Innlent

Framlengja gæsluvarðhald yfir byssumanninum

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar maðurinn var leiddur úr héraðsdómi þann 14. mars síðastliðinn.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar maðurinn var leiddur úr héraðsdómi þann 14. mars síðastliðinn. Vísir/Ívar Fannar

Gæsluvarðhald yfir karlmanni um þrítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur framlengt til miðvikudagsins 22. mars.

Maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur síðastliðið sunnudagskvöld. 

Hann var handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. mars, en varðhaldið hefur nú verið framlengt eins og áður sagði. 

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að rannsókn málsins miðar vel.


Tengdar fréttir

Í gæslu­varð­haldi fram að helgi

Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn. 

Skot­maðurinn hand­tekinn

Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×