Jóhann Berg og félagar áttu aldrei möguleika gegn Håland og félögum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2023 19:45 Jóhann Berg niðurlútur á meðan leikmenn Man City fagna. Robbie Jay Barratt/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley, toppliðs ensku B-deildarinnar, þegar liðið sótti Englandsmeistara Manchester City heim í 8-liða úrslitum ensku FA-bikarkeppninnar. Burnley sá aldrei til sólar en Man City vann öruggan 6-0 sigur. Fyrir leik var mikið talað um endurkomu Vincent Kompany á Etihad-völlinn en hann var fyrirliði Man City lengi vel. Hann er í dag þjálfari Burnley og verður að viðurkennast að ekki var um neina drauma endurkomu að ræða. Það tók heimamenn í Manchester City rúmlega hálftíma að brjóta ísinn. Vörn gestanna opnaðist þá upp á gátt og Erling Braut Håland potaði boltanum framhjá Bailey Peacock-Farrell í marki gestanna eftir sendingu Julián Álvarez. Håland var þarna að skora sitt fertugasta mark í öllum keppnum. Hann skoraði sitt 41. mark örskömmu síðar eftir eitraða skyndisókn heimamanna. Phil Foden óð upp vinstri vænginn og gaf fyrir á Håland sem smellti boltanum í gagnstætt horn og staðan orðin 2-0. Two goals within three minutes pic.twitter.com/p3WoC7nWT8— B/R Football (@brfootball) March 18, 2023 Håland ákvað að vera ekkert að skora meira í fyrri hálfleik og staðan því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jóhann Berg var tekinn af velli áður en síðari hálfleikur hófst er Burnley reyndi að þétta raðirnar. Það gekk ekki. Framherjinn frá Noregi bætti við þriðja marki sínu á 59. mínútu og Álvarez setti svo kremið á kökuna örskömmu síðar. Staðan orðin 4-0 og enn tæpur hálftími til stefnu. 6 - Erling Haaland has scored six hat-tricks this season at the Etihad Stadium, which is more games than he has failed to score in at the venue this term (5). Mind-boggling. pic.twitter.com/sPIdDcgby7— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2023 Varamaðurinn Cole Palmer skoraði fimmta mark City á 58. mínútu og Álvarez það sjötta aðeins fimm mínútum síðar. Afgreiðsla Álvarez var frábær en stoðsendingin frá Kevin De Bruyen enn betri. Fleiri urðu mörkin ekki í dag og lokatölur 6-0 Man City í vil. Liðið því komið nokkuð örugglega í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Fótbolti
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley, toppliðs ensku B-deildarinnar, þegar liðið sótti Englandsmeistara Manchester City heim í 8-liða úrslitum ensku FA-bikarkeppninnar. Burnley sá aldrei til sólar en Man City vann öruggan 6-0 sigur. Fyrir leik var mikið talað um endurkomu Vincent Kompany á Etihad-völlinn en hann var fyrirliði Man City lengi vel. Hann er í dag þjálfari Burnley og verður að viðurkennast að ekki var um neina drauma endurkomu að ræða. Það tók heimamenn í Manchester City rúmlega hálftíma að brjóta ísinn. Vörn gestanna opnaðist þá upp á gátt og Erling Braut Håland potaði boltanum framhjá Bailey Peacock-Farrell í marki gestanna eftir sendingu Julián Álvarez. Håland var þarna að skora sitt fertugasta mark í öllum keppnum. Hann skoraði sitt 41. mark örskömmu síðar eftir eitraða skyndisókn heimamanna. Phil Foden óð upp vinstri vænginn og gaf fyrir á Håland sem smellti boltanum í gagnstætt horn og staðan orðin 2-0. Two goals within three minutes pic.twitter.com/p3WoC7nWT8— B/R Football (@brfootball) March 18, 2023 Håland ákvað að vera ekkert að skora meira í fyrri hálfleik og staðan því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jóhann Berg var tekinn af velli áður en síðari hálfleikur hófst er Burnley reyndi að þétta raðirnar. Það gekk ekki. Framherjinn frá Noregi bætti við þriðja marki sínu á 59. mínútu og Álvarez setti svo kremið á kökuna örskömmu síðar. Staðan orðin 4-0 og enn tæpur hálftími til stefnu. 6 - Erling Haaland has scored six hat-tricks this season at the Etihad Stadium, which is more games than he has failed to score in at the venue this term (5). Mind-boggling. pic.twitter.com/sPIdDcgby7— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2023 Varamaðurinn Cole Palmer skoraði fimmta mark City á 58. mínútu og Álvarez það sjötta aðeins fimm mínútum síðar. Afgreiðsla Álvarez var frábær en stoðsendingin frá Kevin De Bruyen enn betri. Fleiri urðu mörkin ekki í dag og lokatölur 6-0 Man City í vil. Liðið því komið nokkuð örugglega í undanúrslit ensku bikarkeppninnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti