Enski boltinn

Munu bjóða í Man United á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sir Jim Ratcliffe mætti á Old Trafford í síðustu viku. Það gerði líka senfinefnd frá Katar.
Sir Jim Ratcliffe mætti á Old Trafford í síðustu viku. Það gerði líka senfinefnd frá Katar. Peter Byrne/Getty Images

Talið er að Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani muni bjóða í enska knattspyrnufélagið Manchester United í annað sinn á miðvikudaginn. Sir Jim Ratcliffe mun gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á vef Sky Sports.

Þar segir að viðræður forráðamanna félagsins við sendinefndina frá Katar í síðustu viku hafi verið jákvæðar. Það kemur einnig fram að Glazer-fjölskyldan sé líkleg til að selja félagið í heild sinni.

Ráðgjafar Sheikh Jassim vinna nú að því að setja saman nýtt tilboð. Hversu hátt það verður er ekki vitað en Glazer-fjölskyldan vill tæplega sex milljarða punda fyrir félagið. Samsvarar það rúmlega þúsund milljörðum íslenskra króna.

Sky Sports staðfestir að það sé enginn spurning um að Sheikh Jassim vilji verða eigandi Manchester United í náinni framtíð. Í frétt miðilsins kemur einnig fram að búist er við að Sir Jim Ratcliffe muni einnig bjóða í félagið á nýjan leik.

Ekki kemur fram hvenær má búast við því tilboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×