Hann sér mikinn mun á þessum félögum sem þarf ekki að koma á óvart. Annað liðið hefur verið í hópi allra bestu liða landsins í nokkurn tíma en hitt að mæta aftur í hóp þeirra bestu. „Við erum búinn að sjá Breiðablik og Fylki í fyrstu tveimur þáttunum og óhætt að segja að það er mikill munur á þeim. Við getum horft á fjármagn, leikmannaveltu og leikstíl svo eitthvað sé nefnt. Á meðan Blikar eru búnir að fá inn mikið af leikmönnum og misst þó nokkra líka að þá sjáum við að Rúnar og Fylkismenn eru að vinna með töluvert minna fjármagn og ætla sér að treysta, að mestu, á liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góða aðstöðu Fylkismenn hafa og Rúnar hefur verið duglegur að bæta hana síðan hann kom. Það eru nefnilega oft svona smáatriði hér og þar eins og í aðstöðumálum sem geta fært allt upp á næsta stig,“ sagði Baldur. „Svo er nokkuð ljóst að það er mikill hagur í því að hafa höll innan seilingar eins og veðrið hefur verið í vetur. Blikarnir gátu tekið ákvörðun um að færa æfinguna inn í Fífuna á meðan Fylkir höfðu í raun engra annarra kosta völ en að fara út í bylinn eða fara bara inn og lyfta,“ sagði Baldur. Það má sjá brot úr þættinum um Fylki hér fyrir neðan. Þar fer Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, yfir aðstöðuna hjá Fylkismönnum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga en þú ert bankandi á hurðina hjá stjórnarmönnum. Þú vilt fá tvo til þrjá leikmenn í viðbót,“ sagði Baldur Rúnar en svarið og framhaldið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga Besta deild karla Fylkir Breiðablik Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Kattspyrnusérfræðingurinn tekur þátt í æfingum liðanna og ræðir svo við þjálfara og aðra sem tengjast liðunum. Í fyrstu tveimur þáttunum heimsótti hann Íslandsmeistara Breiðabliks og svo nýliða Fylkis. Hann sér mikinn mun á þessum félögum sem þarf ekki að koma á óvart. Annað liðið hefur verið í hópi allra bestu liða landsins í nokkurn tíma en hitt að mæta aftur í hóp þeirra bestu. „Við erum búinn að sjá Breiðablik og Fylki í fyrstu tveimur þáttunum og óhætt að segja að það er mikill munur á þeim. Við getum horft á fjármagn, leikmannaveltu og leikstíl svo eitthvað sé nefnt. Á meðan Blikar eru búnir að fá inn mikið af leikmönnum og misst þó nokkra líka að þá sjáum við að Rúnar og Fylkismenn eru að vinna með töluvert minna fjármagn og ætla sér að treysta, að mestu, á liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góða aðstöðu Fylkismenn hafa og Rúnar hefur verið duglegur að bæta hana síðan hann kom. Það eru nefnilega oft svona smáatriði hér og þar eins og í aðstöðumálum sem geta fært allt upp á næsta stig,“ sagði Baldur. „Svo er nokkuð ljóst að það er mikill hagur í því að hafa höll innan seilingar eins og veðrið hefur verið í vetur. Blikarnir gátu tekið ákvörðun um að færa æfinguna inn í Fífuna á meðan Fylkir höfðu í raun engra annarra kosta völ en að fara út í bylinn eða fara bara inn og lyfta,“ sagði Baldur. Það má sjá brot úr þættinum um Fylki hér fyrir neðan. Þar fer Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, yfir aðstöðuna hjá Fylkismönnum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga en þú ert bankandi á hurðina hjá stjórnarmönnum. Þú vilt fá tvo til þrjá leikmenn í viðbót,“ sagði Baldur Rúnar en svarið og framhaldið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga
Besta deild karla Fylkir Breiðablik Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti