Lífið

Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Myndin var tekin þegar leikarar og aðstandendur Verbúðarinnar hittust og fögnuðu útgáfu síðasta þáttarins.
Myndin var tekin þegar leikarar og aðstandendur Verbúðarinnar hittust og fögnuðu útgáfu síðasta þáttarins. Vísir/Hulda Margrét

Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld.

Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Gjaldgeng til verðlaunanna eru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem sýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2022.

Salka og Sóli skemmtu salnum

Þau Salka Sól Eyfeld og Sólmundur Hólm voru kynnar Eddunnar. Þau skemmtu salnum til að mynda með rapplagi sem Salka flutti. Um var að ræða texta um íslenskar kvikmyndir sem Salka flutti undir laginu Players eftir Coi Leray.

Þá hló salurinn líka þegar Sólmundur, eða Sóli eins og hann er gjarnan kallaður, kom upp á svið eftir að Viktoría Hermannsdóttir fékk Edduverðlaunin fyrir sjónvarpsmanneskju ársins. „Djöfull er þetta heit gella maður, sem var að vinna hérna, vá. Ég ætla að redda mér númerinu hennar,“ sagði Sólmundur en þau Viktoría eru hjón. 

„Ef þið haldið svona áfram þá get ég ekki hafið ræðuna!“

Heiðursverðlaun Eddunnar voru veitt Ágústi Guðmundssyni fyrir sitt mikilvæga og einstaka framlag til íslenskrar kvikmyndalistar. Salurinn fagnaði ákaft þegar tilkynnt var um að hann fengi verðlaunin. Ágúst fékk svo nóg af fagnaðarlátunum: „Ef þið haldið svona áfram þá get ég ekki hafið ræðuna!“

Fagnaðarlætin héldu svo áfram þegar Ágúst fór yfir breytingarnar sem hafa orðið síðan ferill hans hófst:

„Það fyrsta: Samkynhneigðir hafa verið teknir í sátt og nú finnst okkur furðulegt að það skyldi ekki hafa gerst löngu fyrr. 

Númer tvö: Konur hafa bylt þjóðfélaginu en söngva- og gleðimyndin Með allt á hreinu sá það nú reyndar fyrir.

Þriðja byltingin er svo menningarbylting því hvaða listgrein hefur blómstrað betur en einmitt kvikmyndagerðin á þessu tímabili.“

Laufey einnig heiðruð

Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi for­stöðumaður Kvik­mynda­miðstöðvar Ísland, var þá heiðruð á hátíðinni fyrir framlag sitt til geirans. Laufey sagði í þakkarræðu sinni að hún hefði nú ekki gert neitt nema mæta í vinnuna. Þá benti hún á hve mikil vinna felst í íslenskri kvikmyndagerð.

„Það er bæði sköpunarkrafturinn sem þarf, það er fagmennskan, ótrúleg þrautseigja og þor. Síðan til þess að fíra upp í þessu öllu saman er mjög mikilvægt að treysta á stuðning stjórnvalda sem hafa svo sannarlega staðið við bak greinarinnar.“

Verbúðin með flest verðlaun

Það er óhætt að segja að þau sem komu að Verbúðinni voru sigurvegar kvöldsins. Verbúðin var með alls sextán tilnefningar og vann til níu verðlauna. 

Verbúðin vann til að mynda verðlaunin fyrir handrit ársins en þættirnir voru upphaflega ekki tilnefndir í þeim flokki. Eftir að ljóst varð að um mistök hafði verið að ræða var sjónvarpsþáttunum bætt við í flokkinn. 

Hér fyrir neðan má sjá alla sigurvegarana og tilnefningarnar í öllum flokkunum. Sigurvegararnir eru feitletraðir.

Kvikmynd ársins:

Svar við bréfi Helgu

Sumarljós og svo kemur nóttin

Against the Ice

Berdreymi

Volaða land


Heimildamynd ársins:

Velkominn Árni

Út úr myrkrinu

Sundlaugasögur


Leikið sjónvarpsefni ársins:

Trom

Svörtu sandar

Randalín og Mundi: Dagar í desember

Brúðkaupið mitt

Verbúðin


Leikstjóri ársins:

Heimir Bjarnason - Þrot

Ása Helga Hjörleifsdóttir - Svar við bréfi Helgu

Guðmundur Arnar Guðmundsson - Berdreymi

Hlynur Pálmason - Volaða land

Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson & María Reyndal - Verbúðin


Leikari ársins í aðalhlutverki:

Þorvaldur Davíð Kristjánsson - Svar við bréfi Helgu

Birgir Dagur Bjarkason - Berdreymi

Viktor Benoný Benediktsson - Berdreymi

Ingvar E. Sigurðsson - Volaða land

Gísli Örn Garðarsson - Verbúðin


Leikkona ársins í aðalhlutverki:

Hera Hilmarsdóttir - Svar við bréfi Helgu

Sara Dögg Ásgeirsdóttir - Sumarljós og svo kemur nóttin

Aldís Amah Hamilton - Svörtu sandar

Kría Burgess - Randalín og Mundi: Dagar í desember

Nína Dögg Filippusdóttir - Verbúðin


Leikari ársins í aukahlutverki:

Björn Thors - Svar við bréfi Helgu

Blær Hinriksson - Berdreymi

Hilmar Guðjónsson - Volaða land

Guðjón Davíð Karlsson - Verbúðin

Ingvar E. Sigurðsson - Verbúðin


Leikkona ársins í aukahlutverki:

Aníta Briem - Svar við bréfi Helgu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - Svörtu sandar

Katla Njálsdóttir - Vitjanir

Kristín Þóra Haraldsdóttir - Verbúðin

Unnur Ösp Stefánsdóttir - Verbúðin


Búningar ársins:

Berdreymi - Helga Rós Hannam

Svar við bréfi Helgu - Eugen Tamberg

Verbúðin - Margrét Einarsdóttir og Rebekka Jónsdóttir

Against the ice - Margrét Einarsdóttir

Volaða land - Nina Grønlund


Gervi ársins:

Svar við bréfi Helgu - Evalotte Oosterop

Berdreymi - Kristín Júlla Kristjánsdóttir

Volaða land - Katrine Tersgov

Abbababb! - Hafdís Kristín Lárusdóttir

Verbúðin - Kristín Júlla Kristjánsdóttir


Leikmynd ársins:

Sumarljós og svo kemur nóttin - Heimir Sverrisson

Abbababb! - Systa Björnsdóttir

Svörtu sandar - Gunnar Pálsson & Marta Luiza Macuga

Against the ice - Atli Geir Grétarsson

Verbúðin - Atli Geir Grétarsson & Ólafur Jónasson


Brellur ársins:

Magic Lab, Haymaker, Split - Berdreymi

Rob Tasker - Abbababb!

Sigurgeir Arinbjarnarson - Svörtu sandar

Guðjón Jónsson (VFX Supervisor) Monopix / ShortCut / MPC / Union VFX/ Filmgate - Against the ice

Davíð Jón Ögmundsson - Verbúðin


Handrit ársins:

Heimir Bjarnason - Þrot

Bergsveinn Birgisson, Ottó G. Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir- Svar við Bréfi Helgu

Guðmundur Arnar Guðmundsson - Berdreymi

Hlynur Pálmason - Volaða land

Vala Þórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir & Eva Sigurðardóttir - Vitjanir

Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Mikael Torfason - Verbúðin


Frétta- og viðtalsefni ársins:

Vigdís - Forseti á friðarstóli - Stöð 2

Kompás - Stöð 2

Krakkafréttir - KrakkaRÚV

Kveikur - Fréttastofa RÚV

Um land allt - Stöð 2


Skemmtiefni ársins:

Stóra sviðið

Krakkakviss

Krakkaskaupið

Áramótaskaup 2022

Hraðfréttir 10 ára


Íþróttaefni ársins:

Jón Arnór - Stöð 2 Sport & Stöð 2

Úrslitakeppni í körfubolta/körfuboltakvöld - Stöð 2 Sport

Förum á EM - Pera fyrir RÚV

HM stofan/HM kvöld - RÚV Íþróttir

Alex from Iceland - Skot Productions


Mannlífsefni ársins:

Æði 4 - 101 Productions

Leitin að upprunanum - Stöð 2

Börnin okkar - Task 4 Media fyrir RÚV

Náttúran mín - RÚV

Hvunndagshetjur - Skot Productions


Menningarefni ársins:

Veislan

Morð í norðri

Skapalón

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin

Klassíkin okkar


Kvikmyndataka ársins:

Jasper Wolf - Svar við bréfi Helgu

Sturla Brandth Grøvlen - Berdreymi

Maria von Hausswolff - Volaða land

Jóhann Máni Jóhannsson - Svörtu sandar

Hrafn Garðarsson - Verbúðin


Tónlist ársins:

Páll Ragnar Pálsson og Eðvarð Egilsson - Skjálfti

Gunnar Týnes - Sumarljós og svo kemur nóttin

Alex Zheng Hungtai - Volaða land

Ragnar Ólafsson - Vitjanir

Herdís Stefánsdóttir & Kjartan Dagur Holm - Verbúðin


Klipping ársins:

Antti Reikko - Svar við bréfi Helgu

Andri Steinn Guðjónsson & Anders Skov - Berdreymi

Julius Krebs Damsbo - Volaða land

Úlfur Teitur Traustason - Svörtu sandar

Kristján Loðmfjörð - Verbúðin


Hljóð ársins:

Gunnar Árnason - Skjálfti

Tuomas Klaavo - Svar við bréfi Helgu

Yanna Soentjens, Matthias Hillegeer - Sumarljós og svo kemur nóttin

Björn Viktorsson & Kristian Eidnes Andersen - Volaða land

Kjartan Kjartansson - Against the ice


Barna- og unglingaefni ársins:

Abbababb!

Krakkaskaupið

Miðjan

Ævntýri Tulipop

Randalín og Mundi: Dagar í desember


Upptöku- eða útsendingarstjóri ársins:

Sturla Skúlason - Sögur verðlaunahátíð

Björgvin Harðarson - Blindur bakstur

Þór Freysson - Mugison og Cauda Collective - Haglél í 10 ár

Salóme Þorkelsdóttir - Söngvakeppnin 2022

Þór Freysson - Sigurrós í Höllinni


Stuttmynd ársins:

Mitt Draumaland

Hávængja (Chrysalis)

Kílómetrar

Hreiður

HEX


Sjónvarpsmanneskja ársins:

Chanel Björk Sturludóttir

Kristjana Arnarsdóttir

Kristján Már Unnarsson

Steinþór Hróar Steinþórsson

Viktoría Hermannsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×